Leita í fréttum mbl.is

Steingrím fyrir Landsdóm !

er nærtæk upphrópun vegna þeirrar margvíslegu fjármálaóreiðu sem fram hefur farið á hans ábyrgð í tíð núverandi ríkisstjórnar. Að því gefnu að yfirleitt eigi nokkur stjórnmálamaður erindi þangað inn sem menn greinir á um.

Ég hef heyrt vera færð lögfræðileg rök fyrir því að séu stjórnarskrárvarin réttindi hvers manns að mega vera grunnhygginn, hálfviti eða jafnvel heimskingi. Hinsvegar sé undirhyggja ekki hálfvitaskapur né heimska heldur vottur um einbeittan brotavilja greinds einstaklings.

Guðlaugur Þór hefur dregið fram í dagsljósið hvernig Steingrímur hefur stofnað til útgjalda ríkissjóðs án nauðsynlegra fylgiskjala fyrir hundruði milljóna í sambandi við gjaldþrot SpKef og Byr. Grein er gerð fyrir smáatriðum í Morgunblaðinu í dag. Óreiðan í kring um þetta getur hugsanlega flokkast undir vanhæfni vegna skorts á hæfileikum og því hugsanlega stjórnarskrárvarin réttindi Steingríms. Þetta getur líka verið refsivert brot í opinberu starfi að öðrum forsendum uppfylltum.

Áður hefur Guðlaugur Þór rakið hvernig Steingrímur ber ábyrgð á ólöglegum taprekstri Sparisjóðsins í Keflavík sem frá því að eiga milljarða í eigið fé fer svo kirfilega á hausinn að í fyllingu tímans leiðir það til 25 milljarða kostnaðar við yfirtöku Landsbankans nýja á sjóðnum. Aftur kemur meðfæddur hæfileikaskortur til álita eða þá undirhyggja.

Þá hafa ýmsar ráðstafanir Steingríms leitt til tugmilljarða tjóns fyrir ríkissjóð. Má nefna VBS og Saga Capital og endurreisn Sjóvár.Þar að auki verður varla hægt að stefna Steingrími fyrir afglöp hans í Icesave, ef menn hugsa sér að það verði ávallt stjórnarskrárvarin réttindi að bera ekki skynbragð á fjármál yfirleitt. Sömuleiðis eru það ráðstafanir Steingríms sem valda því að við stefnum hraðbyri í stórkostlegt nýtt bankaslys með ófyrirsjánlegum afleiðingum.

Óli Björn Kárason rekur svo í sama Morgunblaði hvernig auðlegðarskattur Steingríms þessa hefur farið með skattborgara þessa lands. Auðlegðarskattur hefur lagst af fullum þunga á sparnað í skuldlitlum húsum eldri borgara og samannurluðum efnahag sjálfstæðra atvinnurekenda. Þetta er ekki skattheimta heldur skepnuskapur. Undirhyggja en ekki stjórnarskrárvarin stórafglöp.

En þá kemur að undirhyggjunni sjálfri. Getur hún verið afsakanleg eins og meðfædd heimska? Steingrímur hafði vit á því fyrir sjálfan sig að undaþiggja eigin lífeyrisréttindi auðlegðarskattinum. Er þetta er hin norræna velferðarást jafnaðarmannsins í verki? Að lífeyrisréttindi og eftirlaunaréttur opinberra starfsmanna og þingmanna verði ekki skertur af auðlegðarskatti?

Finnst einhverjum við hæfi að Steingrímur myndi sýna jafnaðarmennsku sína í verki með því að beita sér fyrir því að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þingmanna verði lögð fram til auðlegðarskattlagningar alveg á sama hátt og aðrar eignir? Eða hefur hann aldrei skilið hugtakið jafnaðarmaður vegna annarskonar hæfileikaskorts?

Hvað finnst jafnaðarmönnum um slíkan jöfnuð í skattheimtu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steingrím frá.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.10.2012 kl. 09:22

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já það er komin tími á að setja landsdómin í gang aftur. þau eru fleiri en Steingrímur og númer eitt Össur svo Jóhanna og Steingrímur fyrir vísvitandi svik við kjósendur.

Valdimar Samúelsson, 17.10.2012 kl. 09:28

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sorrý strákar, en Landsdómur fer í dvala á ný  og verður ekki notaður í bráð. Reynum frekar að hjálpast að við að byggja landið uppá ný og horfa fram á við. Það á enn eftir að klára uppgjör hrunsins , traustið sem hrundi og allt hitt. Næg verkefni fyrir okkar litlu þjóð.

Svo hættið bara að láta ykkur dreyma um heilu rútufarmana af ráðamönnum, leidda í járnum í Landsdóm

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 11:00

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Heimir, sammála. Ég fæ martröð þegar ég hugsa til þess aðFramsókn gangi í þessa sömu stjórn eftir kosningar. Ég held að ég haldi ekki út önnur fjögur ár í þessari krepppu. En í pólitík hef ég oftar en ekki fengið það sem ég óttast mest.

Spurning hvort það er vísvitandi eða meðfædd heimska Valdimar?

Hjördís, í huganum drýgir maður margar dáðir sem maður getur ekki í vökunni. En hvernig uppbyggingu sérð þú fyrir þér ef þessi stjórn heldur áfram og Már verður áfram í Seðlabankanum?

Halldór Jónsson, 17.10.2012 kl. 11:30

5 identicon

Heill og sæll Halldór; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Að sjálfsögðu; á að draga Þistilfirzka afglapann fyrir dómstólinn - en; Davíð Oddsson - Jón Baldvin Hannibalsson, og Halldór Ásgrímsson þurfa einnig, að mæta á þeim vettvangi. Þessir 4 drullusokkar; bera HÖFUÐÁBYRGÐINA á, hversu aumlega komið er lands og lýðs og fénaðar háttum, fornvinur góður.

Vona vil ég svo; að þú hættir að kóa með þessum andstyggðarflokki, sem Sjálfsgræðgis flokkurinn (gengur undir felunafninu Sjálfstæðisflokkur) er / og hefir löngum verið.

Með beztu kveðjum; sem oftar - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 12:45

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þjóðin öll þarf að taka þátt, og láta ekki einstaka ráðamenn trufla sig við það Halldór minn, eða hver er í Seðlabankanum hverju sinni. Þetta fólk ræður ekki við þetta eitt, það þarf þjóðina með sér og það má ekki falla í þá gryfju endalaust að láta það skipta svo miklu máli hverjir sitja á stólunum að vera í þrjóskufýlu eða álíka, og með reiði endalaust. Það þarf þjóðarátak og hugarfarsbreytingu hjá öllum sem hér búum, til þess að koma þjóðinni áfram Þetta væri erfitt verkefni fyrir hvaða flokk sem væri og fyrir hvaða Seðlabankastjóra um leið. Það hjálpar þessu fólki ekki neitt að finna stöðuga , oft og tíðum, mótstöðu og tuð við næstum hverju sem er , alla daga. Ég finn oft til með þeim, viðurkenni ég frá hjartanu.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 12:50

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Halldór minn,ég drýgi líka dáðir í huganum,og er stundum búin að gefa mér að ákveðnir hlutir gerist ekki,eins og að Framsókn fari í þriggja flokka stjórn með óskapnaðinum,sem ég hélt að nú myndi líða undir lok.Þótt ráði engu um framgang mála,hafi aðeins þetta eina x til umráða,get ég meðan þeir stíga í pólitískan væng við mig,spurt spjörunum úr.Það ætla ég að láta eftir mér og ganga örfa skref í höfuðstöðvar Ómars & co og leita frétta. Mér dettur ekki í hug að það sem gerjast í hausnum á höfuðpaurunum varðandi hugsanlegt samstarf,sé opinberað peðunum,en kannski beyti ég göldrum ,,Merlyn.s,, sem ég læt mig hafa að horfa á há ev,RÚV.

Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2012 kl. 12:54

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Fornvinur góður Óskar Helgi.

Ekki finnst mér spaklegt af jafn gáfuðum manni, mjögsigldum og margvísum í fornlegum fræðum þjóðar vorrar og forfeðra að setja Davíð með þessum tveimur öðrum sem nþú nefnir.

Enn fremur finnst mér að hefðir þú setið veislur í Valhöll með okkur Davíð og háð þar orrustur við Einherja hans að stórum betur væri komið þinum þankagangi um Sjálfstæðisflokkinn, sem er einmitt grundvallaður á þeim gildum sem þér finnast mestar og bestar í heimi hér.

En það er svo með ýmsa menn fyrr og síðar að þeir láta mest af Ólfafi kóngi sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Svo hygg ég að þér farist vegna ónógra kynna af bæði Davíð og flokknum og gæti ég alveg tekið að mér að leiða þig til nokkurs meiri þroska í flokkafræðum og hvernig maður skilur sauðina frá höfrunum hollvinur góður frá austan heiða og Stokkseyrarbakka.

Hjördís mín góð. Þú hefur greinilega séð Dýrin í Hálsaskógi en þar vareinmitt boðað að öll dýrin í skóginumættu að vera vinir. Það er alveg klárt að það skiptir máli hver er í Seðlabankanum og í ráðuneytunum. En þú ert væn manneskja að finna til með þeim sem bágt eiga.

Já Helga, gott væri að þin augu myndu loga eins og Merlins þegar þú hvessir sjónir á Ómara og co. Og gott væri að heyra véfréttir þær frá þér að því loknu hvað framfer á þeim bæ.

Halldór Jónsson, 17.10.2012 kl. 16:39

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Halldór mikið er ég sammála og er ég nokkuð viss um að meirihluti Þjóðarinnar myndi fagna ef þessir tilgreindu einstaklingar myndu verða kærðir til Landsdóms og þá fyrst upplifa að von sé á hugsanlegu réttlætu...

Varðandi kostnað þann hlaust við að kalla Landsdóm saman og kom fram í fréttum gær væru þeir sem ég þekki tilbúnir að endurtaka með glöðugeði úr Ríkissjóð vegna þess að Þjóðin þarf að fá að vita ástæðuna fyrir því að henni var fórnað, notaðar voru lygar til að koma sér til valda í það fyrsta að við tölum ekki um vinnubrögðin þau sem beitt hafa verið af þessum Ráðamönnum til að ná sínu fram, þessir Ráðamenn eiga að hafa hag og velferð okkar Íslendinga að leiðarljósi og það hefur Þjóðin ekki upplifað að séð, það á ekki að taka einhverja peninga framm yfir allt og alla...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.10.2012 kl. 18:08

10 identicon

Komið þið sæl; á ný - Halldór, og aðrir gestir, þínir !

Þakka þér fyrir; hrósyðrin mér til handa, verkfræðingur góður, þó vart standi ég, undir þeim.

Hins vegar; er mér engin launungin á, að ég vil - eftir sem áður, standa við hvert orða minna; hér að ofan.

Frjálshyggju fargan Davíðs; útspecúlearð,, með þeim Kjartani Gunnarssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, á höndur Íslendingum, er svona viðlíka óþokkabragð - og svikavefur sá, sem þeir Ulbricht gamli, og Honecker skutilsveinn hans, ófu um Austur- Þjóðverja, á sínum tíma, einungis; með öðrum for merkjum.

Og; taka vil ég fram, að ekki hefi ég neitt sérstakt dálæti á Þjóðverjum, sem mörgum er kunnugt svo sem - en tók til dæmis, samt.

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri, vitaskuld /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 18:10

11 Smámynd: Elle_

Steingrím frá og fyrir landsdóm eða sakadóm.

Elle_, 18.10.2012 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418204

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband