Leita í fréttum mbl.is

Höfum við nokkuð lært?

af hruninu per se?

 Er hrunið í sjálfu sér orðið að nokkru nema einu viðskiptastórslysi? Að mestu í boði örfárra manna þar sem einn var hugsanlega sýnu mestur meðal jafningja. Tapaði 1000 milljörðum af lánsfé sínu. Aðrir fylgdu fast á hæla honum. Þetta voru kallaðir viðskiptajöfrar og athafnaskáld á meðan móðurinn var á mönnum. En núna eigum við að trúa því að allt þetta fé hafi bara gufað upp, tapast í mislukkuðum viðskiptum?  Jafnt íbúðaturnar í Macau, íbúðir í Soho og New York sem hlutabréf í stórfyrirtækjum heimsins. Bísenssarnir gegnu bara ekki upp. Sorry Stína segja þeir núna, allt farið við eigum ekkert eftir. Tap á öllu. Jolly Joly ?

Þeir voru þá bara ekki sniðugri en þetta. Heiðar Már sem varð að fá 80 millur á mánuði til þess að hann færi ekki til einhvers annars banka í útlöndum. Var hann  þá bara ekkert sniðugri en þetta? Og Siggi Einars, Pálmi og Jói í Fons, Óli í Samskip, Finnur Ingólfsson, Jón Ásgeir,  Rassmusenarnir,Gulli í Kögun, Wessmann  Björgólfarnir og allir hinir, voru bara ekkert sniðugir að græða. Kunnu bara að tapa?

Við hinir horfum bara á þegar næsti fjármálasnillingurinn, ástmögur þjóðarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, endurreisir bankana og fullfjármagnar að eigni sögn. Að vísu veit hann ekki hverjum hann gaf tvo þeirra em skiptir svo sem engu máli lengur. Við bara steytum hnefana að Sjálfstæðisflokknum og heimtum að taka upp Evruna og burt með verðtrygginguna, samningana í gildi og þetta nokkuð sem við kunnum best. 

En höfum við annars nokkuð annað  lært í bankafræðum?  Hefur nokkur banki aðskilið viðskiptabankastarfsemi sína frá fjárfestingarbankastarfsemi? Hefur Kauphöllin eitthvað lært? Til hvers erum við núna með 120 manns í Fjármálaeftirlitinu þegar enginn veit hverju er meira eftir að  líta?  Allt komið á hausinn í landinu hvort sem er?

Höfum við nokkuð lært þegar á botninn er hvolft?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hrunið varð ekki vegna bankanna heldur vegna stórra hagstjórnarmistaka.  Þangað til fólk áttar sig á því hvaða mistök það voru og hvernig á að komast hjá því að endurtaka þau þá hefur það ekkert lært.

Lúðvík Júlíusson, 22.1.2012 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband