Leita í fréttum mbl.is

Hælisleitendur

eru ekki fáir hér á landi og aðsóknin er vaxandi þótt öðru sé haldið fram á síðu Baldurs Kristjánssonar á Eyjunni. Baldur skrifar:

"Á síðustu áratugum hafa afskaplega fáir leitað hér hælis og mjög fáir þeirra hafa fengið hæli hér sem flóttamenn. Svo rammt hefur kveðið að því síðarnefnda að haft hefur verið í flimtingum. Má segja að Íslendingar hafi hlíft sér við því að taka sinn skerf af þeim miljónum flóttamanna sem hafa flosnað upp frá heimilum sínum í leit að betra lífi eða á flótta undan morðóðum yfirvöldum heimalands síns. Við höfum óspart nýtt okkur heimild sem orðið hefur til í samstarfi Evrópuþjóða og sent flóttamenn til baka til þess lands sem þeir hafa komið fyrst til í Evrópu. Flestir flóttamanna koma frá Asíu og Afríku og við höfum nýtt okkur það úr öllu hófi reyndar að frá þessum heimsálfum er lítið um bein flug hingað.

Við höfum samt bjargað mannorði okkar svolítið með því að taka við skipulögðum hópum flóttamanna sem íslensk yfirvöld velja sjálf með aðstoð Rauða Krossins. Fátt nema gott er um það framtak að segja og okkur til sóma. Þó má gagnrýna það að velja sér flóttamenn.

Við myndum svara ótta Kristínar Völundardóttur um offramboð á flóttamönnum þannig að lega landsins gerir það að verkum á á slíku er lítil hætta og ástæðulaust að ala á einhverjum slíkum ótta. Við eigum hins vegar að vanda okkur miklu betur við möttöku flóttamanna. Sýna þeim fulla virðingu og tillitssemi. Búa vel um þá, veita þeim lögfræðiþjónustu, flýta afgreiðslutíma og afgreiða mál þeirra eins jákvætt og rétt er að bestu manna yfirsýn. Þar eigum við að taka málin úr því andrúmslofti sem lætur sig hafa það að draga börn fyrir dómstóla og dæma þau til fangelsisvistar.

Nú er það rétt hjá Kristínu að umræða er lítil og stjórnmálaflokkar hafa lítt sinni þessum málaflokki. Ekki vantar hráefnið í stefnu. Fyrir utan mannréttindasáttmála þá hafa eftirlitsstofnanir á borð við ECRI verið örlátar á ráðleggingar til Íslendinga um hvernig taka skuli af fullri reisn og virðingu á móti flóttamönnum án þess nota bene að látið sé af fullum yfirráðum yfir landamærum. Ráðamenn ættu að fara eftir þessum ráðleggingum, hækka sig þannig í sessi meðal þjóðanna og í eigin áliti.

Til að byrja með gætum við hætt að draga börn fyrir dómstóla en láta félagsmnálayfirvöld alfarið um þeirra mál. Í annan stað eiga hvorki embættimenn eða blaðamenn að tala um þessi börn eða unglinga eins og hross þegar kemur að umræðu um greina aldur skilríkjalauss fólks. Í þriðja lagi ættum við að velja flóttmönnum vistlegri stað, reyna að sjá til þess að þeim bjóðist vinna, börnum þeirra skóli og meðferð mála flýtt og afgreidd með eins mikilli jákvæðni og hægt að bestu manna yfirsýn.

Höfum það að leiðarljósi að enginn velur sér hlutskipti flóttamanns. Sorglegar aðstæður búa að baki hverjum eianast flóttamanni sem leitar hælis. Fólk hefur flúið heimaland sitt af ótta um líf sitt, flosnað upp frá fjölskyldu og vinum. Þeir eiga það sameiginlegt að vera að leita að betra lífi. Þeir eru auðvitað mis lagnir í því og fara misgáfulegar leiðir og á því ber okkur að hafa skilning. Og Íslendingar hafa yfirhöfuð á því skilning. Við viljum gjarnan rétta öðrum hjálparhönd. Það þarf að endurspeglast í lögum, verklagi og viðmóti þeirra sem sjá um þessi mál fyrir okkur."

Hér eru furðulegar fullyrðingar settar fram. Að enginn velji sér hlutskipti flóttamanns. Er glæpamaður á flótta ekki á flótta að eigin vali? Getur einhver fullyrt að skilríkislaus maður sem segist vera á flótta, gefur jafnvel ekki hvaðan hann er að flýja, sé ekki ótíndur glæpamaður? Er nokkuð vitað frekar um það en hvort hann beri smitsjúkdóma eða eigi glæpaferil að baki áður en honum er sleppt lausum á íslenskt samfélag eins og nú er gert?

Getum við eitthvað stjórnað því hvaða aðstæður liggja að baki ? Hversu svona fólk er lagið eða misgáfað?

Þetta fólk er orðið að samfélagslegu vandamáli á Suðurnesjum. Það ber brýna nauðsyn til að þessu fólki verði haldið í fangabúðum eins og lög gera ráð fyrir og sé ekki sleppt út á íslenskt samfélag, þar sem hegðun þeirra á götum úti veldur því að börn verða fyrir áreiti. Auk þess sem þeir halda ekki friðinn hvorir við aðra og eru hættulegir bæði með vopn og oft ógrynni fjár.

Fjöldi hælisleitenda vex en minnkar ekki. Við verðum að taka mál þeirra fastari tökum og afgreiða en ekki gufast áfram eins og gert er.Hælisleitendur eru hér ekki á okkar forsendum heldur í sjálftöku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Svíar, Sænskur almenningur hefur verulegar áhyggjur af múslímum sérstaklega og öllum þeirra mosku byggingum.  Þær veita þeim skjól til samstöðu og öryggi frá sænskum augum.       

Fyrir tuttugu árum þá sögðu Danskir vinir mínir að við skildum gæta okkar og standa fast fyrir í þessum málum strax.  Því ef það væri ekki gert þá yrði ekki við neitt ráðið síðar. 

Finnar hafa sloppið best,  en mér skilst að ESB reglur séu farnar að valda þeim vandræðum.        

Hrólfur Þ Hraundal, 28.5.2012 kl. 22:38

2 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Tiltekin kreðsa hér á landi virðist hafa það að sérstöku stefnumáli að í málum innflytjenda og hælisleitenda sé sem mest stefnuleysi.

Ráðist er á alla með rasistaásökunum sem tjá sig um þessi mál í andstöðu við þennan hóp. Í hvert einasta sinn sem svona mál komast í fréttir er gerð atlaga að þeim ríkisstofnunum sem reyna að afgreiða málin eftir lögum.

Innflutningur fólks í landið verður að taka mið af forsendum þeirra sem fyrir búa í landinu að því leyti sem þætr eru í samræmi við lög, reglur og heilbrigða skynsemi.

Þorgeir Ragnarsson, 29.5.2012 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband