Leita í fréttum mbl.is

William H.(Bill) Gross

er athyglisverður spekúkant sem ég er að kynnast í gegnum bloggsíðu Gunnars Rögnvaldssonar.http://www.pimco.com/EN/Insights/Pages/School-Daze-School-Daze-Good-Old-Golden-Rule-Days.aspx

Gross hefur efasemdir um að allt sé sem sýnist í menntakerfi Bandaríkjanna. 25 milljónir stúdenta séu hreint ekki allir að undirbúa sig undir arðbær störf fyrir sig og sína.Þjóðfélagið sé búið að gefa frá sér öll svið sem gerðu Bandaríkin stór. Nú spyrja baunateljarar aðeins hverjir séu tilbúnir að vinna fyrir minna en bandarísk laun. Þangað fari störfin. Atvinnuleysið breiðist því út í Bandaríkjunum og er í raun miklu verra en það sýnist vegna þess að menntakerfið felur vandann. Þeir eru að mennta mikið af fólki til þess að sinna óarðbærum störfum. Ekki framleiðslu heldur félagsvísindum sem bara eyði peningum. Bandaríkin stritist við að hafa áhyggjur af fjárlagahallanum eins og að útþurrkun hans muni skapa störf.

Fjarri lagi segir Gross. Þetta sé rangt því að án forystu ríkisins muni ekki verða vatnaskil.Við verðum að fara að hugsa uppá nýtt eftir ný-Keyneslegum leiðum.Gross minnir á CCC, sem Franklin D. Roosewelt kom á, Civilian Conservation Group, sem tók við langtíma atvinnulausum ungmennum frá 1933-1942 og útvegaði þeim handavinnu. Alls 2.5 milljón ungmenna 18-25 ára sem fengu 30 $ í mánaðrkaup og voru 25 af þeim send heim til foreldra þeirra.Þeir plöntuðu til dæmis 3 billjónum trjáa m.a. byggðu 800 nýja þjóðgarða og gerðu við aðra, lögðu vegi, byggðu hús og unnu að margskonar náttúrvernd. Hann vitnar í David Rosenberg sem segir um langtíma unga atvinnuleysingja, að hann vildi sjá þá með skóflu í höndunum fyrir hádegi en vera að læra algebru, eðlisfræði og rúmfræði eftir hádegi.Atvinnubótavinnan okkar fyrir stríð var af svipuðum meiði nema auðvitað verr útfærð.

Þjóðfélagið hafi ekki lengur efni á að læra annað en raungreinar ef við eigum að komast útúr kreppunni. Við höfum ekki ráð á öðru en að gera þjóðina vinnufæra aftur og hætta að flytja störf úr landi og fara að vinna með höndunum aftur. Það þýði ekki að vera alltaf að þvæla um kenningar demókrata og repúblikana um afskipti eða afskiptaleysi ríkisins, ríkið verði að ráðast að vandanum og taka til höndunum í orðsins fyllstu merkingu.

Hafi Bandaríkjamenn vandamál, þá hafa Íslendingar þau líka, svo mikið vitum við.Við verðum að komast uppúr þeim pytti hafta og ofstjórnar sem við erum að festast í í fortíðarhyggjunni og bölsýninni í alþýðulýðveldinu Íslandi.

Ég hvet fólk til að kynna sér hvað Willam H. Gross er að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband