Leita í fréttum mbl.is

Á kjósandinn engan rétt?

þegar þingmaður sem hann kaus sem flokksframbjóðanda síns flokks  fer með umboð sitt eins og honum sýnist?

Það er að skilja á fjölmiðlum, að þeir sem kusu Guðmund Steingrímsson og ámóta kóna á þing með því að kjósa flokkslista, sem þeir höfðu fengið flokksmenn til að setja sig á, geti bara étið það sem úti frýs, þegar stórmenninu passar að hlaupa eftir eigin duttlungum en ekki fylgja flokknum sem kaus hann á þing.

Svona strumpur eins og Guðmundur Steingrímsson vanvirðir flokkinn sinn þegar hann yfirgefur hann á miðju kjörtímabili.  Án Framsóknarflokksins hefði hann ekki orðið þingmaður. Hann svíkur samning sinn við kjósendur með því að ganga í lið andstæðinga flokksins.  Nú þykist þetta peð vera orðinn örlagavaldur þjóðarinnar með umboð frá Guði almáttugum. Botnlausa skömm á svona maður skilið fyrir  svona framferði. Ég vona að þingflokkur Sjálfstæðisflokkinn hafi vit til þess að afþakka samstarf við svona menn.

Svona lítilmenni, sem svíkja flokka sinna og þykjast vera svona sérstakir, eru hinsvegar bara fyrirlitlegir blesar, sem sem eiga að eiga skömm allra heiðvirðara flokksmanna. Þetta eru flokkssvikarar og þar með undirförul þý, sem heiðarlegir menn eiga að hafa andstyggð á og forðast allt samneyti við.  Og þetta á við alla sem þetta gera, ekki bara þennan ræfilsaumingja Guðmund Steingrímsson.

Þeir menn sem hafa verið settir í framboð af stjórnmálaflokki eiga að undirrita afsagnarbréf þegar þeir setjast á þing,  sem flokkurinn geymir niður í skúffu. Segi þingmaðurinn sig úr lögum við flokkinn sem kaus hann, segir hann umsvifalaust af sér þingmennsku og varamaður hans tekur við. Þannig tryggir þingmaðurinn kjósanda sínum að hann haldi samkomulagið af sinni hálfu sem stofnað var með framboðinu.

Stjórnmál eru ábyrgðarstarf. Í þeim er ekki pláss fyrir svona ómerkinga sem svíkja kjósendur sína á jafn lúalegan hátt og Guðmundur Steingrímsson og allir aðrir flokkahlauparar hafa gert og komist upp með.

Út með þessa menn. Það er hneyksli að búa við þingmennsku þeirra og ógild umboð. Burt með þá af Alþingi.

Það er kjósandinn sem á þingsætið en ekki svikarinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi umræða kemur alltaf upp aftur og aftur.

Við búum við það fáráðnlega kerfi að kjósandinn kýs sér flokk en frambjóðandinn eignast þingsætið.

Það er tvær leiðir til að leiðrétta þessa vitleysu. Það væri hægt að taka upp einmenningskjördæmi þannig að kjósandinn kysi frambjóðanda en ekki flokk. Þessi leið er þó í raun óframkvæmanleg.

Hin leiðin er að eigna flokkum þingsætin, að þau þingsæti sem flokkurinn fær í kosningum fylgi honum fram til næstu kosninga. Það er í raun eina raunhæfa leiðin.

Eins og þessu er háttað nú þá mun verða rifist um þetta áfram. Þróunin hefur heldur verið til hins verra, áður fyrr yfirgáfu menn ekki flokk sinn fyrr en eftir miklar og erfiðar deilur. Nú fara menn af minnsta tilefni og því gæti þetta leitt til algerrar upplausnar ef þróunin heldur áfram á sömu braut.

Gunnar Heiðarsson, 23.8.2011 kl. 17:17

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Staðreyndin er að flokkar eru sálar og skoðanalausir spillingarpyttir, sem ekki eiga neitt sameiginlegt með lýðræði.

Þetta skilur sumt af unga fólkinu á alþingi íslendinga, og ekki er hægt að viðhalda svona svikapólitík lengur.

Guðmundur Steingrímsson fer vonandi eftir heiðarlegri hugsjón og sannfæringu, í sínum gjörðum, því allt annað er dæmt til að skapa enn meiri spillingu og óréttlæti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2011 kl. 21:14

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já hann Guðmundur fór ekki í flokkinn hans föðursýns, því þar var Steingrímur búin að sýna landanum að hann stjórnaði aldrei neinu með stýrinu, en hann kunni að sletta af grautarsleifinni og bráðabirgðalög og  aðrar sértækar aðgerðir á þeirri stundu, þegar allt var að fara til andskotans var hans sérgein. 

Drengurinn er að sanna það að honum er ekki illa í æt skotið, hann er vingull sem sér eftir að hafa yfirgefið flokkinn sem stendur fyrir öllu sem hann meinar og styður.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.8.2011 kl. 22:57

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

því miður eru of margir svikarar á þingi og í  öllum Flokkum. Og þau sem sitja nú í Ríkisstjórn eru lítilmenni og hafa svikið alt sem þau sögðu í upphafi.

Vilhjálmur Stefánsson, 23.8.2011 kl. 23:45

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að sjálfsögðu eiga kjósendur rétt á því að sá flokkur sem það kýs, hvurnig svo sem uppröðun hans er við kosningar, haldi fylgi sínu. Kjósi einhver, eða einhverjir kosinna fulltrúa að snúa baki við sínum flokki, víkur viðkomandi af þingi og varamaður tekur við. Þarf að ræða þetta eitthvað frekar eða andskotast á bloggsíðum eða öðrum vettvangi um þetta? Hvurnig ætli brandarinn Stjórnlagaráð hafi tekið á þessum málaflokki? Eitthvað komið inn á þetta fáránlega fyrirbæri? Spyr sá sem ekki veit. Vonandi hafa meðlimir Stjórnlagaráðs tekið á þessu í sinni stórkostlegu endurvinnslu á Stjórnarskrá Íslands, sem fyrir einhverjar undarlegar sakir er síðan ætlað Alþingi að slípa til og laga að "sínum" þörfum. Er hægt að smíða öllu meiri viltleysu um jafn auðleystan hlut og egóflippara og flokkaflakkara í pólitík? Öðru nafni pólitískar druslur. 

Halldór Egill Guðnason, 24.8.2011 kl. 03:05

6 identicon

Ég verð stundum hissa þegar fólk sem er að skrifa á vefnum gefur sér leyfi til að nota ófögur orð í garð annarra.  Tökum dæmi af orðum Halldórs.  Hann kallar Guðmund "strump", "svikara", "lítilmenni" og "undirförul þýræfilsaumingja".  Hver gaf honum leyfi til að nota þessi orð?  Varla Guðmundur sjálfur.  Kjarni málsins er þessi, ef ekki er hægt að beita skynsamlegri orðræðu til að koma einhverju á framfæri, þá á að velja sér eitthvað að gera.  Þó að maður sé með bloggsvæði þýðir það ekki að það jafngildi skotleyfi á fólk.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 17:52

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta. Það getur vel verið að ég hafi notað sterk orð í þetta sinn. En þau lýsa mínum tilfinningum í garð flokkahlaupara og athæfis þeirra, þar sem þetta er mikið tilfinningamál hjá mér. Ég hef þær bjargföstu skoðanir sem þarna birtast um skyldur frambjóðanda flokks við þann framboðslista sem hann skipar.Ég er búínn að uppplifa ýmislegt í löngu pólitíaku lífi mínu sem og þessvegna sagði samviskan mér að spara hvergi fúkyrðin í þetta sinn. Þetta er svona að næsti maður á lista er varamaður þess fyrir ofan. Geti sá maður sannfæringar sinnar vegna ekki haldið áfram fer hann af listanum og útaf og varamaður kemur inná. Ef leikmaður Arsenal vill ekki spila lengur fyrir Arsenal á vellinum, þá fer hann ekki yfir miðlínuna í miðjum leik og fer bara að spila með Manchester á móti Arsenal sem eru þá orðnir einum færri.

Halldór Jónsson, 27.8.2011 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband