Leita í fréttum mbl.is

Hvað var hann að vilja?

hann Göran Persson með heimsókninni? Gefa okkur 20000 evru þóknun sina eftir sem hann tekur á fyrirlesturinn? Tala við Samtök fjárfesta um ágæti þess að ganga í Evrópusambandið? Nú sé runnið upp tækifæri að milda afstöðu Sjálfstæðisflokksins í því máli eftir prófkjörin?

Sænskt blað spyr þann 14. júlí 2011: "

Trots krisen i Europa anser förre statsministern Göran Persson att Sverige ska gå med i valutaunionen. På sikt tror han en gemensam skattepolitik och högre pensionsålder i euroområdet är oundvikligt?"

Göran Persson svarar; "Vi går mot en europeisk federation. Det kanske ligger 30 år bort, men det är inte lång tid när vi talar om den här typen av stora förändringar,"

Hérna segir hann hinsvegar:

"Það er rétt að nú er talað fullum fetum um sambandsríki. Sjálfur er ég ekki hrifinn af slíkri þróun og hef aldrei verið. En með þessu er varpað upp grundvallarspurningunni: Ef við viljum Evrópusamband sem virkar, sem tryggir hagsæld og ýtir undir þróun verðum við líka að vera með pólitískt skipulag sem gerir þetta kleift "

Fyrir fjórum árum lagði Persson áherslu á að takast yrði strax á við brýnustu verkefnin hér eins og endurskipulagningu bankakerfis, baráttuna gegn fjárlagahalla, ef til vill hækka skatta en efla samt atvinnulífið eftir mætti. En forðast bæri pólitísk átök og nýjar kosningar, nýja ríkisstjórn..

Svo segir hann "Í fyrra festu Svisslendingar gengi frankans við evru, ekki vegna þess að frankinn væri of lágur, gengi hans var of hátt! Kannski horfa fleiri lítil ríki með opið efnahagskerfi fram á sams konar vanda, sömu áhættu og þeir?"

"Krónan varð á sínum tíma of sterk og það olli ykkur erfiðleikum. Gjaldmiðill getur orðið vandamál í sjálfu sér og þá verðið þið að gera eitthvað.
Þetta gerist allt svo hratt og við erum svo fljót að gleyma.
Nú er gengið lágt hjá ykkur en þið gleymið að fyrir ekki svo löngu var vandinn of hátt gengi.

Það eina sem þið vitið með vissu er að ef þið viljið lifa hér góðu lífi verðið þið að vera með öflugar útflutningsgreinar. Ef gjaldmiðillinn verður einhvern tíma aftur of öflugur eruð þið komin í sama vandann."

"Núna þurfa þeir að halda áfram með næsta skrefið, takast á við gjaldeyrishömlurnar, endurskapa skilvirkni í opinbera geiranum. Þetta er mikið verkefni. En ef mönnum á að takast þetta verða þeir að starfa saman. Finna verður lausnir sem njóta víðtæks, pólitísks stuðnings af því að það er enn kreppa í efnahag Íslands."

Lesa menn þetta öðruvísi en að Samfylkingin verði að vera fram í stjórn og samstarfi? Það gangi ekki að Íslendingar standi fyrir utan ESB og að Íslendingar verði að ganga þangað inn?

Hver pantaði þennan Persson? Hvað var hann að vilja raunverulega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 4936
  • Frá upphafi: 3194555

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 4075
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband