Leita í fréttum mbl.is

Stundarfriður

er nú á áhyggjum stofnfjáraðila Sparisjóðs Norðurlands og BYR-sparisjóðs eftir dóm Héraðsdóms í dag. Niðurstaðan er sú að lán Glitnis til stofnfjárkaupa voru aðeins tryggð í bréfunum sjálfum.

Hinn góði Íslandsbanki með fínu auglýsingarnar keypti kröfuna með 40 % afföllum af þrotabúi Glitnis og ætlaði sér að innheimta að fullu í aleigu manna, kvenna, ólögráða barna og skilningssljórra gamalmenni,  sem voru göbbuð til að taka  þátt í stofnfjáraukningunni með lygum og prettum starfsmanna Glitnis. Og lentu síðan í purkunarlausum innheimtumönnum Íslandsbanka sem ætluðu að láta kné fylgja kviði og ganga að skuldurunum.

Nú er stundarhlé að minnsta kosti, þar sem héraðsdómur taldi sannað að forsendubrestur fyrir innheimtu hafi átt sér stað. Væntanlega fer nú málið til Hæstaréttar, þar sem Steingrímur J. leggur línurnar að venju með tilliti til hagsmuna bankakerfisins. Svo ekki er öll nótt úti hjá Íslandsbanka með þá fyrirætlan sína að gera þúsundir heimila gjaldþrota.

Þeir sem seldu sín bréf til skúffufyrirtæksins Exeter Holdings,  Ragnar Z. sparisjóðssjóari BYR, Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður BYR og MP banki,  greiddu  MP-banka með peningum sem þeir tveir  fyrrnefndu hrömsuðu úr sjóðum BYR. Þeir verða hugsanlega að borga eitthvað til baka þar sem þeir hafa verið ákærðir fyrir tiltækið.  En  Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmaður í BYR,  náði á sama hátt að selja sín bréf í gegnum MP banka til Exeter Holdings fyrir 200 milljónir í seinni snúningi á málinu,  sleppur hinsvegar við ákæru og lifir líklega einn fárra stofnfjárfesta í BYR-sparisjóði  við hamingju hér eftir.

 Áætlun samsærismanna gekk útá það að gera Exeter Holdings gjaldþrota og þarmeð væri snjóað í sporin. Slitastjórn BYR situr uppi með verkið þannig að þetta heyri brátt  sögunni til og mál þessi gleymist.

Allavega er núna fenginn stundarfriður fyrir þá sem í gær horfðu fram á gjaldþrot sitt. Hinsvegar á svo Steingrímur J. líklega  eftir að koma og heimta tekjuskatt af niðurfellingunni ef að líkindum lætur. Píslum stofnfjáreigenda er langt í frá lokið þó stundarfriður hafi fengist.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband