Leita í fréttum mbl.is

Sannfæringarkraftur

er eitthvað sem greinaskrifendur um forsetaframbjóðendur telja sig hafa umfram annað fólk. En er þetta svo?

Ég var að lesa Moggann að vanda með kaffinu svo ég geti farið í sundið. Þar skrifar fólk sem sumt hvað ég þekki og virði allajafna fyrir góðar skoðanir. Nú kemur það með allskyns vinkla á frmbjóðandur til embættis Forseta sem ég hef ekkert beðið um að fá. Alveg á öndverðri skoðun við það sem ég hef ákveðið fyrir mig. Auðvitað veit ekki Villi Bjarna til dæmis að ég er búinn að kjósa utankjörstaða þannig að þýðir ekki að hræra í mér. Svenni Guðjóns ekki heldur.Sigurlaug ekki heldur, Baldur forseti, Hannes Friðriks, Indriði á Skjaldfönn, Helgi Seljan og Hjörleifur Hallgríms sömuleiðis.

Hvað heldur þetta lið að það sé? Dettur því ekki í hug að sumt fólk sé þeirrar gerðar að það nægi mér til að kjósa aldrei með því? Ef Steingrímur J. myndi til dæmis skrifa um að hann ætli að kjósa Ólaf Ragnar myndi það rugga bátnum verulega hjá mér. Ég kýs aldrei frambjóðanda frá Samfylkingunni.Period!

En svo skrifar Guðmundur Franklín um bankaafrek Steingríms J. og þá staldrar maður við. Að baki Kaupþings og Íslandsbanka/Byr sem Steingrimur gaf til Tortólagreifanna stendur forynja sem á 2500 milljarða til að beita hérlendis gegn skjaldborginni. Og Steingrímur J. veit ekki einu sinni nafnið á henni. Guðmundur á þakkir skilið fyrir að kynna okkur þessi mál.

Verða menn ekki að kynna sér þetta mál betur eins og Helgi Helgason minnir á með hann Nupo og kínverska drekann að baki honum. Það er ekki alveg sama hver heldur á valdinu.Þeta skildi Hermann Jónasson þegar hann neitaði nafna sínum Göring um flugvelli á Íslandi.

Þessvegna ríður lífið á að enda valdatíð Steingríms J. sem allra fyrst. Hvernig við vindum ofan af heimskupörum hans er svo annað mál. Til þess mun þurfa ósvikinn sannfæringarkraft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Alltaf má nú reyna að hræra í þér, Halldór! Sá sem kýs utankjörfundar getur kosið aftur, nýjasta kjörið er það sem gildir og eldra atkvæðaseðli eytt:-)

Þórhallur Birgir Jósepsson, 27.6.2012 kl. 10:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Kjósum snemma og kjósum oft! Þannig prédikaði Al Capone fyrir meðborgurum sínum í Chicago á kjördag en auðvitað var hann mikill áhugamaður um pólitík. Þórhalldur, ég vona að þú látir ekki hræra í þér og kjósir hinn eina rétta.

Halldór Jónsson, 27.6.2012 kl. 12:30

3 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Þú varst að lesa Moggann í morgun Halldór þá hefurðu tekið eftir að áskrifendum hefur fölgað um 2000 síðustu vikur,sem er nokkuð gott

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 27.6.2012 kl. 16:24

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú áttar þig á kaupaukanum sem fylgir. 1 stk Ipad! Þegar ég var í lakkrísnum í gamla daga máttum við ekki láta hring fylgja lakkrísrúlluni, kaupaukar voru taldir ólögmætir þá. Enda vorum við Óli á Selfossi ekki lögfræðingar né Moggastórveldi. En ég gleðst yfir því að Dabbi virðist vera að redda blaðinu frá gjaldþroti og þá auðvitað með skrifum sínum en ekki svona trixum gamla Baugsliðans Óskars.

Halldór Jónsson, 27.6.2012 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband