Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur og eftirá séð

hugsanir hans sem fram koma í hreinskilinni grein hana í Morgunblaðinu í gær neyddu mig til að hugsa til baka og velta fyrir mér hvaða ábyrgð ég sjálfur beri vegna þess að hafa þagað of mikið um sumt og veitt þvi þannig þegjandi samþykki.

Ég var ákaflega andvígur sölu Símans og Póstþjónustunnar á sínum tíma. Ég taldi þá og tel enn að vissir þættir samfélagsins eigi að vera í opinberri eigu.Dómsvaldið, fjarskipti að grunngildi, vegagerð, hafnarstjórn, flugvallastjórn, menntakerfið, póstþjónusta, löggæsla, fangelsismál,vegabréfaútgáfa, bifreiðastjórnun, auðlindastjórnun. Ég lét þetta í ljós opinberlega en rödd mín var mjóróma og féll ekki í tíðarandann.Ég veitti ekki næga andspyrnu. Ég hefði getað gert betur þó það hefði sjálfsagt ekki breytt neinu svona eftirá séð.

Ögmundur rekur hvert einkavæðing grnnþátta leiddi okkur. Nú til baka litið vildi ég auðvitað segja mér til upphafningar;" Ég sagði ykkur það líka en þið hlustuðuð ekki." Nú er Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur dæmdur af þessu og allir félagar í flokknum stimplaðir óalandi og óferjandi vegna þess sem af vissum grunnmistökum leiddi. En það er ekki svo í mínum huga að Sjálfstæðisstefnan hafi breyst eða brugðist, þó að í stjórnartíð okkar flokks hafi verið gerð viss mistök sem allir flokksmenn voru síður en svo ánægðir með.

Nú erum við biturri reynslunni ríkari. Væntanlega höfum við öll lært eitthvað eftirá séð.En við Sjálfstæðismenn höfum ekki fengið frekari trú á sósíalismann eða hafta-og ofstjórnarkenningum vinstri manna. Ég hef ekki tapað trúnni á nauðsyn verðtryggingar sparifjár á verðbólgutímum þó það sé ekki í móð lengur. Ég hef heldur ekki tapað áttum á eðli verðtryggðra langtímalána og samhengi við hið fyrra þó að skoða megi aðferðir betur.

Ég hafði gott af því að lesa grein Ögmundar um það liðna svona eftirá séð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Það ber hverjum manni að verða betri eftir á séð, eða með því að bæta sig við að innbyrða nýja reynslu. Reynsu af mistökum þar á meðal, ásamt reynslu af því sem vel var gert.

Þetta er endalaust streymi og alltaf jafn fróðlegt, sérstaklega eru síðustu 70 til 100 ár tími mikilla breytinga.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 18.1.2012 kl. 10:15

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er gott og vel. Í dag verðum við að hreinsa út sjálfstæðisflokkin af ESB unnendum en á meðan það er ekki gert þá get ég ekki treyst honum fyrir að draga ESB umsóknina til baka. Þetta er svo aðkallandi en við sökkvum dýpra og dýpra undir lög þeirra svo það liggur við að þeir geti gert eins og útrásarvíkingarnir þegar þeir keyptu fyrir tæki með pening fyrirtækisins sem þeir keyptu.

Valdimar Samúelsson, 18.1.2012 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband