Leita í fréttum mbl.is

Þór Saari

ætlar ekki fram aftur. Segist vera búinn að fá nóg af Alþingi og bragnum þar.

En á ekki Þór sjálfur einhverja sök á því hvernig komið er. Stefna hans í slifsismálum hefur grafið undan virðingu Alþingis. Hún er meðvirk í því þegar til dæmis Björn Valur kemur eins og slátrari með allt flakandi í hálsinn í ræðustól. Kjósendur höfðu vit fyrir honum þó hann teldi sig eiga þangað erindi sem ekki reyndist vera rétt. Þór var langrum skárri í rúllukragapeysunni. En Þór hættir sjálfur hvort sem hann finnur fremur gliðnun undir fótum sér eða af tilgreindum ástæðum sínum.

En hvað liggur eftir Þór Saari sem mér er að skapi? Hann hefur haldið lífi í þessari ríkisstjórn. Hann hefur haft þá trú að stjórnlagaráðstillögurnar séu góðar fyrir land og þjóð sem ég trúi ekki á. Hann hefur í engu stutt við aukna atvinnustarfsemi svo ég hafi tekið eftir. Þó er Þór skarpur og menntaður maður. En honum hefur af einhverjum ástæðum ekki tekist að nýta þann styrkleika sinn svo eftir hafi verið tekið. Hvort þar valdi einhverjir gamlir skapbrestir sem honum hefur ekki tekist að slípa af veit ég ekki enda þekki ég manninn ekki.

Því segi ég fari hann vel frá þingi. Ég mun gera mitt besta tl að komast af með söknuðinn yfir þingmanninum Þór Saari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband