Leita í fréttum mbl.is

Ekki er allt sem sýnist

innanstokks í Samfylkingunni.

Kristrún Heimsisdóttir talar hreinskilnislega um það hvernig Árni Páll hafi orðið til þess að bjarga ríkisstjórninni á fundinum í gærkveldi á elleftu stundu. Þá höfðu allir valdafantarnir farið hamförum fyrir því að láta undan venjulegri Machtpolitík Jóhönnu og hótunum um stríð og stjórnarslit. Enda virðist Jóhanna aldrei hafa kunnað aðra leið í stjórnmálum en aðferð hins steytta hnefa ef marka má frásagnir fyrrum samstarfsmanna.

Á fundinum fóru þar fremstir Össur, Dagur og Hrannar í því að hóta mönnum hörðu. Svo merkilegt sem það hljómar, þá virðast fundarmenn í þetta sinn ekki hafa verið sammála um að láta berja sig til hlýðni. Þarna voru uppi harðar skoðanir sem ekki gáfu sig fyrr en Árni Páll beygði þær. Þetta boðar nokkur tíðindi um það að Össur virðist ekki vera sérstakur spámaður um forystumálin í þeim flokki.

En eins og þessi lýsing Kristrúnar er hreinskilin um gang mála hjá Samfylkingunni þá er meira á huldu hvernig Steingrímur fór að því að fá flokkinn til að slátra Jóni Bjarnasyni. Steingrímur grét að vanda yfir þeirri sorg sem hann bæri í hjarta yfir þessari blóðfórn. Ekki hefur verið mikið um fréttir af framgöngu einstakra manna á þessum fundi en út kom Steingrímur með það sem hann var búinn að semja um við Jóhönnu þó hann særi og sárt við lagði að þetta hefði ekkert með brotthvarf Árna Páls að gera. Enda virðist alræði Steingríms vera með þeim hætti, að allir flokksmenn glúpna fyrir sjónum hans þegar á hólminn er komið. Það er helst að menn áræði að senda honum tóninn úr öruggri fjarlægð og brúka jafnvel hin sverustu lýsingarorð um framgöngu formannsins sem yfirleitt ekki heyrast í öðrum flokkum.

Fyrir almenning sem tekur annarsvegar við fréttum um það hvernig ríkisstjórnin sé að leysa allra vanda og svo fréttum aaf þessu framferði öllu, er þetta varla ástæða til að fyllast sérstöku trausti til forystu ríkisstjórnarinnar. Það er varla mikil hvatnig eða forysta fólgin í ríkisstjórn serm virðist eyða meiri orku í að sjálfa sig og hagsmuni einstakra valdamannamanna heldur en hún eyðir í það að leiða þjóðna fram á við úr feni landflótta, hafta og atvinnuleysis.

Það er merkilegt að velta fyrir sér stöðu Hreyfingarinnar og Þráins Bertilssonar í þessu sambandi. Það virðist ekki þurfa lengur að kaupa þá með öðru en ábendingum um það að ella geti þeir orðið skyndilega kauplausir við að detta út af Alþingi. Og Guðmundur Steingrímsson virðist ekki hafa neitt að selja,- sem ýmsir töldu sig vita löngu fyrir þessa atburði.

Svo áfram heldur stjórnarlífið með flugeldasýningum og sprengingum eins og verið hefur. Enn er ekki fulllreynt, því enn er eftir Steingrímslota í bardaganum.

Það er heldur ekki allt sem sýnist fremur venju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ertu ekki bara að bulla. Eða getur þú sagt okkur hvað og hvernig stjórnvöld þú vilt

Rafn Guðmundsson, 1.1.2012 kl. 02:28

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sjálfsagt Rafn. Ég vil kosningar. Síðan tækju þeir flokkar saman höndum sem eiga mestan málefnagrundvöll saman. Svo einfalt mál. Ég treysti þjóðinni til að velja,

Halldór Jónsson, 1.1.2012 kl. 11:20

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Halldór: Mjög góður pistill hjá þér!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.1.2012 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 728
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6209
  • Frá upphafi: 3189396

Annað

  • Innlit í dag: 640
  • Innlit sl. viku: 5332
  • Gestir í dag: 550
  • IP-tölur í dag: 530

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband