Leita í fréttum mbl.is

EES-Schengen

eru orð sem heyrðust á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og var þá ekki verið að hrósa þessum gerningum. En Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á að hafa komið þessum málum í gegn og ekki má mikið hnjóða í þessi apparöt án  þess að Björn Bjarnason komi með allt sitt vit og rökþunga til að verja Schengen að minnsta kosti. Og verður þá oftar en ekki lítið úr formælingum annarra. Við verðum vitni að því seint og snemma að Jón Baldvin Hannibalsson hreykir sér af því að hann hafi komið þessum samningi í gegn, hann sé hinn mikli spámaður sem allt hafi gert. En hann var aðeins talsmaðurinn útávið og hjalparkokkur. Án Sjálfstæðisflokksins gat hann minna en ekki neitt þó grobbið vanti aldrei í kratana.

En það þýðir ekki að það ríki koppalögn í Sjálfstæðisflokknum  um ágæti Schengen samstarfsins, hvað þá um ágæti eftiráspekingslegra málalenginga Jóns Baldvins .  Björn Bjarnason telur að  samningurinn hafi fært okkur fleira gott en illt.  Hann hefur þó ekki útskýrt enn fyrir mér hversvegna Bretar geta staðið utan hans og virðist ganga vel.  Bretland er eyja eins og Ísland og hefur langa reynslu af því hvílík vernd landinu hefur verið í aldanna rás af þessum vatnsborða sem umlykur eyjarnar.Það er í fyllsta máta skiljanlegt að svo reynd þjóð noti þetta til að stýra umferð til og frá landinu þó að sé fullseint í rassinn gripið hjá þeim þegar svo mikið af óþjóðum er þegar komið til þessara miklu landa Engla,  Saxa, Kelta og  Skota.

Menn hérlendis hafa af því vaxandi áhyggjur hvernig skipulögð erlend glæpastarfsemi skýtur hér rótum. Líkstungumaðurinn Gajdas sem var í aðkomubanni til landsins fór og líklega fer kannski enn allra sinna ferða út úr landinu hvað sem fyrri málum líður.  Úraþjófarinir geta þá birst hér aftur án þess að við Franch Michelsen vitum af því.  En ég kemst ekki inn í landið nema hafa íslenskt vegabréf.  Þegar ég held því fram að við getum tekið upp vegabréfaskyldu til landsins og frá, þá er mér svarað með kuldalegri þögn.  Schengen er eitthvað heilagt vé sem ég má ekki hafa skoðanir á.

Ég held því samt fram að Íslendingum sé fullheimilt að taka upp vegabréfskyldu samkvæmt undaþáguákvæðum í samningnum ef vilji væri til. Það getur til dæmis verið kallað bráðabirgðaráðstöfun vegna "tímabundinnar" vaxandi erlendrar glæpastarfsemi sem getur svo staðið með með lotum og hléum eins lengi og verkast vill. Viljinn er bara allt sem þarf til að hrinda þessu í framkvæmd.

Sama máli gegnir í EES-samningnum. Í honum er nóg af ákvæðum sem geta leyft okkur að teygja hann og toga.  En af  hálfu okkar  ráðamanna úr öllum flokkum hefur ekki verið vilji til að reyna að milda ákvæðin. Svo að embættismenn eins og þeir eru nú vel til forystu fallnir eða hitt þá heldur, fá sjálfdæmi í framkvæmd allrar sérviskunnar.  Sem dæmi hér um eru RARIK og Orkusalan og ýmislegt annað sem óþarfi er að eltast við vegna sérstöðu landsins  eins og til dæmis Flugmálstjóri lemur sem ófrávíkjanlegar staðreyndir sérvisku EASA áfram án tillits til hvaða píslir og tjón hann er að vinna með kreddufestu sinni þegar flugaðstæður hérlendis eru svo gerólíkar því sem gerist í litlu Evrópu. Afþví bara segja þessir menn og yppta öxlum og komast upp með alla sína vitleysu  þegar stjórnmálamenn taka ekki í lurginn á þeim eins og þeir eiga að gera.

Við getum lifað við bæði EES og Schengen ef við höfum vilja til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Halldór...Hvað þarf til þess að Ganga úr Schengen ?

Vilhjálmur Stefánsson, 23.11.2011 kl. 15:24

2 Smámynd: Halldór Jónsson

það er líklega erfiðara en ég og þú höldum. Eki tæknilega heldur hugarfarslega.Þjóðin er vinstrisinnuð, krata/kommaþjóð sem alltaf gerir dellur frekar en eitthvað af viti

Halldór Jónsson, 23.11.2011 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 3418158

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband