Leita í fréttum mbl.is

Hagsýn félagshyggjunnar

birtist í grein Þrastar Ólafssonar í Frétablaðinu:

"En við vorum að ræða mælikvarðann fyrir framfarir. Hvað með framfarir á sviði menningar, mannréttinda, réttinda kvenna, umbóta í umhverfismálum o.s.frv.? Eru þetta ekki framfarir? Auðvitað er aukning matvælaframleiðslu góð, þegar fólk er hungrað, en verður að sorpúrgangi, ef allir hafa nóg að borða. Það er margt mikilvægara í mannlegu lífi en heimta meira af efnalegum gæðum a.m.k. á flestum Vesturlöndum.

Þar þarf hins vegar að skipta gæðunum öðruvísi og hætta að skilgreina framfarir sem magn – meira af – heldur sem gæði – betra. Framleiðsla á bíl sem eyðir minna og mengar minna er framför. Hraðbraut á brú yfir Mývatn myndi eflaust stytta vegalengdir, og skaffa tímabundna atvinnu, en jafnframt eyða ró, spilla náttúrufegurð og skemma samfélag. Þessi framkvæmd myndi trauðla teljast til framfara, þótt hún yki hagvöxt. Þessar vangaveltur jafngilda ekki því að loka eigi öllum steypustöðvum og hætta að framleiða ál. Þær segja hins vegar að allt hafi sinn tíma. Sá skilningur sem við lögðum í hugtakið framfarir um miðja tuttugustu öld eru tímaskekkja nú. 21. öldin verður óhjákvæmilega öld efnalegrar nægjusemi, því flestir í okkar heimshluta hafa nóg af efnalegum gæðum. Þegar flestar auðlindir eru fullnýttar tekur mannvitið við, framleiðir af hugviti og deilir jafnar auðæfum og atvinnu."

Það er ekki hagvöxtur sem þeir vinstri menn sjá fyrir sér. Það er að skipta skorti. Það er að föndra með hugvit og stefna að efnalegri nægju semi. Hvað er þetta fólk, 6300 talsins, að þvælast úr landi? Er það eitthvað óanægt með Mývatn?

Skilur það ekki hagsýn félagshyggjunnar?  



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er ekki að ástæðulaustu að maður les gjarnan blogg Halldórs Jónssonar. Beittur að vanda. Verulega flottur pistill.

Sigurður Þorsteinsson, 20.12.2011 kl. 16:39

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það gleður mitt gamla hjarta ef einhver nennir að lesa hjá manni Ziggi, ég tala ekki um meriháttar menn og baráttujjaxlar. Ég þakka fyrir að þér hafi verið skemmt.

Halldór Jónsson, 20.12.2011 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband