Leita í fréttum mbl.is

Aumingja Steingrímur

varð mér að orði eftir að lesa þær hroðalegu lýsingar á stjórnarháttum hans í Þingflokki VG sem fram koma í yfirlýsingu brotthlaupsfólksins, Atla Gíslasonar og Lilju Mósesardóttur. Þessar lýsingar á framferði forystunnar eru slíkar, að nokkurt einsdæmi hlýtur að vera í íslenskri pólitík, þó að ýmsar sögur hafi farið af skaplyndi manna úr þeirri starfsstétt. Eftir lýsingarnar hlýtur maður að velta fyrir sér hvaða mann þessi Steingrímur hafi að geyma bak við tjöldin. Eru þessar lýsingar í takt við manninn, sem lét hendur skipta í reiðikasti á Alþingi? Er þessi maður slíkur skapmaður að hann varni samstarfsmönnum sínum og flokksmönnum máls? Ekki er slíkt beinlínis til vinsælda fallið í stjórnmálaflokki né líklegt til árangurs. En vissulega er slík hegðun stundum ágeng þróun hjá fólki sem er búið að vera lengi í forystu. Þá brestur þolinmæðina yfir þeim sem eu skilningstregir og ekki nógu hlýðnir.

Oft hefur maður samt dáðst að þeim sannfæringarkrafti sem Steingrímur sýnir í ræðustól. Og fljótandi mælskunni hvað sem innihaldinu líður og liggur oft fjarri okkur íhaldsmönnum. En hvað á fólk að halda um skapgerðina og það sem á gengur baksviðs, þegar maður bara les það sem skrifað stendur?

Því finnst mér ástæða til að vorkenna svo langreyndum flokksforingja sem Steingrímur er og fær slíkar traktéringar í lok samstarfs við það hæfileikafólk sem þarna á í hlut. Hvernig sendur á því að þetta fer svona klaufalega hjá kallinum?

Því segi ég bara: Aumingja Steingrímur. Þarfnast hann ekki bara samúðar okkar?.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Halldór, ekki segja mér að þú trúir þessum undanvillingum! Lilja er búin að vera í fýlu alla sína þingsetu, út í allt og alla. Atli varð svo drullufúll þegar þingið setti snöruna bara á Geir karlinn (sem aldrei skyldi verið hafa), eftir að hafa gert allt sitt besta til að fá samþingsmenn sína dæmda til betrunarhússvistar. Þetta brotthlaup opinberar aðeins lýðskrum þessarar tvennu. Í mínum augum eru þau ekkert annað en hlægilegar útgáfur af því sem þingmenn eiga ekki að vera. Lýðskrumurum.

PS. Er að vinna færslu um þetta mál. Þú kannski kíkir. Frítt kaffi!

Björn Birgisson, 21.3.2011 kl. 18:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Atli og Lilja eru ásamt þingflokki hreyfingarinnar og Ólínu Þorvarðar hreinskiptasta fólkið á alþingi.  Hinir mættu allir taka pokann sinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 18:06

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir bæði: Það er að koma vor held ég. Er það ekki ?

Halldór Jónsson, 21.3.2011 kl. 18:20

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú það er að koma vor. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 18:24

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hvernig vor?

Björn Birgisson, 21.3.2011 kl. 18:27

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi vor með breyttum áherslum og nýjum tímum, ef við höldum vel á spöðunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 19:33

7 identicon

Heil og sæl; Halldór og Ásthildur Cesil !

Getið þið; jafn sköruleg og þið nú eru, ekki svarað Ísfirzka orðhenglinum - og óstjórnar bullunni Birni Birgissyni, betur en þetta ?

Svo; þarft þú, fornvinur minn, Halldór verkfr., að fara að sverja af þér, dyggilegan stuðning þinn, við óskapnaðinn í Valhöll (við Háaleitisbraut Reykvízkra), og slepjuna, Bjarna Benediktsson, úr Engey ættuðum, svo rómur þinn sé nú nægjanlega skýr, héðan; í frá, að minni hyggju.

Bið vitaskuld; ekki afsökunar, á hreinskilni minni nú - fremur; en endranær, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 20:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óskar minn ég get alveg svarað Birgi betur en þetta, en mér þykir svolítið vænt um karlinn.  Þetta er besta skinn og ég held að hann sé einhversstaðar á reiki og viti ekki alveg í hvorn fótinn hann á að stíga lengur í pólitísku samhengi, hann er skynsamur og sér að það er ekki hægt að verja þessar ríkisstjórn með fullri sæmd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 20:39

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Fornvinur góður Óskar Helgi

Mér finnst þú brúka ósæmandi orð um góðan dreng sem hann Bjarni er. hann bað ekki um að fæðast inn í Engeyjarættina. En sú ætt er margra ætta mest og best þar sem hún hefur alið af sér mikið mannval. Ég kaus hann Bjarna á landsfundi.

Ég fylgi honum sem formanni í öllum málum nema Icesave. Því get ég ekki greitt atkvæði þar sem barnabörnin mín áttu ekkert í landsbankanum og stofnuðu ekki til neinna skulda þar. Landsbankinn getur borgað sínar skuldir sjálfur, ekki þau. Þcví segi ég nei. Ég slæ ekki undan af prinsípaástæðum og þigg ekki frið sé kostur á ófriði fremur en aðrir þeir fornkóngar sem við þekkjum báðir.

Hver verða pólitísk afdrif Bjarna og jessmanna ef þeir verða undir veit ég ekki. Það er þeirra mál.

En ég segi NEI við Icesave.

Halldór Jónsson, 21.3.2011 kl. 20:40

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn minn, það var einu sinni vor í Prag. Nú er það bráðum líka í Grindavík.

Halldór Jónsson, 21.3.2011 kl. 20:42

11 Smámynd: Björn Birgisson

Ætlar þú þá, Halldór minn, þegar vorið kemur, með fuglasöng og birtu, að fá þér bíltur og koma í kaffi? Kannski í góðan göngutúr? Hafðu Baldur Hermannsson með þér. Það væri bara gaman! Ertu golfari?

Björn Birgisson, 21.3.2011 kl. 22:04

12 Smámynd: Björn Birgisson

Ásthildur Cesil, Vestfirðingur góður, gerðu mér þann greiða að gera mér ekki upp skoðanir! Ég á svo mikið af þeim fyrir!

Svo sé ég að að meistari orðhengilsháttarins hefur komið í heimsókn til Halldórs! Maðurinn sem fæddist tveimur öldum of seint!  Skuggaleg meðganga hefur þetta verið!

Björn Birgisson, 21.3.2011 kl. 22:28

13 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Halldór og Ásthildur Cesil !

Mér láðist víst; að árétta áðan, hversu áþekkir þeir væru, Ísfirzka flónið (BB), og Jóhann Hauksson, búktalari Steingríms J. Sigfús sonar, að ógleymdum : Jónasi Kristjánssyni og Illuga Jökulssyni, í öllum búverkum, Þistilfirzka uppskafningnum, til handa - og þægðar.

Hvert er; siðferði manna, eins og Björns / Jóhanns Haukssonar / Jónasar Kristjánssonar og Illuga Jökulssonar, sem verja skila nefnda- og slita stjórna yfirboðarann út í eitt, vegna þess, að það er jú;; ÞEIRRA maður, sem ábyrgðina ber ?

Sannkallaðir; ómerkingar orðræðunnar, í íslenzkum samtíma, varmennin þessi - ykkur; Halldóri og Ásthildi, að segja.

Með; sömu kveðjum samt, sem áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 22:39

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Óskar minn kæri.  Og Björn ekki ætla ég að gera þér upp skoðanir, en segi bara ég hef lúmskan grun...................................

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 22:52

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir boðið Björn. Þú verður að bjóða okkur Baldri formlega þegar þú ákveður kaffið. Golf spila ég ekki en skala taka tennisleik við þig. En þetta yrði áreiðanlega skemmtilegt þar sem Baldur er með hressustu mönnum

Halldór Jónsson, 22.3.2011 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband