Leita í fréttum mbl.is

Vanmat

Össurar utanríkis á eigin ágæti og alþjóðlegu sprelli sínu verður seint talið há honum eins og eftirfarandi skrif hans bera vitni um þegar hann fjallar um stuðning sinn við olíuleit Íslendinga:

"Hraðinn við gerð samningsins undirstrikar líka hversu skilvirk íslenska utanríkisþjónustan er þegar hún beitir sér fast í tilteknum málum. Við höfum verið eins og húsleki með þetta mál á öllum fundum með utanríkisráðherrum, embættismönnum og sérfræðingum hinna ríkjanna, og stöðugt sett á oddinn að ráðist verði í samninginn. Ég tók þessi mál aftur og aftur upp við Jónas Gahr Störe, þáverandi utanríkisráðherra Noregs, og olíusamningurinn var það mál sem ég lagði þyngsta áherslu á þegar ég átti frægan fund með Hillary Clinton í Washington í fyrra. Hún tók mjög fast undir minn málflutning um þetta. Sömuleiðis ræddi ég þetta oftar en einu sinni við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa."

Hvaða frægðareinkunn skyldi Hillary gefa þessum fundi með Össuri?

En Össur er ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu með þeim Svandísi og Steingrími sem gengur um götu þvera til að hindra allar framfarir í landinu með þvi að hindra alla nýtingu auðlinda landsins. Síðast skar hún 13 milljónir króna af Orkustofnun til þess að hún gæti ekki rannsakað frekar gasútstreymi á Skagagrunni þar sem vísbendingar hafa verið um meiri nálægð kolefnissambanda heldur en á Drekasvæðinu.

Allt fellur þetta í skuggann af því að boða Evrópusambandsaðild sem hinn allsherjar lífselexír þjóðarinnar, ferðast um heiminn og stilla sér upp á myndum með erlendum stertimennum. Þar fer ekki hnífurinn á milli gömlu kommanna í ríkisstjórninni okkar eða þeirra sem nú eru í hæstu stöðum í Evrópusambandinu. En skrautleg pólitísk fortíð þeirra sumra hverra er engu síður sprenghlægileg en kommafortíð sprellikallsins Össurar.

Það er eins með Össur og Jóhönnu að þeim hefur tekist að fá almenning að gleyma því að þau voru bæði í hrunstjórninni. En bæði auðvitað blásaklaus og hafa getað hakkað á Sjálfstæðisflokknum síðan þá og kennt honum um allt sem miður fór. En Össur hefur þó eitt framyfir Jóhönnu sem er að það er hægt að hlæja að honum en aldrei að henni.

Það er hinsvegar vanmat Össurar á heilbrigðri skynsemi Íslendinga ef hann heldur að grobbskrif hans um sjálfan sig dugi til þess að Íslendingar treysti á leiðsögn hans í stjórnlagaráðsskoðanakönnuninni á morgun. Enda hefur hann verið þögull um 113.greinina sem opnar þó leið til erfðaveldis í stjórnmálum án þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þar stendur skýrum stöfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband