Leita í fréttum mbl.is

Sameinađir stöndum vér

og sundrađir föllum vér.Gamalt spakmćli sem ef til vill er ekki svo vitlaust.

Mađur er ađ reyna ađ átta sig á ţví hvađ mál sameini ţessa ríkisstjórn ţegar mađur les heilsíđuauglýsingu í Morgunblađinu frá valinkunnum stuđningsmönnum Vinstri Grćnna um allt land. Tilefniđ er ađ styđja viđ ţađ ađ Jón Bjarnason landbúnađar-og sjávarútvegsráđherra verđi ekki rekinn úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur sem kennir sig til norrćnnar velferđar og vinnur ađ inngöngu í ESB međ samţykki formanns flokks Jóns.

Jón Bjarnason er á móti inngöngu í ESB og sýnir ţađ bćđi seint og snemma.Varla er honum láandi miđađ viđ kosningastefnuskrá VG. Hann á ţví stuđning langt út fyrir rađir síns litla flokks bćđi međ varđstöđu um málefni landbúnađarins og ESB máliđ gagnvart sjávarútveginum.

Ţessu er öfugt fariđ um formann VG. Bćđi af ýmsum ástćđum öđrum heldur en ţeim ađ hann hefur ekki minnst á afstöđu sína til inngöngu í Evrópusambandiđ siđan í kosningunum 2009. Hann er ásakđur um ađ ver óheill í ţeirri afstöđu. Kosningaloforđ kunna ađ vera létt í vasa hjá sósíalistum ţar sem hin mikla hugsjón ađ baki ţeirra réttlćtir alla ţá krákustiga sem fara verđur ađ markinu mikla-Alrćđi Öreiganna.En VG á sér hugsjónalegan uppruna hjá kommúnistum sem fundu sig ekki í sama flokki og vinstri kratar.Eđli ţessu samkvćmt telst ţađ sigur ađ hafa getađ hindrađ öll stóriđjuáform til ţessa án ţess ađ nokkuđ annađ hafi komiđ í stađinn. Atvinnulífiđ til landsins er ţví í sömu sporum og fyrr.

Ţessi ríkisstjórn var hinsvegar kosin til ţess af fólkinu, ađ takast á viđ ađsteđjandi vanda.Sem var helstur ađ koma atvinnulífinu aftur af stađ og taka á skuldavanda heimilanna, vegna stökkbreytinga í kjölfars kerfishrunsins.

Hefur hún stađiđ undir vćntingum? Fullyrđa má ađ skuldamál heimilanna séu ađ mestu leyti óleyst. Atvinnulífiđ til landsins er í svipuđum vandamálum og atvinnuleysiđ og landflóttinn er viđvarandi. Svávarútvegur og útflutningur ganga vel sem eđlilegt er viđ 100 % gengisfall. Gjaldeyrishöft og stórhćkkađir skattar eru viđvarand stađreynd.
Vćntingar um breytingar sem ţessi ríkisstjórn standi fyrir međ einhverjum hćtti eru ţverrandi. Stuđningsmenn hennar eru hinsvegar duglegir ađ breiđa út ţá skođun ađ hún verđi ađ sitja vegna ţess hversu núverandi stjórnarandstađa sé léleg. Líklega ber almenningur ekki mikiđ traust til núverandi Alţingis. Almenningur er heldur ekki trúađur á ađ af inngöngu í ESB verđi.

Svo til hvers situr ţá ţessi ríkisstjórn? Standa vörđ um ađ ađildarviđrćđum viđ ESB verđi ekki frestađ? Skapa tíuţúsund störf? Leysa skuldavanda heimilanna? Vera landsmönnum til skemmtunar? Halda í núverandi samsetningu Alţingis vegna ţess ađ margir ţingmenn muni ekki eiga afturkvćmt ţangađ?

En hvernig líđur landsmönnum sjálfum ţá? Eru ţeir ánćgđir međ gang mála? Finnst ţeim gaman ađ skemmtidagskrá ríkistjórnarinnar? Störfum núverandi Alţingis? Eđa vilja gefa upp á nýtt?

Ţarf ekkiađ stokka uppá nýtt? Ţarf ekki ađ sameina kraftana en hćtta ađ toga sundrađir sitt í hvora áttina? Kjósa uppá nýtt?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Nú er ţađ taliđ fólki til "andlegra tekna" ađ trúa á einhvern óskilgetinn "Guđ" og ESB og af hinu síđarnefnda kemst fólk á skrá sem einhverjir mestu hugsuđir samtímans. Ég er sammála ţér í ţví sem skín í gegnum ţennan pistil ţinn, Halldór, ađ ţađ standi okkur nćr ađ trúa á Jón Bjarnason!

Og ţar sem ţú fjallar um "sameiningu" ţá verđ ég nú ađ segja ađ ţađ hvernig ákveđnir ţingmenn vilja sniđganga 1. des heimsókn á Bessasađi vegna ţess sem ţar situr er viđkomandi ţingmönnum til minnkunar. Ţađ er embćttiđ sem býđur ţingheimi  á Bessastađi óháđ ţeim sem ţar situr, eđa er ekki svo?

Áhugaverđ forsíđa Fréttablađsins í dag hlýtur ađ hafa vakiđ athygli ţína ekki síđur en mína, en ţađ er hagnađur ţessar  lögfrćđinga á  bágindum ţjóđfélagsins. Ţađ hverning "afćtuţjónustustéttir", lögfrćđingar og innheimtufyrirtćki, ţrífast á bágu ástandi heimila og fyrirtćkja landsins, er ţessu ţjóđfélagi til skammar. En kannski er ég ađ misskilja eitthvađ og kannski eru lögfrćđingarnir helsti bjarvćttur efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, ef grannt er skođađ, ţví auđvitađ greiđa ţćr drjúga skatta af tekjum og arđgreiđslum. Og svo er ţeim kannski nokkur vorkun, ţví líklega er ţetta sú stétt háskólamenntađs fólks sem á hvađ minnsta möguleika á ađ hasla sér völl á erlendum vettvangi. En mikiđ er ţađ ţjóđfélag nú sjúkt sem gerir betur viđ lögfrćđinga og innheimtufyrirtćki en mennta-, heilbrigđisstéttir og ummönnunarstofnanir! Mikiđ vćri ţađ nú ţjóđinni hollara ef ţađ vćri landflótti í stétt lögfrćđinga, en hjá lćknum, hjúkrunafólki, verkfrćđingum, iđnađramönnum og verktökum í byggingariđnađi. Takist ríkisstjórninni ađ snúa ofan af ţeirri ţróun og koma böndum á "afćtuţjónusturnar" ţá er spurning hvort ađ ríkisstjórnin öll kćmist ekki á skrá yfir 100 helstu pólitísku hugsuđi heimsins? Hvort ţađ er mikiđ afrek í sjálfu sér lćt ég öđrum ađ dćma.....!

Ómar Bjarki Smárason, 30.11.2011 kl. 11:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 798
  • Sl. sólarhring: 979
  • Sl. viku: 6279
  • Frá upphafi: 3189466

Annađ

  • Innlit í dag: 698
  • Innlit sl. viku: 5390
  • Gestir í dag: 599
  • IP-tölur í dag: 578

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband