Leita í fréttum mbl.is

Stórkostlegur !

er Steingrímur Jóhann. Enginn flokksforingi hefur sýnt af sér þvílíka seiglu gegn ofureflinu eins og hann síðan Gunnar Thoroddsen fékkst við Guðrúnu Gervasoni til að halda lífi í stjórn sinni.

Steingrímur er yfirlýstur friðarsinni, andstæðingur NATO, AGS, ESB, Icesave, virkjana, stóriðju og erlendra vogunarsjóða. Hann er aðili að ríkissjórn sem getur stöðvað loftárásir á Líbýu þegar í stað með neitunarvaldi í yfirstjórn NATO. Hann lætur Guðfríði Lilju í staðinn flytja gamla tillögu frá félaga Svavari um "Ísland úr Nato og herinn burt". Þrír burthlaupnir þingmenn VG hlýða honum auðvitað með því að skrifa uppá með Guðfríði. En ríkisstjórnin stendur hinsvegar ekki í vegi fyrir NATO þegar sá klúbbur vill í stríð.

Í rauninni nenni ég ekki að hakka meira á kallinum vegna hinna málanna sem hann er á móti. Ég minni hinsvegar á, að það var Seingrímur J. sem var upphafsmaður að eftirlaunafrumvarpinu sem hann svo kenndi við Davíð. Hver vika sem líður með honum í ráðherrastóli kostar þjóðina auknar greiðslur til hans sjálfs.

Það hefur lengi loðað við kommana, að þeir eru manna harðastir í fjármálum þegar þeir eiga sjálfir í hlut. Er einhver leið að skýra framgöngu Seingríms með stefnufestu, sómatilfinningu, stolti eða staðfestu í hugmyndabaráttunni ?

Hvernig þá? Er hann ekki bara stórkostlegur í hlutverkinu þar sem hann veit að hann verður aldrei aftur ráðherra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband