Leita í fréttum mbl.is

Bretinn ekki auðsóttur

þó að Steingrímur bjóði upp á það sem grunn fyrir málsókn að íslensk fyrirtæki hafi orðið fyrir einhverju óskilgreindu tjóni. Slíkt mál er ekki hægt að sækja í skaðabótamálum sem ganga ekki út á almennt kjaftæði.

En það er hinsvegar lokun bankanna, Heritable og Singer og Friedlander eða hvað þeir hétu, sem eru afmarkaðar stærðir. Sömuleiðis allar kyrrsetningar peningalegra eigna í Englandsbanka, vaxtalausar að ég hef heyrt. Vaxtakostnaður neyðarlána frá AGS. Álag ríkisskulda vegna lækkun matsflokka. Afmörkuð mál sem góða lögfræðinga þarf til að formúlera og færustu bankamenn til að finna.

Þar gætu þeir gömlu bankastgjórarnir kannski orðið hjálplegir að finna efni. Best væri að Bretar sæju að sér og byðu uppá samkomulag utan réttar fyrir þá svívirðu sem þeir gerðu okkur. En það þýðir varla að senda þau Jóhönnu og Steingrím með félaga Svavari þangað í þeim erindum held ég. Líklega verður þetta að bíða betri tíma og annarra fulltrúa úr Stjórnarráðinu..

En það er betra að að fara að safna sakarefnum í tíma því Bretinn er aldrei auðsóttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 3418205

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband