Leita í fréttum mbl.is

Að vinna sigurinn

er ef til vill erfiðara verkefni en margir halda í pólitík. Sumum prófkkjörsbaráttum lýkur bara ekki fyrr en annar liggur í valnum. Menn geta unnið sigur í kosningu "milli vina og samherja" eins og það heitir. Davíð Oddsson vann Þorstein Pálsson frá Selfossi þaðan sem Davíð kom líka. Það sjá allir hvernig þeim gekk sambýlið eftir það. Og nóg önnur dæmi blasa við.

Bjarni vann Hönnu Birnu í drengilegum slag sagði hann. En landsfundarfulltrúar eru ekkert endilega á sama máli að baráttan hafi verið með öllu silkimjúk af hálfu sóknaraðila, hvers stuðningmenn skýrðu ástæður sínar fyrir mótframboði með ýmsum hætti og virtust talsvert minnisgóðir í sumum tilvikum.

Samlíf andstæðinganna verður ekki endilega mikið og gott fram að næsta landsfundi, en sumir óánægðir sögðu við hina eins og Skugga Sveinn: "Hittumst á Kili." "Við erum rétt að byrja."

Nýkjörinn formaður á því vandaverk fyrir höndum. Að honum verður sótt hvað sem menn vilja trúa öðru. Hver mistök á svellinu geta orðið dýrkeypt.

"Það er algerlega miskunnarlaust starf að vera formaður Sjálfstæðisflokksins" sagði Bjarni Benediktsson eldri. Því verður formaður að vanda sig vel og hafa hinna bestu manna yfirsýn með sér í hinum stóru málum en ekki hlusta bara á einn eða tvo höfuðsnillinga sem alllt þykjast vita. Formenn þurfa að hafa eyrað líka við grassvörðinn og treysta ekki blint á ískalt mat einhverra sjálfskipaðra ofurgáfumanna.

Það þarf stundum alþýðlegt vit og farsælar meðalgáfur til að greina á milli útreiknaðra valkosta. Þar skilur oft á milli feigs og ófeigs.

Það þarf nefnilega að vinna sigurinn líka í pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er frábær greining hjá þér. Formaður Sjálfstæðisflokksins má ekki loka sig af, hann þarf að greina kliðinn af röddum fólksins.

Ragnhildur Kolka, 22.11.2011 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband