Leita í fréttum mbl.is

Sóðaskapur

Íslendinga miðað við Bandaríkjamenn er nokkuð sem ég tók fyrst eftir í gær.

Ég fór á bíó í stóru verslunarhverfi á Alafaya Trail hér í Orlando. Ég fór af því að mig langaði að sjá I-Max bíó. Ekki  að mig langaði í bíó að sjá eitthvað sérstakt. Við komum klukkutíma of seint og vildum samt kaupa miða sem kostaði 15 dali á manninn. Stúlkan sem seldi miðana vakti athygli mína á þessu en ég sagði sem er að ég myndi sætta mig við það ég hefði meiri áhuga á tækninni en  myndinni, hafði raunar ekki hugmynd um hvað var verið að sýna. Þá sagði hún skyndilega, ég get ekki látið þig borga miða þar sem svona mikð er liðið af myndinni. Fáðu bara minn miða. Og inn fórum við frítt. Þarna var verið að sýna galdrakallinn í Oz í nýrri útgáfu.  Þetta var feikilega falleg og vel gerð mynd og örvarnar og eldkúlurnar komu fljúgandi beint í andlit okkar svo að maður beygði sig ósjálfrátt. Stórkostleg mynd.

Svo fórum við út og ég veifaði stúlkunni og sendi henni fingurkoss. Og svo  fór ég að horfa á gangstéttirnar þarna í kring. Það veru engir tyggjóblettir neinsstaðar. Í föðurlandi tyggjósins.Allstaðar hreint og sópað. Ég man að ég var með steinaframleiðanda í Bretlandi sem var að lýsa þessum vandamálum allstaðar og hvaða leiðir væru tl að ná þessum óþrifum í burtu. Kostnaðurinn var svo gríðarlegur að menn létu þetta bara óhreyft.

Ég minnist plansins í Salalauginni þar sem ég syndi á morgnana. Útbíað í tygjóklessum. Auk allskyns rusls sem fólk fleygir frá sér. Ég helt áfram að horfa á göturnar þegar ég keyrði heim. Þá sá ég að þær eru hreinar þó víða væri draslaralegt inná lóðum meðfram götunni.

Mér er sagt að það liggi við myndarleg sekt við því hérna í Orlando að svína út eða fleygja rusli. Er það þetta sem þarf hjá okkur? Maður sér unglinga mölva flöskur vísvitandi á gangstéttum heima og komast upp með  það. Sérstakar sveitir manna þrífa miðbæinn í Reykjavík eftir næturfylleríin. Svínin borga ekki neitt. Hinir gera það fyrir þá með sköttunum. Er ekki augljóst hvernig hægt er að breyta þessu?

Væri okkur ekki hollt að líta í eigin barm áður en við förum að segja Bandaríkjamönnum til syndanna?Vantar ekki að gera átak í að siðvæða þjóðina okkar?

Taka á þessum sóðaskap allstaðar okkar sjálfra vegna.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Í Singapore er tyggjó bannað. Og þar getur fangelsisvist legið við því að henda rusli á göturnar.

Börkur Hrólfsson, 18.3.2013 kl. 20:36

2 Smámynd: Pétur Harðarson

Við erum soddans smákóngar á Íslandi að við viljum gera það sem okkur sýnist. Það á jafnt við tyggjóklessurnar, umferðarmenninguna og margt fleira. Allir halda að þeir séu einir í heiminum. Okkur virðist vera illt einhvers staðar í þjóðarsálinni og sem þjóð veitir okkur ekki af sálfræðiviðtali til að venja okkur af svona ósiðum.

Pétur Harðarson, 18.3.2013 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 3418163

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband