Leita í fréttum mbl.is

Tćr snilld

birtist í grein Sigurđar V. Sigurjónssonar lćknis í Mbl. í dag.

"
Hjörleifur Stefánsson arkitekt reit góđa grein í Fréttablađiđ 4. febrúar sl. Ţar stakk hann upp á ađ Perlan yrđi gerđ ađ Náttúruminjasafni Íslands. Perlan vćri tákn Reykjavíkurborgar međ fögru útsýni. Ţađan séđ vćri fjallahringurinn ćgifagur. - Ţađ er furđa ađ ekki skuli vera komin fyrir löngu skilti á svalir stađarins sem lýsa tilurđ ţessa hrings.

Skođum fyrst mynd í norđur - síđan mynd í suđur.
Fjallasalur norđursins segir sögu síđustu ísaldar, sl. 3 milljónir ára. Vestast er Akrafjall, en efst á ţví er jökulberg, Rauđrönd, menjar fyrsta víđfeđma ísaldarjökulsins. Ţetta er viđ mynni Hvalfjarđar, en báđum megin eru nú fornir skriđurunnir sjávarhamrar. Í Kollafirđi, sunnan mynnisins, er askja megineldstöđvar sem kennd er viđ Kjalarnes. Ađeins sunnar, austar og nćr í tíma eru leifar öskju í Viđey og í Vatnagörđum. Varmi sem enn er í iđrum eldstöđva í nágrenni Reykjavíkur yljar nú hjartarćtur íbúanna í gegnum Hitaveituna. - Akrafjall sjálft er 3-5 milljóna ára gamall blágrýtisstafli, hraunlög frá síđasta hluta tertíer-tímans. Skarđsheiđi er sama eđlis, en hraunlögin ţar eru runnin frá megineldstöđ Hafnarfjalls.

Á síđustu jökulskeiđum ísaldar (síđustu hundruđ árţúsundin) hefur falljökull grafiđ hratt á bak aftur ţann Hvalfjörđ sem viđ ţekkjum. Köld tunga skriđjökuls hans hefur oft legiđ viđ munnopiđ og sleikt út um, eins og sjá má merki um ţar. Ávöl austurhlíđ Akrafjalls og v-laga dalverpi, sem hangir ţar niđur undir ţessa nú horfnu tungu, segja sína sögu. Ţarna viđ mynniđ sjáum viđ glímuvang Ćgis og hrímţursa. Sunnan í Skarđsheiđi hanga líka u-laga jökuldalir, grafnir af litlum skriđjöklum niđur ađ meginjökli fjarđarins. Á efra borđi ţessa fjalls og Esjunnar eru leifar eldri ósýnilegs dalbotns hangandi hátt yfir firđinum. Sennilega nćr sá rofflötur hraunfletinum sjálfum sunnar í brún Kistufells. Austar er ávöl bunga Skálafells, en ţar hefur jökull gengiđ yfir andstćtt flötum láréttum kolli Kistufells. Ţar á milli eru bleikir Móskarđshnjúkar, ljósgrýtisinnskot eins og síđustu andvörp megineldstöđvarinnar í Stardal. Nú liggur Mosfellsdalur í gegnum öskju hennar, grafstóna. Ung grágrýtishraun frá Mosfellsheiđi ţekja svo dalbotninn og ná vestur út í sundin, en ţar stendur Reykjavíkurborg og perla hennar.
Frá rekbeltinu Ţingvellir-Hengill ađ títtnefndu mynni Hvalfjarđar eru 30 km og 3 milljónir ára (elst vestast). Hér birtist ţví »fređiđ« landrekiđ, kjölfar Ameríkuflekans sem rekur í vestur einn cm á ári. Ţetta stađfestir m.a. aldur bergs vestast í Esjurótunum, 3 milljónir ára.

Í sjávarhömrum SV-Esjunnar er bláleitt hverasođiđ móberg međ kalkspati (ţverskorinn hryggur), myndađ í jökli kuldaskeiđs fyrir 2,5 milljónum ára (kalksteinn ţađan var brenndur ţar sem nú er Kalkofnsvegur) međ sprungusveimi tengdum Kjalarnesseldstöđinni. Eldvirknin hefur svo haldiđ ţar áfram nćsta hlýskeiđ og drekkt móberginu međ hraunlögum sínum. Nú birtist ţetta sem móbergsfjall innan í Esjunni.

Ţegar horft er til suđurs út á Reykjanesskaga sést vel sama fyrirbćri gerast í nútíma. Hvernig móbergstindar síđasta jökulskeiđs eru ađ hverfa undir hraunbreiđur síđustu 10 ţúsund ára. Af tindi Trölladyngju sér sumstađar á koll ţeirra í óbrinnishólmum niđri á hraunsléttunni.
Úti viđ Reykjanestá (=hćl) gengur »Miđgarđsormur«, miđ-Atlandshafshryggurinn á land og hlykkjast skástígur ţvert norđur yfir landiđ og stingur sér síđan niđur í hafiđ viđ Öxarfjörđ, ţó eigi hauslaus.

Reykjanesfjallgarđur er líka leiksviđ elds og íss. Ţar rísa móbergshryggir myndađir í jökli ísaldarskeiđa og móbergsstapar međ hraunskjöldum sínum á kollinum, til marks um hćđ jökulsins. Ţar er Langahlíđ, samsettur stapi krýndur nútímahraunum sem hvíla á grágrýtisskildi sem liggur síđan á jafngömlum móbergs-sökklinum. Lögun fjallsins gefur góđa hugmynd um legu og lögun skriđjökulsins sem fađmađi fjalliđ. Svipađur skjöldur eđa lag er einnig ofarlega í Vífilsfelli og Bláfjöllum, en ofan á ţví liggur lćgri móbergshryggur. Kannski jafnaldra berginu neđan viđ og sýnir ţá hlé sama goss, sbr. Hlöđufell.

Lengst í austri er svo helgasta vé Fjallkonunnar, Ţingvellir. Ţar eru rćtur landsins, berggrunnsins og menningarinnar sem á honum hvílir. Ţar fćddist landiđ, Alţingi, lögin og kristnin. Ţar fćddust líka sumir inn í nýjan heim. Og yfir Ţingvöllum gnćfa Botnsúlur, leifar af stapa svipuđum ungri drottningu örćfanna, Herđubreiđ. Ţar hafa hrímţursar ađeins bitiđ í skjaldarrendur, en förin eru dýpri og ná inn ađ miđju í Botnsúlum. Ţćr, eins og fjöllin sitt hvorum megin Hvalfjarđar, hafa lyftst í upphćđir og hvort tveggja vegna affergingar viđ rof. En ţćr tróna líka á upplyftum vesturbarmi sigdals vallanna.

Máđir grágrýtisskildir Mosfellsheiđar og svćđisins vestan Hengils greinast illa, en Reykjavíkurborg ađ međtalinni Öskjuhlíđ stendur á slíkum dyngjuhraunum. Öskjuhlíđ var lítil eyja í lok síđasta ísaldarskeiđs, enda jökullaust landiđ ţá ekki fullrisiđ undan fargi hans. Lábariđ grjót hinnar fornu fjöru og skeljar í leirsteini Skerjafjarđar (Fossvogslögin) segja ţessa stađbundnu sögu. Sömu sögu segja lábarđir hnullungar skersins, sem Kópavogskirkja stendur á.

Langt í vestri úti viđ sjónarrönd rís svo eldkeila á besta aldri, megineldstöđin Snćfellsjökull.
Hvergi í heiminum er bođiđ upp á slíkt sjónarspil. Ţar yrđi sýning íslenskrar náttúru úti og inni, nćr og fjćr.
Ekki má láta ţetta tákn Reykvíkinga, og raunar allra Íslendinga, í hendur blindra svokallađra fjárfesta, sem virđast lítiđ skynbragđ hafa á annađ en fé er - ţađ yrđi hneyksli. Sjá andanna menn viđ Reykjavíkurtjörn ađeins »guđslambiđ«? Á ađ fórna ţví, ţar sem stutt er til páska, fyrir skammlíft silfur?

Ef ţetta djásn er á leiđ á krossinn, eigum vér ađ gerast musterisriddarar og reka ţessa kauphéđna út úr helgidóminum, musteri náttúrunnar, harđri hendi.
Gerum Perluna ađ náttúruminjasafni íslensku ţjóđarinnar!"

Ţađ ţarf snilld til ađ skrifa svona um jarđfrćđi Íslands sem Sigurđur lćknir gerir. Hversu ţćgilegra vćri ekki ađ lesa námsbćkur sem vćru skrifađar af svona tilfinningu?

Ég mátti til ađ vekja athygli á ţessari tćru snilld fyrir ţá sem ekki lesa Moggann ţó ţeim fari nú aftur fćkkandi međ vaxandi brambolti ríkisstjórnarinnar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sćll frćndi.

Ég las ţessa góđu grein Sigurđar Sigurjónssonar í morgun og naut vel.  

Ég tek heilshugar undir orđ hans:

"Ekki má láta ţetta tákn Reykvíkinga, og raunar allra Íslendinga, í hendur blindra svokallađra fjárfesta, sem virđast lítiđ skynbragđ hafa á annađ en fé er - ţađ yrđi hneyksli....... Gerum Perluna ađ náttúruminjasafni íslensku ţjóđarinnar!"

Ágúst H Bjarnason, 30.3.2012 kl. 22:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 150
  • Sl. sólarhring: 997
  • Sl. viku: 5940
  • Frá upphafi: 3188292

Annađ

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 5050
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband