Leita í fréttum mbl.is

Vantar ekki stjórnmálamenn?

sem geta talað um fyrir þjóðinni án þess að sífellt sé verið að nugga þeim sjálfum uppúr einhverjum skítamálum. Einhverja menn sem hafa reynslu án þess að vera í vandamálum upp fyrir haus, einhverja sem geta talað við hina verr settu á máli sem þeir skilja.

Mér finnst stundum að ekkert gerist í íslenskum stjórnmálum fyrr en fæðist nýr maður sem getur talað um fyrir þjóðinni eins og hann Einar Oddur gat. Rökfastur, góðviljaður og þolinmóður sem allir lærðu að treysta vegna þess að hann væri ekki flæktur í einkavandamálum sem alltaf þarf að verja áður en nokkuð annað er rætt. Þegar þeir Einar Oddur og Guðmundur Joð voru komnir saman að skynsamlegri niðurstöðu þá dirfðist enginn enginn að vera á móti og allir lögðust á árarnar með þeim.Það vissu allir að þetta voru alvörukallar með lífsreynslu sem vissu hvað þeir voru að segja. Þannig náðist þjóðarsáttin fram sem dugði í fjögur kjörtímabil hérumbil og skilað þjóðinn áfram í kaupmætti sem aldrei fyrr á Davíðstímanum.

Nú hefur heimskan aftur náð völdum og engir þungaviktarmenn eins og þessir kallar voru eru í augsýn. Nóg af allskyns mjálmurum og samráðskellingum með allskyns kenningar án þess að hafa reynslu og saltan sjó að baki.

Ég skil ekki af hverju kona eins og hún Rannveig Rist getur setið við bræðslupottana í Straumsvík lon og don án þess að vera sótt til að reyna að hjálpa okkur vesalingunum. Þar er alvörukelling sem enginn þarf að efast um að getur talað af viti og reynslu.Ég tek það fram að ég þekki hana ekki neitt, hef því miður aldrei talað við hana og veit ekkert um hana annað en það sem allir geta lesið sér til um. Vantar okkur ekki eitthvað svona fólk í þessum vandræðum öllum? Fólk af alþýðustigum, sem hefur unnið sig upp og þekkir heiminn?

Vantar okkur ekki sárlega betri stjórnmálamenn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Heiminn vantar foringja. Ekki bara Island.

Björn Emilsson, 16.3.2011 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband