Leita í fréttum mbl.is

Breivik

er tilfelli sem Norðmenn virðast ekki ráða við. Menningarlega, sálarlega, siðferðislega.

Norðmenn tóku þátt í árásunum á Libíu sem leiddu til morðsins á Gaddafi án dóms og laga.Auk jafnvel þúsunda annarra.Welt-online veltir siðferðisspurningunni fyrir sér.

Norðmenn leiddu Widkun Quisling óhræddir fyrir aftökusveit og varð ekki mikið fyrir.

En gagnvart Anders Breivik standa þeir ráðþrota.

Þeir vita ekki hvað á að gera við hann. Á hann að dvelja það sem efir er í lúxusfangelsi að hætti norrænnar velferðar og njóta þjónustu sálfræðinga og alls hins besta í félagslegri umönnun? Á kostnað efirlifenda fórnarlambanna.
Eða ætla þeir að láta hann lifa í einangrun það sem eftir er daganna? Eða hvað?

Það er gott að ég er ekki spurður um hvað mér finnst um Anders Breivik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Árásir á Líbýu, Írak, Afganistan og fleiri ríki, eru ófyrirgefanlegar af öllum þjóðum sem tóku þátt í því. 

Breivík verður aldrei sleppt lausum aftur, því hann er allt of skemmdur og sálar-helsjúkur. Það verður að rannsaka allt í kringum uppvöxt og líf þessa manns, til að finna rót vandans. 

Ekki má horfa fram hjá því að barna"verndar"nefnd (sem eru hættuleg glæpasamtök) hafa komið nálægt þessum manni í æsku. Það segir meir en flest annað, um hvernig komið er fyrir þessu stóra, helsjúka og vanþroska barni sem Breivík er. það fæðast allir saklausir, en hvað er það sem gerir fólk eins og Breivík svona helsjúkt og hættulegt?

Það er hægt að brjóta og eyðileggja alla, með skipulögðum og ómannúðlegum kerfis-vinnubrögðum og áróðri hvítflibba-valdasjúklinga. Það má ekki sleppa siðblindum og gráðugum samfélags-hönnuðum opinbera kerfisins, sem skapað hafa þessa helsjúku samfélags-þróun.

Það verður ekki hjá því komist að rannsaka það samfélags-kerfi, sem býr til svona villimenn, ef á að stoppa þessa þróun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.4.2012 kl. 07:48

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Anna mín

hversu mjög við rannsökum þá koma svona menn. Það eru til illmenni eins og Breivik og þeir verða tl nokkuð jafnt og þétt alveg eins og þeir góðu, betri og bestu.

Hvernig vilt þú geyma Breivik eftir að þú ert búin að rannsaka nóg?

Halldór Jónsson, 22.4.2012 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband