Leita í fréttum mbl.is

Almenn ánægja með ríkisstjórnina

virðist ríkja. Aðeins 9.3117 hafa séð ástæðu til að krefjast kosninga á www.kjosendur.is. Miðað við kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins árið 2009 hefðu tæplega 46.000 átt að styðja þetta mál af þeim lista eingöngu. Málið stefnir því í ófæru.

Nú er verið að birta einhverjar skoðanakannanir sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nær tvöfaldað fylgi sitt frá þeim kosningum en ríkissjórnarflokkarnir tapað fylgi. Allt kemur fyrir ekki og fólk skrifar ekki undir þetta plagg hjá stelpunum. Er þá ekkert að marka skoðanakannanir eða kemur annað til? Þessar slöku undirtektir hljóta því að að festa stjórnina enn fremur í sessi og styrkja hana í þeim ásetningi að sitja út kjörtímabilið.

Hugsanleg skýring á tregðunni í söfnun undirskriftanna er sú, að í áskoruninni segir, að verði Jóhanna Sigurðardóttir ekki við áskoruninni um að segja af sér og boða til kosninga þá sé forsetinn beðinn um að framkvæma þingrof. Þetta kann að fara öfugt í marga í aðdraganda forsetakosninga, þar sem deilt er um valdsvið forseta og framtíð þingræðisins með misvaldamiklum forseta. Fólk þorir greinilega ekki að taka afstöðu þegar þetta hangir með og skrifar þvi ekki undir þetta skjal. Svo telja margir að framtakið hafi ekki verið nægilega vel kynnt fyrir almenningi og má vera satt.

Eftir ísköldu atkvæðagreiðsluna um Icesave lll er líka hugsanlegt að fólk treysti ekki sér ekki til að krefjast þess að ríkisstjórnin fari frá og töf yrði mögulega á boðun kosninga að svo stöddu. Þá gæti komið upp sú staða að mynda þyrfti aðra stjórn með núverandi þingliði. Vera má að fólk sé hugsanlega ekki til í slíkt enda upplýst að fólk ber næsta lítið traust til núverandi Alþingis samkvæmt skoðanakönnnunm.

Svo líklegt er að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið eins og hana langar til. Hér vrður áfram kyrrstaða og gjaldeyrishöft um langan aldur. Atvinna eykst ekki og ekkert gerist afgerandi í neinum málum sem rýfur kyrrstöðuna.

Og svo getur verið að eitthvað það hendi að ríkisstjórnin fái endurnýjað umboð til áframhaldandi "góðra verka" 2013. Allt getur jú gerst í pólitík.

Það eru sólríkir dagar núna og menn gleyma þá þrasinu um stund.Og haustið er komið áður en við vitum af. Og þá er kominn kosningavetur með meiri sýndarmennsku og yfirboðum. Jafnvel enn fleiri störfum verður lofað, upptöku evru eða kanadadollars, heimilunum verður bjargað og aldraðir og öryrkjar elskaðir sem aldrei fyrr. Himininn einn verður takmörkunin.

Það má alveg segja að það sé nokkuð almenn ánægja með ríkisstjórnina ef menn sjá ekkert annað skárra í spilunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

já þetta er sér heimur sem hrærist þarna, óháð hvernig lífið er annars, í þessum skoðanakannanaheimi!

Eyjólfur Jónsson, 1.6.2012 kl. 17:01

2 identicon

Er ekki bara málið það að æði mörgum finnst allt þetta pólitíska lið nákvæmlega eins, það sér ekki tilganginn í því hrekja eitt í burtu frá kjötkötlunum bara til þess að það komi annað eins í staðinn? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 20:21

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Síðan var klaufalega sett upp. Ég þufti að gera þrjár atrennur til að fá nafnið mitt inn og ég veit um fleiri sem lentu í vandræðum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.6.2012 kl. 21:42

4 Smámynd: Jón Þór Helgason

Ég held að við séum að lenda í sama og flestar Evrópuþjóðir og Armeíkumenn. Stjórnmálamenn eru svo langt frá raunveruleikanum að fólk er alveg sama hver stýrir.

Fólk er hætt að hafa trú á stjórnmálamönnum, það eru hagsmunahóparnir sem stýra þinginu.

Jón Þór Helgason, 2.6.2012 kl. 11:21

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Já það kemur manni margt á óvart Eyjólfur

Kristján, því miður læðist þessi grunur að manni, að þó vont sé þeirra óréttlæti þá sé þeirra réttlæti jafnvel verra.

Já Vilhjálmur, þetta var ekki nógu vel uppsett. Og svo held ég að skilaboðin voru gerð of flókin og afdrifaríkt að blanda forsetanum inn í þingræðið.

Jón Þór

Allstaðar þar sem fók er vonsvikið eða svikið þá eiga stjórnmálamenn erfitt uppdráttar. Þá kemur venjulega sá sem er enn verri og lýgur núna fegur og betur enn allir hinir.Og strákurinn sem kallaði alltaf úlfur úlfur endaði með þ ví að enginn kom þegar úlfurinn kom loksins.

Halldór Jónsson, 2.6.2012 kl. 14:44

6 Smámynd: Jón Þór Helgason

Halldór,

Einn af mælikvörðum á líðræði er kostningaþáttaka. Ef fólk upplífir að atkvæðið sitt skiptir engu máli þá er auðveldara fyrir hagsmunahópa að stjórna.

hvað kusu margir í Írlandi í fyrradag? 40%?

Jón Þór Helgason, 2.6.2012 kl. 17:40

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir með Vilhjálmi Eyþórssyni og bæti við að þrátt fyrir góðan vilja og áræði sem kunnáttu menn í þessu efni mættu alveg horfa á, þá var þetta ekki nógu vel gert.  En hvenær liggja niðurstöður fyrir ?

Hrólfur Þ Hraundal, 2.6.2012 kl. 18:00

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Að almenn ánægja sé með ríkisstjórnina er náttúruleg bara bull.  Það ber að athuga að það hafa ekki allir tækifæri, ráð og tíma til að sitja við tölvu alla daga.  Íslendingar hafa heldur aldrei fengið þjálfun í því að standa saman í aðgerð, enda er það bannað að því er ég best veit.  

Hrólfur Þ Hraundal, 2.6.2012 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband