Leita í fréttum mbl.is

Ætlaði að hefna BinLadens með eitri

stendur í fréttinni í Mbl.

Fram kemur að vefsíður eru í gagni þar sem liðsmenn AlQueda skipast á upplýsingum og áætlunum um hryðjuverk.

Nú líður að lokum hernaðarins í Afganistans.Þar skilst manni að staðan sé þannig að Talibanar muni umsvifalaust taka völdin þar að nýju. Hernaðurinn hefur þá engu áorkað þar þó upphafstilgangur hans hafi verið að þeir færu frá völdum.

McArthur sagði eftir að Trumann sparkaði honum út úr Kóreu, að hann hefði ekki áttað sig á því að til væri annar valkostur í styrjöld en sigur. Eftir Vietnam og Afghanistan virðist þetta nokkuð skýrt. Markmiðin eru ekki endilega að drepa óvininn heldur að kenna honum um kosti lýðræðis og efla stjórnarandstæðinga hans. Menn hafa atvinnuheri sem hafa bara gaman og gott af að fara í smástríð hingað og þangað í nafni democrazyunnar.

ESB er nú í samskonar máli í Lýbíu. Það ákvað að fá sér annan harðstjóra í Lýbíu heldur en Gaddafi. En það gengur ekki betur hjá Evrópusambandinu heldur en sést.Gaddafi er enn í fullu fjöri og aurarnir eru búnir. Það verður hugsanlega betra þegar við Íslendingar erum komnir í herráðið þar með ráðum og dáð.

En hálfstríð virðast ekki vænleg til sigurs í Irak, Afghanistan eða Libýu frekar en í Kóreu. En í Kóreu er upphaflega vandamálið enn við líði sextíu árum síðar þó McArthur sé löngu búinn að draga sig í hlé.

Nú búum við Vesturlandamenn undir stöðugri ógn múslímanna, sem hóta að drepa okkur af einni ástæðu eða annarri, eitra vatnsbólin okkar eða á hvern þann snjalla hátt sem þeim dettur í hug. Við eigum ekki peninga né vilja til að verjast. Enginn er óhultur nema helst játa öllu sem þeir krefjast og leggjast flatir fyrir þeim svipað og Chamberlain í Munchen. Við fáum í staðinn nóg af heróíni frá Afghanistan til að okkar vestrænu vonleysishendur geti huggað sig við.

Og þegar upp er staðið, hefði ekki verið betra að láta Saddam um það að stjórna sínu liði? Þeir sem halda því fram að hann hafi verið alvondur sjá fljótt að hann var frelsari fólksins síns svipað og Castro á Kúbu.Hann hefði kannski verið betur verið látinn í friði? En hvað þá með yjatollana í Iran sem eiga allar skilvindurnar sem Saddam átti aldrei? Eru þeir ekki vondir? Ekki getum við látið þá fá atómsprengjur?

Hverju eigum við að trúa? Hver mun hefna vesalings míns ?


mbl.is Ætlaði að hefna bin Ladens með eitri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta eru ágætis pælingar. Það dreymir marga um hið algóða og auðvelda innrásarstríð þar sem vonda einræðisherranum er steypt, hinir góðu taka við og innrásarliðinu er fagnað sem bjargvættum af þjóðinni. En hlutirnir eru því miður oft flóknari en þetta, því oftar en ekki blandast inní allskonar ættbálka-, þjóðernis- og trúardeilur sem uppgötvast ekki fyrr en eftirá.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.8.2011 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418204

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband