Leita í fréttum mbl.is

Hagkvæmni hælisleitenda

má hugsanlega reikna inn í nýjar hagvaxtartölur Steingríms. Hver hælisleitandi kostar okkur beint 2.6 milljónir á ári var upplýst á þinginu.
Útlendingastofnun fær einhverjar 170 milljónir á ári. Hún þarf tvöföldun að sögn forstjórans ef hægt á að vera að vinna umsóknirnar sem hlaðast æ hraðar upp.

Þegar hafa 37 sótt um hæli á árinu og forstjórinn áætlar að þeir verði orðnir 100 í árslok. Þá erum við komnir með fastakostnað uppá kvartmilljarð fyrir utan fimm lögfæðinga sem þarf til að vinna úr umsóknunum. Alls kostar þetta okkur hálfan milljarð á ári að skilríkjalaust fólk kemur hingað og heimtar hæli á Íslandi. Maður skilur í raun ekki hvernig þetta fólk fær að fara um borð í flugvél erlendis án skilríkis þegar venjulegur Íslendingur getur það ekki. Sagði ekki Ása-Þór að á skyldi að ósi stemma? Er þetta ein óhjákvæmilega gjöfin frá Schengen? Er þetta reiknað inn í hagkvæmnina? Er eðlilegt að bara fjölga opinberum starfsmönnum í stað þess að hefta aðstreymið?

En gott og vel. Þetta fólk kvartar svo sáran yfir því frelsi sem því er búið hér á landi á biðtímanum og reynir sumt að komast annað. Hótar að drepa sig ef við ekki gefum eftir og hleypum þeim inn. Það fær að valsa um með vasapeninga frá okkur í stað þess að vera geymt í girðingu sem rétt er að gera samkvæmt ESB tilskipunum. Eru Keflvíkingar ánægðir með sambýlið? Eru þeir spurðir álits?

"Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar um hælisleitendur frá 13. júní síðastliðnum, kemur fram að í árslok 2009 hafði Útlendingastofnun 14 umsóknir til meðferðar, 22 í árslok 2010 og 44 í árslok 2011. Þar kemur einnig fram að beinn kostnaður af umönnun eins hælisleitanda í eitt ár nemi um 2,6 milljónum króna og að lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, sem sinnir eingöngu afgreiðslu hælisumsókna sem eru til efnismeðferðar, geti afgreitt tvö mál í mánuði, eða 24 á ári, sé ekki tekið tillit til sumarfría."

Þetta er að nálgast tvöföldun á hverju ári.Ísland er greinilega komið í tísku hjá landhlaupurum. Eftir þessu þurfum við tíu nýja lögfræðinga í störf eftir ár, svo 20 og einhverntíman kemur að því að Háskólarnir anna ekki eftirspurn.

Og enginn veltir því fyrir sér hvað þetta fólk sé að flýja í raun og veru. En ef þetta á að verða iðnaður hjá okkur í framríðinni Þá er orðið spurning hvort við eigum að reikna þetta sem hagvaxtartölur eins og til dæmis árekstra og bílaréttingar í umferðinni? En fólkið er sjaldnast reiknað með. Við erum að hinsvegar að tala um lifandi fólk. Eigum við að leysa pólitískan vanda heimsins?

Kannski er þetta hagvaxtarhagkvæmni eftir allt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er mikið talað um mannréttindi þessa fólks. Hver eru mannréttindi þess manns sem í raun er haldið föngnum í landi sem hann kærir sig ekkert um að dvelja í?

Hvers vegna er þeim ekki einfaldlega hjálpað burt af landinu, eftir þeim reglum sem Schengen býður upp á?

Sá sem ítrekað reynir eftir ólöglegum leiðum að yfirgefa landið, kærir sig greinilega ekkert um að dvelja hér lengur. Hvers vegna þá að halda honum föstum í landinu?!

Þetta er orðinn einn alsherjar farsi, sem engann endir sér á. Við erum því miður aðilar að Schengen samstarfinu. Það samstarf hefur lagt á okkur miklar og dýrar byrgðar. Eftir sem áður heimila þær okkur að senda til baka þá sem hingað koma. Hvers vegna er því ákvæði ekki beytt til handa þeim sem ekki kæra sig um að dvelja hér á landi?!

Gunnar Heiðarsson, 10.7.2012 kl. 21:35

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Vel og skynsamlega mælt Gunnar.

Ég hef velt því fyrir mér hvað þetta fólk er að flýja? Hingað kemur ekki tvítugur Alsírbúi. Hann heimtar hæli því hann sé ofsóttur af yfirvöldum heima hjá sér. þar eru 30 milljónir manna. Allir ofsóttir? Eða bara 15 milljónir ofsóttar? Í hverju er ofsóknin fólgin? Okkur virðist ekkert varða um það.

hefur enginn Bandaríkjamaður, Svíi eða Norðmaður komið hingað að biðja um hæli? Eða frá Lichtenstein? Eða Kínverji? Bobby Fischer kom hingað og fékk að bera beini hér. Hvað með Assange? En einhver krakki frá Alsír?

Halldór Jónsson, 11.7.2012 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband