Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson

skrifar lærðar greinar í Fréttablaðið á laugardögum. Um margt eru athuganir Þorsteins stundum djúpar og hann skyggnist oft skemmtilega undir yfirborð málanna. En honum skeikar líka svo um munar.

Tölum dæmi frá í dag. Hann segir m.a.:


..."Rökin fyrir aðild eru þau fyrst og fremst að halda áfram, í ljósi nýrra og breyttra aðstæðna, því samstarfi við Evrópuþjóðirnar sem við hófum með inngöngunni í Atlantshafsbandalagið. Markmiðið er að treysta viðskiptafrelsið og peningamálastjórnina í nánu samstarfi við þær þjóðir sem næst okkur standa í menningarlegum- og pólitískum efnum... "

Hvernig getur Þorstein dottið það í hug að innganga í Atlantshasbandalagið 1949 hefi verið upphaf samstarfs við sundurtættar Evrópuþjóðir ? Ég man ekki betur en bardaginn á Austurvelli, hvern ég horfði á sjálfur,  hafi verið milli kommúnista sem vildu fara í fang Sovétríkjanna og þeirra sem vildu taka sér stöðu með Bandaríkjunum í þeirri baráttu sem hafin var í kaldastríðinu. Hér voru sterk pólitísk öfl sem vildu koma landinu til samstöðu með austurblökkinni. Þessi öfl stóðu fyrir áhlaupinu á Alþingishúsið þegar sýnt var að lýðræðisflokkarnir vildu leita skjóls hjá Bandaríkjunum gegn Sovétveldinu. Kóreustyrjöldin braust svo út og sýndi svo um munaði að smáþjóðum var ekki óhætt einum og sér. Hún hnappaði þjóðum í Evrópu saman undir forystu Bandaríkjanna gegn risaveldum kommúnismans í Kína og Sovétríkjunum. Samstarfið var ekki á hinn veginn eins og Þorsteinn virðist halda.

Enn segir Þorsteinn:

..."Slíkt samstarf er besta leiðin til að skapa stöðugleika og traust á markaðslegum forsendum. Það er leiðin til hagvaxtar. Þetta snýst um þá spurningu í hvaða umhverfi hagsmunir Íslands eru best tryggðir til framtíðar. Evrópuandstæðingar hafa í engu reynt að tala gegn þessum grundvallarröksemdum..."

Það er eins og Íslendingar hafi alls ekki verslað við Bandaríkin á þessum árum. Þegar markaðir lokuðust í Evrópu voru það Bandaríkin sem tóku við öllum útflutningi landsins. Aðeins miklu seinna fóru viðskiptin að beinast meira til Evrópu enda mun styttri leiðir að fara. Hann viðist heldur ekki meta það viðskiptafrelsi mikils sem Íslendingar hafa notið um árabil til austurs og vesturs. 

Þaprsteinn virðist gersamlega skauta fram hjá baráttunni við Evrópuþjóðirnar út af landhelginni og þeims viptingum sem því fylgdu. Þá minnir mig að hér hafi verið nógir Evrópuandstæðingar sem sáu hversu fánýtt það er að setja allt á eitt spil þegar hagsmunirnir eru ótvíræðir mestir að hafa frelsi til viðskipta. Slíkt fæst ekki með því að láta múra sig inni í tollabandalagi eins og Evrópusambandinu og færa svo sem rök fyrir því að með því munum við fá allskyns dúsur í staðinn fyrir frelsið.   

Þorsteinn færir rök sín fyrir afsali sjálfstæðisins með þessum orðum:

..."Þess í stað hafa þeir notast við hræðsluuppskriftir, ýmist nýjar eða gamlar, frá neihreyfingum aðildarlandanna. Sú elsta hefur verið notuð í meira en hálfa öld í öllum aðildarríkjunum. Það er hræðsluáróður um Bandaríki Evrópu. Kjarni málsins er sá að þessi staðhæfing er ekki enn orðin að veruleika og er því ólíklegri sem aðildarríkjunum fjölgar. Pólitískur og menningarlegur margbreytileiki aðildarríkjanna er nú meiri en áður og einsleitnin að sama skapi minni. Nýrri innflutt hræðslukenning felst í því að benda á alvarlegan efnahagsvanda nokkurra aðildarríkja. Síðan er aðstoð Evrópusambandsins við þau gerð tortryggileg. Hún á að sýna að þau hafi misst sjálfstæði sitt. Ísland lenti utan Evrópusambandsins í dýpri kreppu en nokkurt aðildarlandanna. Við þurftum á aðstoð að halda. Hún var bundin margs konar skilyrðum meðal annars um fjárlög og peningastefnu. Þetta eru örlög skuldugra þjóða hvort sem þær eru innan eða utan ríkjabandalaga. Loks er þeim hræðsluvendi veifað að þjóðir Evrópu sitji um Ísland og bíði þess eins að geta beitt þýskættuðum meðulum frá fjórða áratugnum til að knésetja landið. Röksemdir af þessu tagi eru of barnalegar til að taka þær alvarlega..."

Ég er svo barnalegur að taka þetta nægilega alvarlega til þess að taka ekkert mark á svona rollu frá evrópuagentinum Þorsteini Pálssyni. Það er hreinlega eins og hann hafi ekki lesið Lissabonsáttmálann og fleira í þeim dúr. Ég trúi því ekki að Þorsteini takist með svona skrúðmækgi að heilaþvo þjóðina til þess að hún samþykki svona texta frá Þorsteini í blindni. Ég hygg að Þorsteinn fái að upplifa það, að þjóðin muni heldur ekki gefa mikið fyrir trúboðsskrif af þessu tagi heldur kynna sér málin og textann sjálf. Því það stendur þar allt annað en Þorsteinn heldur fram. Evrópuherinn er til dæmis ekkert hugarfóstur okkar andstæðinga heldur bláköld staðreynd, hvað sem Þorsteinn kann að segja slíkt léttvægt.

Þorsteinn klykkir svo út með þessu:

.."Andstæðingar aðildar viðurkenna að brýnt er fyrir Ísland að dýpka samvinnu og samstarf Íslands við aðrar þjóðir. Þeir andmæla því ekki að óbreytt staða er of þröng til að skapa sóknarmöguleika. En hvað vilja þeir?Flestir fylgdu þeir forseta Íslands þegar hann talaði um fríverslunarsamning við Kína í stað Evrópusambandsaðildar. Þær hugmyndir hafa ekki verið nefndar um hríð. Í vetur sem leið fylgdu þeir formanni Heimssýnar í tillögugerð um að fríverslunarsamningur við Bandaríkin kæmi í stað Evrópusambandsaðildar. Frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum var þá talinn sjálfsagður fyrst hann kæmi vestan að en ekki austan að. Þessi málflutningur hefur nú gufað upp. Eins og vindáttin stendur nú í sumarbyrjun er lausnarboðskapurinn sá að Ísland taki forystu í Norðurheimskautsráðinu og tryggi þannig hagsmuni sína gegn óvinaríkjum í Evrópusambandinu. Þó að þátttaka Íslands í því samstarfi sé sjálfsögð geta aðildarandstæðingar varla vænst þess að menn ræði þennan kost sem alvöruleið til að komast hjá Evrópusambandsaðild...."

Þessi vantrú Þorsteins á getu þjóðarinnar er furðuleg. Að við getum ekki bjargað okkur einir heldur verðum að fá aðra til þess. Samherji Þorsteins, Össur Skarphéðinsson, upplýsir í sama blaði, að Kínverjar heimti frjálsa för kínversks vinnuafls til Íslands í mögulegum fríverslunarsamningi. Ekki þarf mikla speki til að sjá að slíkt verður að ræða nánar við þjóð sem er fimmþúsundsinnum stærri en við. En það er ekki ástæða til þess að gefast upp eins og Þorsteinn vill.

AÐ Norðurskautsleiðin sé að opnast er ekki nema tilgáta enn. Það er alveg óþarfi að selja þá möguleika sem gætu myndast ef hún yrði að veruleika óséð til Brüssel eins og Þorsteini finnst sjálfsagt.

Málflutningur Evrópusinna er orðinn næsta broslegurí ljósi þess að þeir eru að tapa umræðunni eins og Þorsteinn gerir sér í raun ljóst. Stórfyndin var sú ályktun þeirra að þeim bæri þriðjahvert sæti á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í næsu kosningum.  Líklega af því að þeir séu svo sniðugri en aðrir. Ég trúi því ekki að Þorsteinn Pálsson treysti sér ekki til að ná sér í þingsæti öðruvísi ef hann kærir sig um. 

 Ég held að það væri óþarfi fyrir Þorsein Pálsson  að binda trúss sín um of við þá þriðjuhverja Evrópuspámenn sem þannig hugsa ef hann langar að rjúfa einangrun sína innan Sjálfstæðisflokksins. Hugsanlega taka líka aðrir flokkar líka betur á móti honum en Sjálfstæðisflokkurinn og ber ekki að útiloka þann möguleika.  En framgangi innan Sjálfstæðisflokksins trúi ég ekki að Þorsteinn Pálsson nái miklum með einhliða Evróputrúboði á borð við grein dagsins  í Fréttablaðinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þorsteinn er ágætur í aukaatriðum

Kristinn Pétursson, 28.5.2011 kl. 11:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glöggur Halldór!

Það þarf að kryfja skrif þessara kykvenda sem vilja láta innlima okkur í Esb.

Af mörgu er að taka að gagnrýna vitleysur Þorsteins. Tímabundinn er ég, en þakka í 1. lagi fyrir góðar ábendingar þínar eins og um tilurð NATO (sem var í upphafi eins konar form utan um það, að Bandaríkin héldu áfram að vera það stórveldi sem verndaði frjálshuga Evrópuþjóðir frá einræðisherrum, rauðum allt eins og brúnum og svörtum - þ.e. í síðarnefnda tilvikinu: nazistum Hitlers og fasistum Mússolinis – og styddu þau til endurreisnar).

Í 2. lagi vil ég skjóta því einu að í bili, að Þorsteinn spilar þarna á einum stað á það atriði, að nú í vikunni var farið að minnast á "Blitzkrieg" Esb., sem yfirvofandi sé hér á fjölmiðlavettvangi til að troða okkur í það sama Evrópusamband. Þetta gripu Frettablaðsmenn á lofti sem dylgjur um nazistískt eðli Esb. og þar með sem öfgakennd skrif!

En því fer fjarri, að Blitzkrieg eða leifturstríð, eins og það sem Þýzkaland háði gegn Póllandi og síðar Rússlandi, hafi verið hugmyndafræðilegs eðlis; þetta var einfaldlega hernaðartækni á vegum þýzka hersins eins og margt annað í herfræðum, og hugtakið hefur margsinnis verið notað síðan um ýmis stríð, þar sem (óvæntri) leiftursókn hefur verið beitt, m.a. um innrásir úr norðri til suðurs á Kóreuskaganum (á vegum kommúnista í Pyongjang og Peking), án nokkurra tengsla við nazista.

Esb.sinnar eru iðnir við kolann að búa til grýlur til heimabrúks, m.a. Þorsteinn Pálsson og Guðmundur Andri Thorsson, sem aldrei glímir í raun við aðalatriði máls, m.a. að Esb. ætlar sér ekkert minna en ALLA EVRÓPU, að það vill verða stórveldið eða heimsveldi -- að a.m.k. Þjóðverjar og sennilega einnig Frakkar og Bretar hafa strategískan áhuga á Íslandi og að Esb. myndi strax með "aðildarsamningi" fá hér allt æðsta löggjafarvald -- þvert gegn öllu inntaki sjálfstæðisbaráttu okkar. (Lesið svo frábæra grein Guðna Ágústssonar í Mbl. í gær: Hvers vegna niðurlægir ríkisstjórnin 17. júní?)

Einnig má benda á, að "í samþykkt [Evrópu]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur atkvæðavægi Þýzkalands í hinu ráðandi ráðherraráði Esb. úr 8,41% í 16,41% árið 2014 og eykur vægi fimm stærstu ríkjanna, þ.m.t. Spánar, Frakklands og Bretlands, að meðaltali um 61%, á kostnað smærri þjóða þar, en Íslendingar fengju þar 0,06% vægi, m.a. til að rembast í vonlausri baráttu við að halda inni "reglunni" forgengilegu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða.

Jón Valur Jensson, 28.5.2011 kl. 12:00

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar er að gera það einna best í að viðhalda innri raunhagvexti sínum í harnandi innri samkeppni Meðlima-Ríkja EU.  Þar eru þjóðartekjur á íbúa upp og niður eftir ríkjum, sumir neytenda markaðir eftirsóknarverðari en aðrir. Þetta er ekkert líkt USA og verður aldrei. Þjóðverjar t.d. mun aldrei gefa eftir forréttindi sín eða frumburðarétt. ESB 8 % jarðarinnar eru í samdrætti til eilífðar. 92% alþjóðsamfélgsins  hafa engar áhyggjur af samdrætti í ESB.  Eins dauði er annarrs brauð. ESB er deyjandi saga.

Júlíus Björnsson, 28.5.2011 kl. 14:12

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar ráða mestu í fjármálum ESB. Það er efnahagslegt aðalatriði.

Júlíus Björnsson, 28.5.2011 kl. 14:14

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka ykkur fyrir öllum.

Það er akkúrat þetta sem Jón Valur nefnir, að það á að valta yfir okkur í krafti leifturárásar og fá okkur til að stíga skref sem við getum ekki stigið til baka. Að því vinna þessir Evrópusinnar dag og nótt með stórkostlegum fjáraustri ESB sem gæti alveg eins runnið um fjárhirslur Samfylkingarinnar.

Einu sinni töluðu menn um Rússagullið. Nú er nýtt gull á ferðinni til að vinna Íslendinga undir stórveldi þó komið sé annað nafn á það. Ekki eru þeir menn í háu áliti hjá mér sem nærast á því.

Halldór Jónsson, 28.5.2011 kl. 14:51

6 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Það er ekki að spyrja  að  hófseminni og rökvísinni hjás ykkur JVJ. Við sem viljum  samstarf við þjóðir Evrópu erum ,,kykvendi"  eða kvikindi með öðrum orðum. Svo  er     farið í orðabúr nasistanna með ,,blitzkrieg". Lágt lúta menn til að styðja vondan málstað, þegar rökin þrýtur.

Eiður Svanberg Guðnason, 28.5.2011 kl. 15:07

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samstarf sama hvað það kostar?

Júlíus Björnsson, 28.5.2011 kl. 15:26

8 Smámynd: Elle_

Eiður Guðnason skrifar: >Lágt lúta menn til að styðja vondan málstað, þegar rökin þrýtur.<

Lágt lýtur Þorsteinn Pálsson í vísvitandi blekkingunum fyrir grimman málstað, ljúgandi og rökþrota og alls ekki í fyrsta sinn.  Og Eiður Guðnason styður rökþrota málstaðinn.  Ætlunin er að ræna okkur fullveldinu og svíkja þjóðina nauðuga viljuga inn í stórveldið.  Og einu sinni þegar ég var ung stelpa hélt ég Eiður væri traustvekjandi.  

Elle_, 28.5.2011 kl. 18:40

9 Smámynd: Elle_

Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í mbl:

12. mars, 1994 - Innlendar fréttir 



Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Íslendingar hefðu ekki hag af aðild að ESB

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra telur hagsmuni Íslendinga bærilega tryggða með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og við hefðum ekki hag af aðild að Evrópusambandinu. Miðað við þá samninga sem séu í deiglunni milli sambandsins og Norðmanna myndi aðild Íslands að ESB ekki þýða bættan aðgang að Evrópumarkaðnum svo nokkru næmi en hins vegar þyrfum við að fórna yfirráðum yfir auðlindum sjávar.

Þorsteinn segir að Norðmenn séu ekki að bæta markaðsstöðu sína með aðild að ESB svo nokkru nemi. Hins vegar séu þeir að gefa Evrópusambandinu eftir yfirráð yfir norskum sjávarútvegi. 80% af útflutningstekjum Íslendinga komi frá sjávarútvegi og meðan við getum ekki bætt aðgang að Evrópumarkaði með aðild en þyrftum að fórna yfirráðum yfir auðlindinni komi ekki til álita að ganga í sambandið.

Þorsteinn segir Evrópubandalagið skuldbundið til þess að standa við EES-samninginn þótt hin EFTA-ríkin gangi í bandalagið. Þorsteinn segir tæknilegt úrlausnarefni að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning milli Evrópusambandsins og Íslands.

"Mér sýnist að við höfum tryggt okkur. Með hinu værum við að fórna yfirráðum yfir landhelginni. Ég held að íslenskir sjómenn myndu aldrei sætta sig við að ákvarðanir um möskvastærð og friðunaraðgerðir með lokun á ákveðnum veiðisvæðum yrðu settar undir valdið í Brussel. Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undirstaðan undir okkar sjálfstæði," sagði Þorsteinn Pálsson.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=129125

Vel skrifaður pistill, Halldór, en með ofanverðu og ýmsu öðru frá honum sést að Þorsteinn Pálsson blekkir og segir ósatt.  

Elle_, 28.5.2011 kl. 18:58

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ráða þessari grein innan ramma sameiginlega laga Meðlima ríkjanna.  Afhenda afla til fullvinnsskiptingar í ESB.  Undir verðlista Frá Brussel, sem tryggir 2,0% max vsk. á grunn innri samkeppni Meðlima Ríkja EU um innri hávirðsauka. Lifa Íslandinga af 2,0% vsk tekjum á sjávarútvegi.  Velta hér í sjávarútvegi fyrir vexti og skatta eru hún mikli í samanburði við Spán?

Allir vita Spánverjar er ekki góðir í lækka hráefnisverð í ESB. Þjóðverjar tel ég að vilji að Ísland veiði sem mest. Til að græða sem mest sjálfir á því.

Júlíus Björnsson, 28.5.2011 kl. 19:15

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Síðasti pistillinn átti að vera dags. 30. ág. 2007.

Jón Valur Jensson, 28.5.2011 kl. 21:06

13 Smámynd: Elle_

Gleymdi einu: Fullveldisafsal landsins til EU getur ekki talist ´samstarf við Evrópuþjóðir´, Eiður Guðnason.  Þó vil ég taka fram að ég var ekki að ofan að verja orðaforðann að ofan sem Eiður gagnrýndi, veit ekki einu sinni hvað orðin þýða.

Elle_, 28.5.2011 kl. 22:48

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég kann að prútta Jón Valur, lærði það bæði á Spáni, Portugali og í Napolí. Það geta allir séð að lykil ríki [ESB] EU er ekkert hrifin af samvinnu grunnframlagi Spánverjar til tækni og fullvinslukeppi í Stórborgum EU. Eigandi sem ekki hefur ráðatöfunarétt fyrir eign sinn, er nýtt hugtak sem Íslendingar sem margir Íslendingar eru að upplifa t.d. 110% leiðinn.     Leiða athyglina frá kjarna málsins til að stýra atburðarásinni fellur undir menningararfleið minna forfeðra á megin landinu. 100 kr. skila 2 kr í skat.  10 x10 kr. skila 10 x 2 kr. í skatt það er 20 kr.  Þessi lágvirðis samvinnu grunnur er aðalariði í EU.  Þjóðverjum og Bretum[efri Millistétt] er alveg sama hver veiðir fiskinn svo fremi að veiðarnar kosti sem minnst.  Spánverjar eru byrði á  lykliríkjum EU [ESB] eins og Grikkir. Ég læt ekki Samfo heilþvo mig eða Brussell.  Þjóðverji er ekki Pólverji, Frakki er ekki Spánverji.  Ég vil ekki að Ísland verði þjónust land fyrir stórborgir EU [ESB]. 

Júlíus Björnsson, 28.5.2011 kl. 23:54

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Með aths. sinni um Blitzkrieg og hnútukasti í því sambandi sýndi Eiður, að hann bar ekki einu sinni við að lesa innlegg mitt almennilega. Hann er enn á núllreitnum.

Jón Valur Jensson, 29.5.2011 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband