Leita í fréttum mbl.is

Í Bunkernum

í Berlín í apríllok 1945 var mikið um að vera. Þar sendi stjórn þriðja ríkisins og kanslari Þýskalands út margar tilkynningar og fyrirskipanir. Her Wencks átti að taka sér stöðu við Oder og tryggja varnir höfuðborgarinnar. Eini gallinn var að þessi her var ekki lengur til. Það var gefin út fyrirskipun um að skjóta Göring fyrir drottinsvik og send út hraðskeyti til Obersalzberg þar sem Hermann hélt sig. Öllum brúm í Þýzkalndi átti að eyða til þess að óvinirnir kæmust ekki yfir þær. Það átti að leggja Þýskaland í eyði þar sem þjóðin var ekki lengur verð þess að lifa fyrir Foringjann. Albert Speer komst þó upp með það að játa það fyrir Foringjanum að hann hefði slælega framkvæmt þessar fyrirskipanir.Kannski var eitthvað raunsæi einhversstaðar að finna í Bunkernum.

Þetta ástand minnir óneitanlega á ástandið á Alþingi Íslendinga um þessar mundir. Það þarf að reka forseta þingsins og Innanríkisráðherrann verður að segja af sér strax krefst einn þingskörungurinn í stíl við Göbbels. Ákæran á hendur Geir verður að halda áfram krefst annar. Enn einn vill að hún verði fyrst sett í nefnd sérfræðinga. Spurning er hvar raunsæið heldur sig við Austurvöll?

Þetta ástand er víst kallað Bunkermentalitet í sálfræðinni. Ætli það sé helst til þess fallið að auka á virðingu Alþingis um þessar mundir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 598
  • Sl. sólarhring: 951
  • Sl. viku: 5474
  • Frá upphafi: 3196924

Annað

  • Innlit í dag: 548
  • Innlit sl. viku: 4515
  • Gestir í dag: 494
  • IP-tölur í dag: 481

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband