Leita í fréttum mbl.is

Ásmundur Einar

heldur því fram í Mogga að það komi engum við þegar þingmaður segi sig úr þingflokki. Þeir eigi bara að fara eftir sannfæringu sinni samkvæmt stjórnarskrá.

Ég er mjög ósammála þessu sjórnarmiði. Menn fara fram fyrir einhvern ákveðinn stjórnmálaflokk og fá félagsmennina til að kjósa sig útá það. Síðan gefa þeir frat í flokkinn og vinna gegn honum á vettvangi.

 Þetta er ekkert prívatmál þessara liðhlaupa. Þeir eru að svíkja kjósendur sína og eiga að sjá sóma sinn í að hypja sig af þinginu strax. Ásmundur á að hypja sig heim til sín, Lilja Mós, Atli Gísla og Þráinn Bertelsson líka. Og klofningsfólkið úr Hreyfingunni líka. Þetta fólk situr þarna inni með svikum við það fólk sem kaus það.

Burt með flokkssvikara hvort heldur er af Alþingi eða í sveitarstjórnum. Flokksstjórnir eiga í raun og veru að geyma undirritað afsagnarbréf frá hverjum fulltrúa sinna sem hægt er að framvísa fyrirvaralaust ef fulltrúinn rýfur trúnað við flokk sinn.

Ásmundur Einar Daðason og aðrir liðhlaupar: Snautiðið  heim !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Hver og ein einast ríkisstjórn sem hér hefur verið við völd, - hefur fram til þessa dags, -svikið kjósendur sína, æ, ofaní æ.

Ekki ein ríkisstjórn á jörðinni hefur enn tekið hagsmundi fólksins fram yfir hagsmundi fjármálastofnana og stórfyrirtækja.

- svo spurningin er: Hver á að segja af sér fyrst?

Vilborg Eggertsdóttir, 24.4.2011 kl. 15:24

2 identicon

Heill og sæll Halldór; og aðrir gestir, þínir !

 Sú mæta kona; Vilborg Eggertsdóttir sagði í raun, allt það - sem ég vildi sagt hafa, stutt; en hnitmiðað, eins og hennar var von og vísa, til.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 16:01

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Halldór eiga þá ekki Bjarni Ben og hans prelátar að hipja sig af þingi?Ekki veit ég betur en þeir fóru á skjön við samþiktir Flokksins.Við Sjálfstæðismenn hér í Eyjum erum ekki hressir með þá,við bíðum eftir næsta Lansfundi og sjáum þá hvað verður um Forustuna sem nú situr.

Vilhjálmur Stefánsson, 24.4.2011 kl. 16:48

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Vilborg,

þú ert að tala um allt annað mál en ég. Þetta eru hin almennu sannindi um svik kosningaloforða og Óskar Hlegi tekur undir það.

Vilhjálmur,

þetta lið á eftir að svara til um sín mál á landsfundi og í prófkjörum sést hvort eftirspurn verður eftir frekari þjónustu. Ég heyri á þér að þú ert ekki búinn að kingja þessu sem að okkur var rétt. Það er ég ekki heldur.

En ég er að tala um samband flokksins og frambjóðenda hans. Það samband er ekki bara á annan veginn frekar en hjónaband. Flokkshollusta er ekki skammaryrði heldur spurning um heiður manns. 

Halldór Jónsson, 24.4.2011 kl. 18:17

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Nú er ég þér algerlega ósammála og ég ber mikla virðingu fyrir Ásmundi Einari og hans staðfestu í sínum pólitísku skoðunum. Í tilviki Vg finnst mér miklu frekar spurning hvort flokksforysta sem gengur þvert á sín pólitíksu loforð sem gefin eru fyrir kosningar eigi ekki frekar að hipja sig, taka pokann sinn og leyfa öðrum að taka við. Það á jafnt við forystu Vg og Sjálfstæðisflokksins.

Illt skal með góðu út reka og vonandi losnum við pólitísku svikarana af Alþingi hið fyrsta.....!

Ómar Bjarki Smárason, 24.4.2011 kl. 20:20

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég veit ekki hvort þú hefur fylgst með stjórnmálum frá síðustu kosningum. Hef á tilfinningunni að það geti ekki verið.

Ásmundur, Lilja og fleir hafa einmitt sagt sig frá flokkum sínum vegna þess að þau ein hafa staðið við stefnu flokksins frá kosningum. Það er sitjandi flokksforysta sem hefur svikið í einu og öllu þau fyrir heit sem gefin voru og raunar forsendur kjörsins. Þessir Kvislingar sitja því algerlega umboðslausir í öllum megin efnum.  Einhver hefði jafnvel sagt það jaðra við kosningasvik.

Það er gleðiefni að þú skulir ekki hafa völd, talandi af því oflæti og hroka sem þú gerir.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2011 kl. 21:32

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Halldór er nú yfirleitt nokkuð réttsýnn maður, Jón Steinar, svo ég giska á að páskaeggið hans í ár hafið verið einu númeri of stórt! Vil alla vega leyfa honum að njóta vafans....!

Ómar Bjarki Smárason, 24.4.2011 kl. 21:47

8 Smámynd: Dexter Morgan

Ekki heyrði maður þessar raddir frá Hægri, þegar meginþorri þingflokks Frjálslindra (eða hvað þeir hétu nú), gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn um árið.

En ég er sammála Ómari og Jón Steinari; þingflokkurinn sem nú situr hefur svikið kjósendur VG, það er alveg á tæru (og tala ég þar af þeirri reynslu að hafa greitt þeim atkvæði mitt í síðustu þingkosningum). Þeir eiga að snáfa út og hleypa fólkinu að sem heldur tryggð við kjósendur; s.s. Atla, Lilju, Ásmund og fl.

Dexter Morgan, 24.4.2011 kl. 22:17

9 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta get ég ekki tekið undir Halldór þótt oftar sé ég þér sammála.

Engu að síður óska ég þér gleðilegra páska og lengi lifi frjáls skoðannaskipti

Gunnar Waage, 24.4.2011 kl. 22:55

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  •       Ásmundur veit vel hverju formaður V.G. talaði fyrir og lofaði með heitstrengingum,fyrir kosningar. Hann er bara ekki tilbúinn,að svíkja sína  kjósendur og fylgja formanninum í þessari sviksamlegu stefnubreytingu.

Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2011 kl. 00:37

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta allir. Nei Ómar, páskaeggið var ekkert og stórt hjá mér. Fékk þó að narta í leifar af einu hjá barnabörnunum. 

Mér er hinsvegar áhyggja af því hvernig þið sjáið þjóðfélagi stjórnað. Mér finnst ykkar hugmyndir vera all -anarkistalegar. Þið bendið aðeins á leiðir sem mér finnst leiða til  meiri upplausnar.

Mér finnst að þið viljið  ekki sjá nauðsyn þess að fulltrúalýðræðið fái að starfa óáreitt. Þjóðinni sé stjórnað af fólki sem er með skýrt umboð frá kjósendum og í sátt við sjálft sig.  

Mér skilst að þið trúið fremur á einstaka  snjallmenn, eins og til dæmis prófessor Þorvald Gylfason eða Ómar Ragnarsson, sem geti betur rekið eitt þjóðfélag en þjóðkjörið þing.   Framþróunin til skemmri tíma eigi að byggjast  á hinum einstökum  hugdettum útvalinna snjallmenna hverju sinni.

En þetta bara virkar ekki svona og virkar aldrei nema stutta umbrotatíma.

Hvernig verður þá einhver styrk stjórn möguleg  ? Hver á að hafa eftirlit með með næsta eftirliti  þegar allir sjá að eftirlitið síðasta  dugði  ekki?

Verðum við ekki að ná stöðguleika og samhentum meirihluta á Alþingi? Er þetta lið sem núna situr þar ekki  búið að sýna allar sínar kúnstir? getur það  meira?  Verðum við ekki að gefa uppá nýtt?

 Er það ekki aðeins stjórn fólksins, af fólkinu og fyrir fólkið sem gengur upp? Getur það  gengið nema að menn virði fulltrúalýðræðið en ekki brilljant hugdettur einhvers foringja, hvort sem hann heitir Bjarni Ben, Kleón sútari, Stalin eða eiithvað annað?  

Er nokkur einn handhafi viskunnar? Eru það ekki rökræðurnar og flokkar skoðanabræðra og systra sem eiga að komast að niðurstöðu eftir kosningar?

Verður ekki að kjósa þegar menn eru sammála um að það verði að gefa uppá nýtt?

New Deal? 

A New Deal eins og Rosewelt sagði er algerlega nauðsynlegt við þær alvarlegu aðstæður sem þjóðfélagið er núna statt í.

Þjóðin er núna að verða desperat í öngum sínum. Bíkstaflega allt rekst á annars horn. Allt of margt hefur brugðist. Við verðum að reyna aftur og aftur að fóta okkur þó straumurinn sé þungur.

Það dugar ekki að fimm séu formennirnir þegar á að ná brimlendingu.

Halldór Jónsson, 25.4.2011 kl. 01:07

12 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Stjórnarkreppan verður ekki leyst nema gefið sé upp á nýtt. Það er hins vegar spurning og áhyggjuefni hvenær þjóðin hefur forsendur til að velja nýtt þing. Stjórnmálaflokkarnir eru ekki tilbúnir til að stjórna og þeir einstaklingar sem gefa kost á sér til þeirra starfa hafa ekki til þess traust og þeir sem kannski væri hægt að treysta eru skiljanlega tregir til að gefa kost á sér. Hvernig hægt er að stjórna landinu þangað til við fáum hér starfhæfa stjórnmálaflokka á ný er því mikill höfuðverkur sem þú ert ekki einn um að hafa nokkra áhyggju af.

Ómar Bjarki Smárason, 25.4.2011 kl. 01:24

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það þarf að takmarka völd Íslensku Miðstýringarinnar við aðal og grunnatriði, og þá laga flokkarnir sig að því. Allir fulltúar löggjafans eiga að fara eftir sannfæringu sinni, en ekki sérhagmunapoti flokksforustunnar, sem er afleiðing of mikilla umsvifa Miðstýringarinnar.  

Júlíus Björnsson, 25.4.2011 kl. 05:22

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega ósammála þér Halldór af einni ástæðu bara. Að þú kallir þetta svik við flokk er gamla tímans hugsunarháttur.

Tryggð og trúnaður við flokkspólitístkt rugl og bull verður bara að víkja fyrir heilbrigri skynsemi. Dagar Jóhönnu og Steingríms eru liðnir og hvorugt þeirra ber skilning á hversu illa er statt fyrir þeim.

Og það hefur með þeirra persónlegu vandamál að gera og ekki hvað þau kunna í pólitík...

Óskar Arnórsson, 25.4.2011 kl. 08:58

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Háttvirtir andmælendur allir saman

Munið þið ekki eftir flokkaflórunni á Ítalíu á sínum tíma? Þar var alltaf stjórnarkreppa. Hvernig er það í föðurlandi Evrópusambandsins, Belgíu? Er einhver stjórn þar?

Hvernig sjáið þið fyrir ykkur Alþingi, þar sem svona 10-15 nýir flokkar væru samankomnir. Það þyrftu svona 6 að koma sér saman um að mynda ríkisstjórn. Hvernig hrosskaup yrðu það?

Þegar Ómar Bjarki segir að sjórnmálaflokkar séu ekki tilbúnir að stjórna, þá lýsir það aðeins fjarlægð jarðfræðingsins frá stjórnmálum yfirleitt. (Var ekki líka Steingrímur að læra jarðfræði einhverntíman?)

Sjálfstæðisflokkurinn til dæmis er ágætlega vel starfhæfur flokkur. Allt skipulagið er fyrir hendi og getur fúnkérað fyrirvaralaust. Flokkurinn velur sér forystumenn um allt land. með því er ekki sagt að þeir séu alltaf perfekt, það er langt í frá. En ef þeir eru nógu margir saman og þá því miður í góðu meirihlutasamstarfi við einhvern annan flokk, þá eru ekki sífelldar gíslatökur og blackmail uppi eins og þegar tæpir meirihlutar starfa. Þá eru meiri líkindi til að eitthvað takist. Sérstaklega ef vel tekst til með forystumennina.

Þið verið að vera raunhæfir og muna að stjórnmál eru list hins mögulega. Ekki einhverjar rakétturæður eins og Steingrímur var með hér á árunum heldur puð að grunnstefnu.

Þessi ríkisstjórn sem sumir ykkar studdu til valda, hafði líka fallega grunnstefnu. Hvað er með hana núna? Er hægt að reka Steingrím og setja Ásmund og Lilju Mós í staðinn? Gengur þá allt upp? Senda Jóhönnu í frí og Össur á spíssinn?

Drengir mínir, hugsið þið ykkar ráð aðeins og hættið þessum slagorðum. Flokkar eru forsenda fulltrúalýðræðis. Þeir þurfa að vera stórir en ekki smáir. Og mönnum þarf að þykja vænt um þá og virða þá ofar sjálfum sér.

Halldór Jónsson, 25.4.2011 kl. 09:36

16 Smámynd: Benedikta E

Sæl öll - Sjálfstæðismenn vilja Landsfund - STRAX - svo hann megi vera afstaðinn fyrir komandi kosningar sem styttist óðum í - Sjálfstæðismenn fylkja sér ekki í brimvörn fyrir Jóhönnu óstjórnina!!! Sjálfstæðismenn standa þétt saman gegn öllu krata kjaftæði innanflokks sem utan -  Sameinuð stöndum vér - !

Benedikta E, 25.4.2011 kl. 09:47

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bændaflokkurinn í Ítalaíu startaði mótmælaflokki gegn ráðandi Ríkisstjórn á sínum tíma og var allt vel meint hjá honum til að byrja með.

Svo breyttist þessi flokkur vegna grægði sona bændanna og varð neikvæðasta sýstem í landinu og er enn. Enn samt valdamikill og stýrist af hreinni græðgi.

Gengur undir nafninu Mafían í dag og er bara vandamál fyrir þjóðfélagið...

Óskar Arnórsson, 25.4.2011 kl. 09:57

18 Smámynd: Svavar Bjarnason

Ef þessir þremenningar eru svona óánægð með ESB mál stjórnarinnar, hvers vegna í andsk***** voru þau að samþykkja stjórnarsáttmálann?

Svavar Bjarnason, 25.4.2011 kl. 14:19

19 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Seint hélt ég að þú yrðir nú svo rökþrota, Halldór minn, að þú þyrftir að grípa til þess að bera saman menntun okkar Steingríms J og reyna þannig að gera lítið úr okkar pólitík, þó ólík séu viðhorfa okkar jarðfræðinganna.

Ég get gripið til neðanbeltishögga einnig og haldið því fram af nokkurri sannfæringu að þá fyrst hafi farið að halla undan fæti í rekstri bankanna þegar þeir stigu það óheillaspor að ráða verkfræðinga í stjórnunarstöður bankanna!!!

Ómar Bjarki Smárason, 25.4.2011 kl. 22:27

20 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar minn

hvort móðgaði ég þig með því að minna á að Steingrímur hefði verið að læra jarðfræði eða móðgaði ég þig á að nefna það það þin jarðfræði væri ekki það verkfæri sem hvorki þér né Steingrími dygði til að gefa Sjálfstæðisflokknum einkunn um það hvort hann væri tilbúinn að stjórna. Það er ekki einu sinni hægt að nota verkfræði til að svara því, aðeins hyggjuvit, sem þú átt nóg af og að minni hyggju, meira en Steingrímur.

Halldór Jónsson, 26.4.2011 kl. 16:15

21 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Við erum nú ekkert voðalega móðgunargjarnir, Halldór minn. Enda kannski eins gott. En þar sem ég talaði um stjórnmálaflokkana í svari sem þú vitnaðir til, þá átti reyndar að standa að stjórnarandstöðuflokkarnir væru ekki stjórntækir. Meðan nauðsynleg "ormahreinsun" hefur ekki átt sér staða í þeim annars ágæta Sjálfstæðisflokki, þá er ég ekki einn um að telja hann ekki stjórntækan og það er mín skoðun að hann eigi að standa utan stjórnar þangað til þeir sem þar ráða hafa vit á því að hreinsa til. Fyrr en það er gengið í gegn á flokkurinn ekki erindi í stjórn og landið verður í raun stjórnlaust vegna ábyrgðarleysis flokksins, sem þar með ber orðið ábyrgð á stjórnleysinu. Og vonandi getum við talið niður á dagatalinu þann tíma sem þetta tekur þann ágæta flokk en þurfum ekki að grípa til jarðfræðilega tímatalsins sem við Steingrímur J notum gjarnan.... og þar liggur lítið á því þar höfum við meira að segja svigrúm til að bíða eftir því að jörðin jafni sig á þessari hækkun á CO2 og Global Warming sem margir hafa áhyggjur af í dag.

En varðandi fjölda verkfræðinga hjá bönkunum og áhrif þeirra á stöðu fjármálakerfisins er nokkuð sem á eftir að rannsaka og það væri fróðlegt að gera smákúnstir með það í excel, þó ég sé ekki fyrirfram viss um að allir yrðu hrifnir af niðurstöðunni.... Það var nefnilega kominn hópur mann inn í bankakerfið sem hafði vit á flestu öðru en bankastarfsemi....

Ómar Bjarki Smárason, 26.4.2011 kl. 17:57

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

"CPI indexed mortgage fund" er ekki það sama og "CPI linked mortgage fund".

Ég er eini Íslendingur sem veit hver er munurinn að því er virðist. Þess vegna veit hvað álit alvöru fjármálamenn hafa á á áhugamanna liðinu hér. 

Júlíus Björnsson, 26.4.2011 kl. 21:40

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég bendi á að þetta er algengt á Íslandi og menn hafa yfirleitt á því sterkar skoðanir. Sterkar ? þannig að skoðanir falla yfirleitt að flokkslínum. Mér finnst eðlilegt að þingmaður yfirgefi þingflokkinn þegar hann getur bent á að farið hafi verið gegn ályktunum/ samþykktum t.d. landsfunda. Það á ekki að "taka hundinn á" allt sem flokksforysta gerir. Forysta stjónmálaflokks á að vera trú þeirri stefni sem hún boðaði kjósendum. Hundseðlið -! er það kannski kennt í háskólunum hvenær eigi að beita því?

Ég tæki varla mark á óróa fámenns hóps "fulltrúaráðs" sem beindist að því að mér bæri að ganga út af þingi vegna þess að ég hefði fylgt eftir boðaðri málefnastefnu. Ásmundur Einar er fulltrúi fjölmargra kjósenda annara en fulltrúaráðshópa í kjördæminu og situr á þingi í umboði allra sinna kjósenda.

Gleðilegt sumar!

Árni Gunnarsson, 27.4.2011 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3417957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband