Leita í fréttum mbl.is

Vantrausti svarað

"Ágætu vantreystendur

Sjálfsagt að svara spurningu ykkar. Svarið er að ég ver núverandi ríkisstjórn vantrausti í þeirri stöðu sem þið búið til.

Ríkisstjórnin hefur unnið afrek við að koma íslensku samfélagi upp úr öldudalnum eftir hrun en á enn óunnið verk í þeim efnum.

Að auki eru nú á dagskrá stórmál sem ekki verður séð að önnur tiltæk pólitísk öfl hafi nokkurn hug á að ráðast í, svo sem:

Skynsamleg fiskveiðistjórn í anda jafnræðis og í samræmi við þjóðareign sjávarauðlindarinnar,

og áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem gæti gjörbreytt stöðu og viðhorfum í sex áratuga hörðum átökum um virkjanir og nátttúruverðmæti.

Síðast en ekki síst er svo umsóknin um aðild að Evrópusambandinu. Aðild færir okkur traustan gjaldmiðil, og skapar grunn undir jafnvægi og framfarir í efnahags- og atvinnumálum, velferð og menntum.

Við núverandi aðstæður verður viðræðum við Evrópusambandið ekki haldið áfram nema með fulltingi þess þingmeirihluta sem styður aðildarumsóknina – en þjóðin öll tekur svo afstöðu til aðildar að loknum samningum.

Að þessu samanlögðu er eðlilegt að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið. Því lýkur í apríl næstkomandi.

PS: Ég hef engan rökstuðning séð fyrir tillögu ykkar um að ríkisstjórnin fari frá og gengið sé til kosninga. Gætuð þið sent mér slík rök? "

Getur einhver svarað þessu?

Eða kemur til greina að fara bara eftir máltækinu og: If you can´t beat them, join them ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418132

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband