Leita í fréttum mbl.is

Ásta og Addý !

kynna sig svo á síðunni kjosendur.is

"Við erum starfshópur sem myndaður var um þetta verkefni fyrir um ári síðan. Var það gert vegna óánægjuradda þeirra sem heyrst hafa í kringum okkur vegna stjórnmálaástandsins á Íslandi. Verkefninu var ekki ýtt úr vör fyrr en nú þar sem að enginn vildi helst ÞURFA að fara af stað með það því það sýnir hve illa stjórnmál á Íslandi eru stödd í raun.

Við biðjum fólk um að hafa eftirfarandi í huga:

Við vinnum alla vinnu í sjálfboðavinnu.

Hér er ekkert launað og engin fríðindi. Kostnaður af uppihaldi síðunar er greiddur af okkur og verður birtur hér jafnóðum.

(Vefsíðan er unnin af velgjörðarmanni kostnaðarlaust)

Hver og einn skrifar nafn sitt undir á sínum eigin forsendum.

Enginn okkar er að standa í þessu af öðrum hvötum en þeim að við viljum fá virkar aðgerðir fyrir landsmenn. Við erum s.s. ekki að fara af stað í sjálfboðna vinnu fyrir einhvern stjórnmálaflokk - þetta er einfaldlega lýðræðislegur valkostur sem við viljum gjarnan eiga þátt í að bjóða upp á.
Ábyrgðarmenn:
Ásta Hafberg 867-5538
Addý Steinars 821-2488 "

Ég hef verið að þusa í fólki sem ég þekki um það hvernig þetta gangi allt of hægt. Svörin sem ég fæ er að fólk viti bara ekki af þessu. Það vanti að koma upplýsingum um átakið á framfæri.

Auðvitað eru öngvir peningar til að auglýsa fyrir. En það er nú hagt að biðja um að fá að koma fram a ÍNN og Úvarpi Sögu, biðja Davíð um að hafa viðtal í Mogga, tala við strákana á X-inu og þess háttar. Það má trúlega gleyma því að elta ólar við Baugsmiðlana, RÚV, DV og Fréttablaðið. Þeir birta ekkert sem ekki passar í stóra Evrópuplanið hjá þeim.

Elskurnar Ásta og Addý, þið eruð stórkostlegar. Ég hefði að vísu ekki minnst á Óla Forseta í ávarpinu, mér finnst þetta ekki verkefni handa honum þó góður sé. En skítt með það. Þetta er ykkar mikla framtak og þið stjórnið því. Reynið að kynna þetta betur.Ég reyni að hjálpa til að smala ef það þá ekki bara fælir frá þar sem ég er stimplaður öfga-Sjálfstæðismaður ef ekki líka komma-og kynþáttahatari þó ég sé bara hæverskur miðjumaður- eða þannig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú kemur mér þægilega á óvart Halldór, flottur ertu. Færð stjörnu frá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2012 kl. 17:15

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir það mín kæra Ásthildur. Við erum samherjar eða samherjur með þeim Átu og Addý. Og ég sem hélt að þú værir eindreginn stjórnarsinni! Þú kemur mér ekki síður á óvart og færð tvær stjörnur frá mér.

Halldór Jónsson, 28.5.2012 kl. 17:39

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þar húkkaðir þú flottar dömur Halldór, nú verður hver hjá sér að leggja til það sem finnst af skrifurum til að fullkomna verk þeirra Ástu og Addýjar á   kjósendur.is 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 28.5.2012 kl. 17:56

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Halldór minn ánægð með stjörnur tvær, er alls ekki stjórnarsinni þvert á móti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2012 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 4934
  • Frá upphafi: 3194553

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 4073
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband