Leita í fréttum mbl.is

Afrekaskrá Steingríms

á fjármálasviðinu er fjölbreytt og skuggaleg.

Lauslegt yfirlit yfir afrek Steingríms við Sparisjóð Keflavíkur og stofnun SpKef:
1. Leiðréttur ársreikningur Sparisjóðs Keflavíkur fyrir árið 2008 og sýndi jákvætt eigið fé um 5.4 milljarða.

2. Eiginfjárhlutfall var jákvætt um 7.06% en undir 8% lágmarkshlutfalli skv. 84 gr. laga um fjármálafyrirtæki. Því átti að loka sjóðnum og afhenda slitastjórn hann þá þegar.Ákveðið var af Steingrími J. að reka hann á undanþágu með skelfilegum afleiðingum.

Þann tíma sem sparisjóðurinn var í gjörgæslu FME og fjármálaráðuneytisins var hagnaði snúið í tap og allir sitja nú uppi með yfir 30 milljarða rekstrartap eða um 100.000 á hvert mannsbarn í landinu. Núna segist hann hafa verið að bjarga innistæðum í Sparisjóði Keflavíkur með þessu. Trúir fólk þessu?

Með aðgerðum sínum í þessu máli dró Steingrímur viðskipti frá öðrum fjármálastofnunum til Sparisjóðs Keflavíkur allt á ábyrgð og kostnað skattgreiðenda. Á sama tíma tók Steingrímur J. þá ákvörðun að fella SPRON og Straum fjárfestingabanka sem voru alls ekki jafn kirfilega dauðir og SpKef. Hann var áður búinn að gefa Íslandsbanka og Aríon banka til erlendra vogunarsjóða sem hann þekkir ekki nafnið á. Hann var næstum búinn að koma Icesave klafanum á þjóðina með glæsilegri niðurstöðu félaga Svavars í samningum. Hann var búinn að fleygja 14 milljörðum í Sjóvá. Hann var búinn að setja 40 milljarða í VBS og Saga Capital. Var einhver sem heimilaði þetta af Alþingis hálfu sem verður að samþykkja meðferð skattfjár?

Á Steingrímur J. ekki heima fyrir Landsdómi í fyllingu tímans?
.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steingrímur leggur sig allan fram, getan er bara ekki meiri...

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2012 kl. 20:55

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hélt að Geir hefði verið stefnt meðal annars fyrir að vera svo heimskur að sjá ekki fyrir kreppuna og gera ditten og datten sem líklega Steingrímur hefði gert eða hver annar af þessum gáfumönnum sem samþykktu réttarhaldið?

Halldór Jónsson, 17.6.2012 kl. 21:08

3 Smámynd: Halldór Jónsson

ekki ditten og datten átti að standa

Halldór Jónsson, 17.6.2012 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418203

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband