Leita í fréttum mbl.is

Útflutningur á uppblæstri

landsins er það sem verið er að gera þegar lambakjöt er selt úr landi.

Íslenskur sauðfjárbúskapur er rekinn á landeyðingu fyrst og fremst, þar sem sauðfé er beitt á sameign þjóðarinnar eða það sem eftir er af villtu gróðurlendi landsins. Ástand þess og uppblástur blasir við öllum sem vilja sjá. Þetta er dýrasta kjötframleiðsla sem hægt er að bjóða uppá við það skipulag sem ríkir og sú sem verst fer með landið þar sem sauðfjárbændur rækta ekki upp heldur eyða landkostum. Framleiðendur eru að taka til sín sem þeirra er ekki. Þeir eru ekki að rækta kjötið á eigin landi heldur þjóðarinnar

Sé verðið á lambakjöti ekki greitt niður um helming væri lítil von um að selja tægju af kjötinu hér innanland þar sem neytendur myndu snúa sér alfarið að ódýrara kjöti. Þetta skeður allt í gegnum búvörusamninga svonefnda og beingreiðslur tl bænda sem kemur í stað fyrir uppbæturnar gömlu.Neytendur láta segja sér þá sögu að þetta sé í þágu fæðuöryggis sem er auðvitað blekking því ef innflutningur til landsins myndi stöðvast þá verður olíulaust og þá sveltur þjóðin nær samstundis.

Út yfir allan þjófabálk tekur svo þegar ræktað svo mikið lambakjöt að það er verið að selja kjötfjallið út. Hér áður fékk SÍS fastar greiðslur fyrir geymslukostnað á kjötinu hvort sem nokkurt kjöt var í geymslunum eða ekki og hirti svo uppbæturnar en borgaði bændum eitthvað skiterí einhverjum árum seinna ef þá nokkurntímann.

Hér áður fyrr var allur lambaketskaballinn spilaður á ríkisins kostnað, sem er auðvitað bara skattgreiðendur, með útflutningsuppbótum. Nú bregður svo við að neytendum er hótað með því að þeir fái ekkert lambakjöt ef þeir borgi ekki umsvifalaust verðhækkanir sjálftökumanna, í verðsamráði fyrir opnum tjöldum auðvitað, að ketið verði þá bara selt til útlanda sem vilji borga hærra verð en Íslendingar.Forstjóri SS segir okkur bara si sona að hann hækki ketið um 12 % í haust. Engir samningar heldur diktum. Og ærkjötið miklu meira af því það seljist svo vel í útlöndum. Skyldi hann kunna annan?

Það er verið að segja okkur að kraftaverkið hefur sem sagt skeð, Baldvin Jónsson er búinn að koma því til leiðar að íslenskt ærkjöt selst á hæsta verði í útlöndum. Það skeður náttúrlega ekki öðruvísi en að annað ærkjöt frá NýjaSjálandi og Ameríku sé á sama verði þar sem bragðið er alveg eins og ég get vottað af reynslunni. Og þá spyr maður, hversvegna fáum við ekki slíkt kjöt hingað í verðsamkeppni, sem allir landsmenn eiga að búa við á öðrum sviðum, svo sem í bensínverði, bankastarfsemi,sjávarútvegi og kvóta, osfrv.Allir nema sauðfjárbændur? Eða er víðar pottur brotinn?

En það hefur auðvitað verið hér sú opinber stefna að halda sauðfjárbændum við á hugurmörkum með því að láta þá hokra með óhagkvæmar bústærðir sem flesta þannig að eymdin verði nógu útbreidd með dreifingu kotbýla um allt land.Nú eru bændur sem óðast að selja jarðirnar til útlendinga þanngi að málin eru kannski að leysast á annan hátt. Framóknarflokkurinn þurfti á atkvæðunum að halda í sveitunum sem réðu landinu og gera enn í skjóli atkvæðamisvægisins.Nú sækir hann fylgið því á mölina þar sem bændurnir verða eftir landssöluna til útlendinganna.

En svo skeður það furðulega, Þessi verðkúgun suaðfjárbænda hækkar allar verðtryggðar skuldir heimilanna í landinu verulega með vísitöluáhrifunum. Það er neytandinn sem borgar uppúr öðrum vasanum fyrir kjötið án þess að gera sér ljóst að hann borgar aðra eins upphæð úr hinum vasanum með Steingrím J. sem millilið í hvert sinn sem hann kaupir ket. Og hækkar svo húsnæðislánin á sjálfum sér um margar prósentur í leiðinni. Minnir þetta ekki á söguna um brjálaða hattarann hjá Lísu í Undralandi?

Landsins vegna ber auðvitað að halda sauðfjárrækt í lágmarki þanig að hún tæplega dekki eftirspurnina. Nema sauðfé gangi á ræktuðu heimalandi bænda Það sem á vantar má flytja inn og láta samkeppnina þannig njóta sín.

En það má auðvitað ekki. Við flytjum því upplásturinn ótrauðir út áfram og enginn fær gert við því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband