Leita í fréttum mbl.is

Tillögur Sjálfstæðismanna

um leiðir út úr kreppunni hafa legið fyrir um langt skeið.

Eftirfarandi upplýsingar er að finna á síðu Tryggva Þórs Herbertssonar:

„ Frá miðju ári 2008 hafa um 22.500 störf tapast á Íslandi. Um 13.000 einstaklingar eru nú atvinnulausir og tæplega 10.000 hafa horfið af vinnumarkaði – sest í helgan stein, farið á örorkubætur eða einfaldlega flutt úr landi og hafið nýtt líf í öðrum löndum. ........

Tillögur Sjálfstæðisflokksins miða að því að hér á landi verði skapað umhverfi þannig að til verði 22.000 störf á næstu tveim til þrem árum. .....

...Við viljum lækka tekjuskatta einstaklinga um 10 milljarða á næsta ári og draga skattahækkanir ríkistjórnarinnar að fullu til baka árið 2012. Við viljum verja 10 milljörðum til að afnema óhagkvæma skatta 2011 og sömu upphæð 2012. Við viljum hverfa frá áætlunum ríkistjórnarinnar að hækka skatta um 11 milljarða á næsta ári.....  "

Hvernig virkar þetta?

 ...“Hvert nýtt starf þar sem einstaklingur fer af atvinnuleysisbótum og í vinnu bætir afkomu ríkissjóðs að meðaltali um 3 milljónir króna. Tillögur okkar gera ráð fyrir að til verði 12.000 ný störf á næsta ári – um 4.000 við uppbyggingu í orku- og stóriðjugeirunum og um 8.000 í litlum og meðalstórum fyrirtækjum en í slíkum fyrirtækjum vinna lang flestir Íslendingar. ...

Í tillögunum er gert ráð fyrir að tekið verði gjald af fjármálastofnunum fyrir yfirlýsingu um ábyrgð ríkisins á bankainnstæðum. Gjaldið gefur um 5 milljarða. Þá er lagt til að inngreiðslur í séreignarsjóði landsmanna verði skattlagðar. Þetta gefur ríkissjóði um 80 milljarða í auknar tekjur fyrsta árið. Samtals eru þetta því 121 milljarður. .....“

Ekki hefur verið hlustað hið minnsta á þessar tillögur af ríkisstjórnarliðinu. Þar kemst helst ekkert annað að en umsóknarferlið að Evrópusambandinu og innflokkadeilur.

Ég held að margt sé gott í þessum tillögum Sjálfstæðismanna. Hinsvegar hef  ég ekki skilið það ennþá hversvegna skrefið er ekki stigið til fulls með lífeyrissjóðsgjöldin. En það er að inngreiðslur verði skattaðar beint og lífeyrisgreiðslur verði því skattfrjálsar. Maður spyr sig hversvegna stjórnir lífeyrissjóða eiga að fara með þetta fé fremur en opinberir aðilar  og hugsanlega tapa hluta þess eins og dæmin sanna.

Þjóðin viðist samt vera farin að sperra eyrun eitthvað ef marka má skoðanakannanir. Enda virðist fátt framundan  hjá ríkisstjórninni nema meira af því sama. Og það er greinilega ekki að virka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það verður verðugt verkefni fyrir "Auð-vita flokkinn" að leysa úr þessu öllu saman eftir næstu kosningar.... en auðvitað hafa meðlimir "Auð-vita flokksins" meira vit á peningamálum þjóðarinnar en flestir aðrir og vonandi verður þú, Halldór, einn af stofnendum flokksins sem mun m.a. gera út á auð og ógild atkvæði.....!

Meðan við sitjum uppi með ríkisstjórn og ráðgjafa AGS sem virðast halda að það sé vænlegast til árangurs að skattpína samfélagsins þegna, þá er nú tæpast von að okkur miði mikið áfram.

Og ruglið með að leggja niður heimili fyrir aldraða á landsbyggðinni og loka sjúkrastofnunum úti á landi er því líkt endemis rugl og stofnar heilsufari þjóðarinnar í stórhættu og virðist vera að fjölga dauðsföllum verulega, þó þeir sem stýra þessu kerfi séu kannski tregir á að horfast í augu við slíkt. En hvaða vit er í að loka sjúkrastofnunum á landsbyggðinni og sitja svo uppi með yfirfullan Landsspítalann þar sem 650 rúm eru til staðar en sjúklingar vel áttunda hundraðið? Getur ríkisstjórn sem svona stendur að verki kallað sig "velferðarstjórn"? Hún tekur sér þá það nafn í nafni eigin velferðar en ekki þegnanna...

Ómar Bjarki Smárason, 23.1.2011 kl. 12:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja Ómar, þú hefur gaman af orðaleikjum. Ef þú breytir einum staf í velferðarstjórninni færðu þá ekki út ákveðna lausn á vandamálum suðrusendra ellibelgja?

Halldór Jónsson, 23.1.2011 kl. 17:04

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ja - Halldór - það þarf nú oft ekki mikið til að skilja á milli feigs og ófeigs, en sú litla tunna sem situr nú í stjórnarráðinu virðist nú samt ekki líkleg til að velta litlu hlassi, hvað þá því þunga sem fyrir henni liggur.

En ég verð nú að viðurkenna að mér finnast stjórnmálin hér á landi vera líkari tragedíu en gamanleik og fæ mig ómögulega til að taka þau alvarlega.... Til að lifa af er því nauðsynlegt að reyna að finna á þessu öllu saman skoplegar hliðar.... og þær eru nú ansi margar ef grannt er skoðað.... og þegar grannt er skoðað má e.t.v. stundum komast í feitt, eða þannig...!!!

Ómar Bjarki Smárason, 23.1.2011 kl. 20:53

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Það vantar að hér fái nýtt fólk að taka til höndunum. Til þess verður að grisja verulega í þessu endemis liði sem klæðir bekki Alþingis núna og á þar ekkert erindi. Aðeins ný áhöfn getur tekið til hendinni. Leggðu Sjálfstæðisflokknum lið í þeirri viðleitni, það er eini sjénsinn til að breyta einhverju.

Halldór Jónsson, 23.1.2011 kl. 22:31

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég hef bara það mikið að gera, Halldór, að ég hef ekki tíma til að taka við sem formaður, en þakka þér nú samt fyrir að hugsa til mín....!

En einhverjir verða víst að standa í því að hala inn þá mynt sem þú hefur einna helst að við tækjum upp og það er einmitt það sem ég er að reyna þessa dagana.... Þar liggja tækifærin og þeim þarf að sinna....

Ómar Bjarki Smárason, 23.1.2011 kl. 22:37

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hit severely by the 2008 financial crisis and economic downturn, Iceland underwent an economic recession, following the collapse of its banking system and the devaluation of the national currency. Nevertheless, the country's economic base remains strong and the prospect of EU membership is expected to have a stabilising effect on the Icelandic economy. Already, the economy has been gradually making headway out of the crisis, with some encouraging signs of stabilisation and the IMF stabilisation programme on track.

http://ec.europa.eu/enlargement/candidate-countries/iceland/relation/index_en.htm

Hér er gefið í skyn að raunhagvöxtur: [hagvöxtur þegar búið leiðrétta vegna raun innra gengis eða vegna verðbólgu]  

Verði stöðugur á Brussel mælikvarða. Samkvæmt þeirra grunnlegur í samræmi við hlutfallslega stöðugleika  annarra meðlima ríkja.

Er til einhver sem telur Seðlabanka EU hag af því að veikja evru gagnvart krónu? Hann undir Kommission, stýrir mestu af framboðinu samkvæmt lögum EU.

Gallinn við þessar tillögur XD er að Ísland er ekki lengur hugsanlegur Kandidat  heldur óformlegt Meðlima-Ríki, runnið undir Brussel. Eðlilegt þykir að sama atvinnuleysi ríki í öllum Ríkjunum í samkeppni. Evrópskir farandverkamenn eiga að svo eyða öllum skammtíma þenslu toppum einstakra Ríkja. Kallast  frjálst vinnuaflsflæði. 

Raunhagvöxtur er annað orð yfir arð fjárfesta sem mun enda í Soho í framtíðinni. Við fáum aftur á móti mest af hagvextinum í formi endurfjármögnunar þangað til ekki verður hirtur meiri raunhagvöxtur af Íslandi.  Sem er sennilega staðan þegar við eru ekki lengur  potential, heldur að bíða efir skírteininu.

AGS samkvæmt grunnlögum EU kemur inn á milli 3 aðlia ríkja þegar ágreiningur kemur upp af viðskipta jöfnuði. Með LISSABON getur hann líkað gengið in á Milli Meðlima Ríkja og Brussel. EU hefur nú um 36 % umboð : ein rödd í þessum gengisjöfnunarsjóð á móti um 150 atkvæðum annarra þjóða heimsins.  

Ég spyr líka hvers vegna ekki ?

Ég held að margt sé gott í þessum tillögum Sjálfstæðismanna. Hinsvegar hef  ég ekki skilið það ennþá hversvegna skrefið er ekki stigið til fulls með lífeyrissjóðsgjöldin. En það er að inngreiðslur verði skattaðar beint og lífeyrisgreiðslur verði því skattfrjálsar. Maður spyr sig hversvegna stjórnir lífeyrissjóða eiga að fara með þetta fé fremur en opinberir aðilar  og hugsanlega tapa hluta þess eins og dæmin sanna.

Enn fremur á að taka fasta upphæð af öllum og leggja í grunnframsjóð allra óvinnufærra og þeirra sem eiga undir 3.000.000 í lausafé, sem átt hafa hér lögheimil og búið í 18 ár.  Upphæðin til skiptingar úr sjóðnum verið max 180.000 krónar  á mánuði.  Þetta mynd einfalda allt sjóðkerfi og öll bókhöld. Þá er hægt leifa öllum gert flest allt sem þeir vilja á eigin ábyrgð í samræmi við lög. Sjóvá var ekki illa rekið fyrirtæki. Illa rekin fyrirtæki tapa fjámunum. Annað hvort leggur maður þau niður , eða sparkar öllum lykilaðlum í þeim. Sovét Ísland gerir það náttúrlega ekki. Jafnvel ekki vinstri flokkar lengst til hægri að miðju. Gamli Sjálfstæðiflokkurinn stækkaði kökuna og sjálfan sig með í framhaldi. 

Júlíus Björnsson, 24.1.2011 kl. 02:48

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Júlíus,

það er margt til í þessu hjá þér.

Halldór Jónsson, 24.1.2011 kl. 08:00

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér kemur lykilatriði hjá texta ritskoðara. Devaluation => stabilisation.

Í frönsku nám mínu þá er gerð skýrð krafa til úrvals menntaskóla nema að birta alltaf rökfræðilega samtenginu í texta. [Fyrir kennarann].

Hinsvegar fékk þau svör frá innfæddum að hinir meiriháttar þyrftu ekki að gera það og létu lesandann, áheyrandann um það sjálfan. 

Ég tel þetta vera setningar samhengistenginguna.  Auðvitað geta menn litið svo á að samhengið sé  annað.

Þennan lestrarskilning lærði m.a. Sæmundur fróði. Ólafur Hvítaskáld.

Ágætis lesskilningur á að mælast í prófum. Ég les að lámarki skoðanir þeirra sem hafa staðfestan ágætis lesskilningi í greininni sem um ræðir. Fljótur að greina hina frá.

Júlíus Björnsson, 24.1.2011 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband