Leita í fréttum mbl.is

Verslun með kjósendur

er víst komin í gang. Liðsmenn Samfylkingarinnar vilja nú kaupa Ara Trausta til að draga framboð sitt til baka og skipa stuðningsmönum sínum að kjósa Þóru. Ekki hef ég heyrt hvað þeir bjóða honum mikið fyrir en hann verður að fá ríflega fyrir kostnaði finnst manni til að byrja með. Sama má hugsa sér að bjóða hinum frambjóðendunum því það munar um hvert prósentið nú þegar svo mjótt er á mununum.

Ekki hefur heyrst að þeir Samfylkingarmenn hafi boðið Ólafi Ragnari neitt fyrir að gera það sama, draga sig til baka og styðja Þóru. Líklega er verðmiðinn of hár í ljósi þess að Baugsveldið gamla er bara svipur hjá sjón. En það má velta upphæðinni fyrir sér svona í ljósi þess þegar þeir voru að bjóða í Davíð á árum áður. Tölurnar yrðu væntanlega háar.

Hestamenn hafa svipaðar aðferðir í sínum baráttumálum.Hér í Kópavogi hóta þeir meirihlutanum fyrir kosningar að þeir muni ekki kjósa flokkinn ef þeir geri ekki veg hestamanna beinan. Okkar pólitísku ráðamenn hafa venjulega glúpnað og sagt já án þess að kynna sér fjölda hestamanna með kosningarétt í Kópavogi frekar eða hvort þeir hlýði formönnum sínum yfirleitt í pólitík. Spurning hvort forsetaframbjóðandi getur verslað á þennan hátt svo tryggt sé.

Einu sinni man ég eftir því að við í Þýskalandi vorum beðnir Sjálfstæðismenn meðal stúdenta að fara til Bonn og kjósa kratana til að bjarga viðreisninni. Það var erfitt fyrir marga að skrifa A en ekki D og ég veit ekki hversu margir sviku lit eða ekki.

Menn geta gert ýmislegt með samtakamætti sem annars gengur ekki.Kannnski er erfitt að að þurfa að kaupa heimsku annarra af sér eins og Þjóðverðjum hlýtur að svíða lánin til Grikkja og Spánverja.

En er þetta lýðræði ekki allt verslun hvort eð er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418193

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband