Leita í fréttum mbl.is

Kaupin á eyrinni í ESB

eru skýrð ágætlega af Nigel Farage á Evrópuþinginu í ræðu 13.þessa mánaðar.

Af hundrað milljarða evruláni með 3 % vöxtum til Spánar greiðir Ítalía 20 milljarða. Ítalía varð að gefa út skuldabréf fyrir þessu með 7 % vöxtum. Farage segir að Spán vanti ekki 100 billjónir heldur 400 þannig að það verður að endurtaka leikinn fljótlega.

Beðið er eftir því að Ítalía biðji um samskonar neyðarlán og Spánn fékk. Þá geta þeir borgað 7 % vextina af skuldabréfinu.Þá getur Spánn lánað Ítalíu á 7 % og haft 4 % á þurru af peningunum sem Ítalía lánaði honum 3 %. Nú sjá menn loks kostina við það að vera í Evrusambandinu.

Kannski hefur Steingrímur selt skuldabréf á okkur í Colorado með 7 % þegar hann var þar í boðsferðinni með Flugleiðum um daginn. En hann fór af því að það þurfti nauðsynlega að efla stjórnmálatengslin við Colorado. Peningana getur hann svo látið Össur fá til að lána Evrópusambandinu á 3 % til að liðka fyrir aðildarviðræðunum. Er það ekki það sem vantar? Að smyrja þá svolítið?

Langar engann að heyra Össur skýra þetta út fyrir okkur Íslendingum. Hann getur áreiðanlega fengið hjálp hjá Steingrími hvernig maður getur notað auðlindarentu til að millifæra í svona dæmum og fá út hagkvæmni þegar stóra myndin er skoðuð því evrusamstarfið er aldrei traustara að sögn ríkisstjórnarinnar.

Nú sjá menn hvernig hægt er að meika það á 4 % vaxtamun. Þannig ganga nú kaupin fyrir sig á eyrinni í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki laust við að aðferðir ESB minni svolítið á aðferðir útrásarguttanna okkar, fyrir hrun.

Gunnar Heiðarsson, 15.6.2012 kl. 19:49

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Útrásarguttarnir (gamlir og nýir), sem ESB-spillingarklíkan hefur í hendi sér, stjórna enn og munu gera áfram, ef ekki fer að rofa til í siðferðis-partinum í heilabúum sumra. Hvar eru allir hámenntuðu fræðingarnir, sem eiga víst að hafa vit, (en greinilega ekki siðferðisvit sem má viðra), á hvernig á að haga sér, fyrir utan frumskóginn og lögmálin sem þar voru í gildi?

Er ekki örugglega árið 2012, eða er ég stödd villimanna-tilveru-víddinni "ó-siðmenntuðu"?

Ég er ekki háskólamenntuð, og á því rétt á að að fá að heyra svar við þessari spurningu frá einhverjum heiðarlega innréttuðum og vel menntuðum siðfræðingi. 

Skólar heimsins eru einskis virði ef siðferðið er að engu gert í þeim.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2012 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband