Leita í fréttum mbl.is

Á fésbókinni er sögð "mokveiði

á þorski í Barentshafi og gaman að lesa Fésbókarstatusa íslenskra sjómanna á norskum skipum sem hafa komið sér úr landi og gera það nú gott á skipum Noregskonungs. Einn sem er nýfarinn út á frystitogara við Vonarey skrifaði eftir næturvaktina í morgun: "Algjört blóðbað hér við Vonarey, togað í 15-20 mín, látið svo reka, komin 400 tonn uppúr sjó, 350 tonn eftir...líf og fjör." Aðrir Íslendingar á litlum línubát fylltu skipið eftir eina lögn og komu drekkhlaðnir inn fyrr í dag. Það eru frjálsar þorskveiðar hjá norska strandveiðiflotanum fram að áramótum..."

upplýsir Magnús Þór Hafsteinsson.

Annar sjómaður segir að það sé sama á miðunum hér. Það er bara bannað að veiða meira vegna kvótans.

Eru það sameiginlegir hagsmunir kvótagreifanna, Hafró og bankanna að halda kvótaverðinu uppi með því að veiða ekki fiskinn ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jú víst er verið að spila á framboð og eftirspurn.  En þá er ekki öll sagan sögð. Fiskurinn er veiddur.  En það er bara komið með verðmesta fiskinn í land.  Á sama hátt var allt fram á síðustu ár aðeins komið með verðmætustu hluta fiskjarins að landi á frystiskipaflotanum.  Þannig gátu menn gasprað um meira verðmæti per kíló heldur en Norðmenn!  Svona er allt hjá okkur. Blekkingar, útúrsnúnigur og hálfsannleikur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.11.2012 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 243
  • Sl. viku: 4938
  • Frá upphafi: 3194557

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 4077
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband