Leita í fréttum mbl.is

Enn rembist Steingrímur

eins og rjúpan við staur að sannfæra Íslendinga um að hann hafi haft rétt fyrir sér með Icesave.

Nú reiknar Fjármálaráðuneytið út að ef allt greiðist af búi Landsbankans þá skuldum við enn 30 milljarða í vexti til Breta og Hollendinga.Og enn meira ef gengið fellur hjá Mávi Seðla.

Hvað vorum við eiginlega að fella í atkvæðagreiðslunum um Icesave? Að borga innistæðutryggingar? Að borga erlendar skuldir óreiðumanna? Og vexti af þeim? Eða höfnuðum við kröfum Breta og Hollendinga sem ólögmætum eins og Landsfundur Sjálfstæðiflokksins?(Þó að þingflokkurinn hafi svo að mestu gleymt því)

Hvenær samþykktum við Íslendingar að afhenda þrotabú Landsbankans til Breta? Stálu þeir ekki af okkur með hryðjuverkalögunum bæði Heritable Bankanum og svo Singer og Friedlander auk öllu lauslegu fé Landsbankans sem þeir gátu náð í? Ég hélt að við Íslendingar skulduðum þeim ekki neitt þó að að Landsbankinn, alíslenskt fyrirtæki í einkaeigu, hafi svikið út fé í Englandi og Hollandi? Kúguðu Bretar okkur bara ekki með byssu AGS til að verjast ekki árás þeirra meðan við lágum flatir? Á ekki að gera þennan banka upp innanlands því hann er íslenskt fyrirtæki?

Íslensk stjórnvöld hirða bara þrotabúið af okkur hluthötunum og setja í eitthvern Nýjan Landsbanka sem þeir ætla svo að eiga sjálfir ? Hvaðan kemur ríkinu heimild til að stela öllum fasteignum og málverkum úr þrotabúinu og skilja okkur gömlu hluthafana eftir á köldum klaka, ef fyrirtækið reynist svo ekki gjaldþrota þegar allt eer talið ? Ef eitthvað er eftir eigum við hluthafarnir ekki frekar restina en Bretar eða Hollendingar?

Af hverju er búi Landsbankans ekki skipt upp og selt eins og önnur innlend þrotabú? Hvað kemur okkur við hér á Íslandi að einhverjir aðilar í Bretlandi og Hollandi hafi látið skrúfa sig af íslenskum glæpamönnum? Við litlu hluthafarnir kusum ekki glæpamennina í stjórn bankana né réðum bankastjórana sem settu bankann í þrot og bjuggu til Icesave með tærri snilld sinni.Réðum við ferðinni til Bretlands með Björgólfunum?

Ég hélt að með höfnun Icesave I, II og III værum við að hafna samningum um þetta Icesave mál. Ekki það að nú myndi einhver Steingrímur fara að reikna á okkur vexti og moka útúr þrotabúi Landsbankans öllu sem mokað verður og svo úr ríkissjóði þar sem því sleppir?

Mega ekki Bretarnir rukka Sigurjón digra og Björgólfana og aðra stjórnarmenn Landsbankans alveg eins og þeir vilja? Erum við úr íslensku þrotabúi nokkuð skuldbundnir að borga innistæðutryggingar fyrir Landsbankann frekar en við borguðum ekkert til íslenskra innistæðueigenda hvað sem einhverjum ímynduðum innistæðutryggingum í huga blankra ráðherra okkar leið? Hvað þá vexti af ímyndaðri skuld sem Bretar og Hollendingar eru að reikna út?

Hversvegna er Steingrímur að remast svona?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Mávi Seðla???????????  Hi, hi.  Engin ríkisábyrgð er á neinum bankainnistæðum, ekki einkabanka, ekki ríkisbanka, en þú veist það, Halldór.  Og við skuldum Bretum og Hollendingum ekki neitt, ekki neitt.  Hinsvegar var bankinn líka með tryggingar í Bretlandi og Hollandi.  Hví hefur ICESAVE-STJÓRNIN steinþagað um það???  Gömlu nýlenduveldin gætu og ættu að skulda okkur fyrir níðingsskapinn. 

Elle_, 13.9.2011 kl. 22:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Veltum þessum stjórnvöldum,þá verður farið að vinna fyrir Ísland af heilindum. Það er eitthvað meira en lítið að, sem þeir vilja ekki að komist upp.þvílíkur er spretturinn á þeim. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2011 kl. 00:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Öflugur ertu, Halldór.

PS. Það var óvenjuleg mynd af Mávi Seðla í Mogganum í gær, kostuleg raunar, með ÁPÁ.

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 03:37

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Jón Valur

Þetta er eiginlega hálfleiðinlegt með hann árna Pál, það verður alltaf uppistand ef hann segir eitthvað.Og uppistand ef eitthvað fréttist frá Mávi um vaxtafitl og svoleiðis.

Hefurðu tekið eftir því að Steingrímur er er búinn að minnka blaðrið heilmikið frá því sem áður var? Sjálfsagt búinn að sjá að það er þægilegra að þegja en blaðra vitleysu eins og hann bvar alltaf að gera um hagstærðir.Hann virðist nefnilega ekki skilja muninn á plús og mínus tölum eins og þetta með hagvöctinn hjá honum í landrisinu. Uglan er álitin gáfuð af því að hún þegir mestan part.

Halldór Jónsson, 14.9.2011 kl. 15:39

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir stelpur.. nei ég meina frúr mínar, Elle og Helga.Þið sjáið yfirleitt í gegn moldrokið hjá þessum vinstri villingum.

Halldór Jónsson, 14.9.2011 kl. 15:42

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Halldór, ég held hann Steingrimur ætti að innramma þetta spakmæli til að hafa fyrir framan sig á skrifstofunni:

Uglan er álitin gáfuð af því að hún þegir mestan part.

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband