Leita í fréttum mbl.is

WOW- MP-Banki, Voff Voff !

er nýtt sameyki í íslensku viðskiptalífi að fæðast?

gæti einhverjum dottið í hug þegar hann reynir að muna eftir gömlu útrásarvíkingunum Jóni ásgeir og Pálma Haraldssyni. En þeir komu eitthvað við sögu Íslandsbanka, BYR og fleiri fjármálastofnana og svo Icelandair Group, Flugleiða, Sterling og hvað þetta hét allt saman. Hvað skyldi ekki vera hægt að græða á lággjaldaflugfélögum ?

Skúli Mogensen er nýtt stirni á himninum. Hann er nýbúinn að kauppa sér MP-banka. Nú er hann að stofna nýtt lágfargjaldaflugfélag í stíl við Pálma Haraldsson, Astreus og Iceland Express og tékkneskt leiguflugfélag hans.

Fjölmiðlar flytja sem fyrr fagnaðarfréttir af athafnasemi Skúla sem brátt mun fljúga okkur ódýrt yfir Atlantshafið. MP-banki hefur ekki aðskilið rekstur sinn í fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Af hverju ekki? Er sjálfgefið að fólki lítist á að eiga spariféið sitt í MP-banka þegar þessi eignatengsli eru skoðuð? Hvar er MP sjálfur í þessu?

Nei nei, engin tengsli milli Skúla í MP-banka og Skúla í WOW(Í Andrésblöðunum er WOW það sem hundarnir segja á Íslandi Voff voff) frekar en í fyrra tilvikinu. Menn eru bara að versla með hlutabréf og það kemur ekkert málinu við þó þeir eigi í öðrum félögum og það hafi verið kölluð krosseignatengsl fyrir hrun. Maður bara leigir sér flotta stjórnarformenn sem allir treysta. Allt í þessu fína.Gunnar Andersen á sjálfsagt nóg með sig þessa dagana.

VOFF Voff, WOW !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Vantar ekki bara "sniff - sniff - sniff" þarna í lokin, Halldór.... eða hvernig eru svona viðskipti annars fjármögnuð.....

Það er ótrúlegt "eitthvað óskiljanlegt" sem fær menn til að fjárfesta í flugfélagi eða álíka rekstri, sem er kominn á hausinn áður en til hans er stognað... Það hljóta einhverjar aðrar hvatir eða viðskipti að liggja að baki en reksturinn sem fjárfesingin virðist tengd.... eða eru þessir menn virkilega svona vitlausir...? Auk þess hljóta þeir að eiga stórt vinagengi sem svipað er ástatt fyrir, ella kæmu þeir aldrei þessum rekstri á koppinn.... eða er ég að misskilja eitthvað í þessu öllu saman.... ég hef nefnilega aldrei geta skilið hvað mikið hefur verið búið til af peningum, að því er leikmönnum virðist, úr engu.... ég get skilið hvernig rjómi sem þeyttur er þenst út í skálinni og hef líka orðið vitni af því að þegar of mikið er þeytt að þá dregst hann saman... þannig virðist mér að hafi farið fyrir okkar efnahagsmálum.... en lengra nær mín þekking og tilfinning fyrir hagfræði.... enda kláraði ég aldrei nema fyrri hlutann af "bankaskólanum" forðum....

Ómar Bjarki Smárason, 26.11.2011 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband