Leita í fréttum mbl.is

Guðlaugur Þór

var góður á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun.

Guðlaugur fór yfir endurreikningsaðferðir bankanna á hinum ýmsu lánaformum. Hann hefur látið gera reiknivél sem fólk getur nálgast og notað á heimasíðu sinni. Það getur munað verulegum fjárhæðum á því hvernig bankar eru að reikna upp lán. Komu ýmsar furðulegar sögur upp á fundinum frá fólkinu, sem staðfestu mál Guðlaugs.  Er með ólíkindum hversu svívirðilega bankarnir koma fram gagnvart fólkinu í landinu þannig að munað getur tugum prósenta á útkomunni eftir því hvað á í hlut. Til dæmis taka bankar afborganir ekki inn í reikninga sem greiðslu inná höfuðstól láns heldur bara sem vaxtagreiðslur. Síðan nota þeir vexti til að hækka höfuðstólinn og reikna síðan vaxtavexti ofan á allt saman. Reiknivél Guðlaugs gæti hjálpað fólki til að verjast ofsóknum bankanna og er fólk hvatt til að fara á heimasíðu Guðlaugs Þórs og  notfæra sér hana. 

Guðlaugur Þór sagði það með ólíkindum, að tvær fullkomnustu skurðstofur landsins stæðu nú ónotaðar suður á Keflavíkurflugvelli vegna þess að Ögmundur Jónasson ráðherra kom persónulega í veg fyrir það, að þær yrðu notaðar af íslenskum læknum til gjaldeyrisskapandi verkefna við útlendinga. Svo þykist sami maður hafa áhyggjur af atvinnumálum á Suðurnesjum. Flest viðleitni ríkisstjórnarinnar beinist að því að koma í veg fyrir að eitthvað sé gert, sam hvert litið er.

Guðlaugur benti líka á, hvernig ríkisstjórninni tekst með dyggri aðstoð fjölmiðlaveldis síns, að láta stjórnmálaumræðuna stöðugt snúast um aukaatriði til að draga athyglina frá hinum aðkallandi málum. Nú blaðraði hún um kvótann og sjávarútveginn sem fæstir í stjórnarflokkunum botnuðu nokkuð í meðan bankarnir væru að eyðileggja heimilin og fyrirtækin á skipulagðan hátt. Hættan væri hinsvegar sú að þeim tækist þess vegna að vinna vanhugsað tjón á undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og því yrðu menn að halda vöku sinni á Alþingi og berjast gegn breytingunum í sjávarútvegi sem miðast við að færa vald frá útgerðarmönnum til stjórnmálamanna. Ekki var Baldur Halldórsson sammála þessu og lét óspart í ljósi sem engann undrar.

Guðlaugur Þór  fór vítt og breitt yfir hið pólitíska landslag eftir skæðadrífu spurninga frá fjölmörgum fundargestum. Guðlaugur sýndi það að hann er vel heima í öllum málum og bæði vígfimur og skemmtilegur, (allt að því "davíðskur" sic!)  í ræðustól. Hann vildi að stefnumál framtíðarinnar yrðu þau að skapa eign hjá fólki en ekki skuldir eins og allt kerfið snérist núna um.  Aðeins skuldir færðu mönnum vaxtabætur og fleiri félagsmálapakka. En eignir væru minna metnar og stundum gerðar refsiverðar en ekki verðlaunaðar. 

Guðlaugur ræddi skaðsemi gjaldeyrishaftanna og hvernig Árni Páll verði þau núna sem algera nauðsyn. Í hvert sinn sem þú drægir upp kreditkort erlendis þá væri maður niður í Seðlabanka að fylgjast með því hvað þú værir að kaupa.  Gjaldeyrir væri skammtaður til ferðalaga eins og allir vissu. En ekki hefði verið bannað að greiða fyrir vöru og þjónustu með kosrtum.  En samt hvefði sést til Steingríms J. Sigfússonar vera að taka út gjaldeyrir í hraðbanka erlendis.  En auðvitað er ekki sama að vera Jón eða séra Jón. 

 Halldór Ingólfsson verkfræðingur  og verktaki lýsti því á fundinum hvernig bankarnir og skattkerfið virtust vinna saman að  því að skipta um eignarhald á eignum félaga og fjölskyldna. Það væri stöðugt verið að útrýma öllu einkaeignarhaldi í landinu.  Hann sagði frá 400 manna fundi skuldara nú nýverið þar sem þessi vandamál hefðu verið krufin. Var það mál manna að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sinnt þessum málum alltof lítið og var skorað á Guðlaug að láta flokkinn bretta upp ermar og láta sig þessi mál meira varða. 

Þetta leiddi í huga áheyrandans þá hugsun að fólk ætti að fara að minnast þess oftar að banki er einskis vinur hvað sem hann auglýsir fallega og liríkt.   Faðmlag bankans er oftar banvænt fyrir þann sem í það fer.  Lán er nefnilega oftast ólán þess sem það tekur . Bankinn á sér engan annan tilgang en að ná af þér fé, til að græða sjálfur.  Nema þú sért nógu stór og tengdur til að fá þín  lán afskrifuð eins og útrásarvíkingunum mörgum hlotnaðist og geta því búið í vellystingum erlendis í friði fyrir hálfónýtu réttarkerfi Íslands.

Steingrímur J. fjármálaráðherra skýtur sér svo á bak við það,  að  bankarnir séu í eigu erlendra kröfuhafa þegar hann er spurður út í hvernig á þessum vanda standi.  Bankarnir rukki þess vegna allt af hörku upp í topp þó þeir hafi fengið lánin á spottprís þegar þau voru yfirtekin útúr þrotabúum gömlu bankanna.  Þess vegna hafi Steingrímur og Jóhanna ekkert getað gert í skjaldborginni sem þau lofuðu að reisa um heimilin og fyrirtækin.  Sem margir telja núorðið að sé auðvitað lygi eins og flest annað sem fram kemur úr þeirri átt.

Eftir því sem ég hef fregnað best í gegnum leyndarþokuna sem yfir grúfir, þá  hefur ekki eitt einasta hlutabréf í bönkunum skipt um eigendur. Eftir því veru þeir  allir í eigu og umsjá Steingríms J. Sigfússonar  sem umboðsmanns fólksins en ekki erlendra kröfuhafa. Allar misgerðir bankanna gagnvart fólkinu eru  því beint á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem sannar með þessu framferði að hún hefur tekið stöðu með "auðvaldinu" gegn hagsmunum" fólksins", eins og venjan var í kommúnistaríkjunum gömlu. Hún hefur gefið bönkunum veiðileyfi á almenning þessa lands. og því er þessi  ríkisstjórn óvinur fólksins númer eitt.

Það þekkja margir,  að kommúnistar og fylgifiskar þeirra hafa ausið Guðlaug Þór miklum auri fyrir það, hversu duglegur hann var að afla fjár í kosningasjóði sína. Þeir reyna að kalla þetta mútur og þaðan af verra til að sverta persónu Guðlaugs Þórs.  Þetta hefur náð langt inn í raðir sjálfstæðismanna sem því eru óduglegir að verja sitt fólk.  Ekkert af þessum ásökunum stenst samt neina  skoðun eða vekja spurningar um einhvern óheiðarleika.  Það var aðeins meiri dugnaður Guðlaugs Þórs sem færði honum meiri árangur á þeim sömu fjármálamiðum sem aðrir stjórnmálamenn  réru líka á.  Það var ekkert bannað að taka við styrkjum til stjórnmálastarfs og á heldur ekki að vera það nema ríkið taki alfarið að sér að kosta stjórnmálabaráttu. Yrði það betra? Og hvar myndi slíkt enda? 

Mér finnst persónulega að stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eigi að kosta sig sjálfir og fjármál þeirra komi engum við, allra síst andstæðingaflokkunum eða öfundarkommum. En fjölmiðlarnir vilja bara tala um Guðlaug Þór af því hann er sjálfstæðismaður og meðal duglegustu þingmanna meðan hinir eru vinstrimenn.  Hræsnin og tvöfeldnin eru purkunarlaust notuð af fjölmiðlum landsins sem eru allir vinstra megin í pólitíkinni nema Morgunblaðið eitt og svo auðvitað sjónvarpsstöðin  ÍNN, þar sem Guðlaugur Þór er reglulegur gestur.   

Að lokum upplýsti Guðlaugur Þór að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins myndi taka ákvörðun um landsfund flokksins á fundi sínum á næsta miðvikudag.

Ég færi Guðlaugi Þór þakkir mínar fyrir góðan fund í Kópavogi í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ekki getum við í Eyjum þakkað Bjarna Ben og Ólöfu Nordal fyrir góðan fund á dögonum. Fyrir hverja vinna þau fyrir í dag? þau eru máttlaus sem Formenn Flokksins,við eigum betra skylið en hafa þau í foristu. Að endingu er það rétt hjá þér það er óþarfi að henda aur og skít í Guðlaug þór, og þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem það hafa gert eru ekki á  vetur ásetjandi.

Vilhjálmur Stefánsson, 21.5.2011 kl. 17:00

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það að skera upp ríka útlendinga á skurðstofu í Reykjanesbæ gæti alla vega flokkast undir þetta "annað" sem Steingrímur og Jóhanna vilja frekar gera en að leggjast í stóriðju og hefðbudna ferðaþjónustu....!

Ómar Bjarki Smárason, 22.5.2011 kl. 02:28

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þakka þér þessa samantekt. - VS árásirnar á Guðlaug eru þeim til skammar sem þær fremja - Ómar - þetta og fleira eru smánarblettir sem Guðlaugur hefur reynt að fá ráðamenn til að afmá og það strax - Ögmundur - Álfheiður - Guðbjartur - hlusta ekki - skilja ekki - heyra ekki - sjá ekki -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.5.2011 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418195

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband