Leita í fréttum mbl.is

Hólmsheiðin

er eins og Lífeyrissjóðirnir okkar. Hægt að nota mörgum sinnum. Þaðer nefnilega ekki til sá vandi í þjóðfélaginu  að einhverjum stjórnmálasnillingi detti ekki í hug að fá peninga hjá Lífeyrsisjóðunum, sem þeir þó eiga enga kirkjusókn í. Þar er auðsuppsprettan óþrjótandi.

Helga í Góu hefur fundist þeir lífeyrissjóðamenn hafa verið duglegri við hlutabréfabrask heldur en að sinna samfélagsverkefnum. Hann vill að þeir fjármagni elliheimili fyrir landsmenn. Áreiðanlega er þörfin ærin og kannski brýnni en margt annað sem nú er fyrirhugað á Hólmsheiðinni.

Þangað á sem kunnugt er að flytja Reykjavíkurflugvöll á Hólmsheiði fái Gísli Marteinn einhverju um þð ráðið. Þar ætlar Ögmundur líka að byggja svokallað fangelsi sem mun þá standa við eina flugbrautina og fer í sjálfu sér ekkert illa á því. Árni Johnsen mun þó ekki hafa mikið álit á hugmyndum Gísla Marteins ef marka má blöðin.

En það er þetta fangelsi. Ég tók í bríari og vitleysu þátt í samkeppni um hönnun á þessu fangelsi.Ætlaði ekki að leggja neina vinnu í það sem héti.En ég hafði lítið að gera hvort eð var og stuttan tíma líka.  

Málið var hinsvegar að það var búið að teikna fangelsið að hætti ráðamanna sem hafa líklega mjög frábrugðnar hugmyndir um fangelsi hekldur en til dæmis Bandaríkjamenn. Þeir líta á fangelsi sem refsivist en ekki endurhæfingarstöð. Hér var verið að dæma einn kynferðisglæpamann og barnaníðing í lífstíðarfangelsi og svo 30 ár til viðbótar.

Því kom fram hjá Júlíusi Sólnes að vinur hans sem er sérfræðingur í  að byggja og reka fangelsi að kostnaðartölur Bandaríkjamanna per fanga eru brot af því sem þarna á að byggja. En þetta var allt búið að ákveða á æðri stöðum og Danir búnir að teikna fangelsið. En Arkitektafélagið krafðsit samkeppni og því var teikning Dananna skrumskæld , teygð og toguð og notuð sem fyrirmynd.

Forskriftin sem við keppendur fengu var að byggja minnir mig vera einhverja  3000 fermetra byggingu fyrir 55 fanga. Fangaklefinn sjálfur minnir mig samt ekki hafa verið stærri en einhverjir 10 m2 . Allskyns athafnarými fylgdu þessu svo sem kynlífsíbúðir fyrir fanga, viðtalaherbergi , sálfræðingar, læknar, líkamsræktir, verslun, bókasafn kaffihús og hvaðeina. Kapella var þó engin enda lítt vitað um ágæti trúarbragða fyrir fanga.

Ég áttaði mig of seint á því að þetta var hefðbundin samkeppni í grafískri hönnun og sá sem sýndi mesta litadýrð í Revit þrívíddarteiknun komst lengra. Ég reyndi að búa til fangelsi sem myndi virka tæknilega með öllu, lagnagöngum í kjallara fyrir  frárennsli og loftræsingu og sem hægt væri að bæta við svona 200 föngum með því að byggja ofaná það  sem fyrir væri  fyrir lítinn pening án þess að nema að benda á möguleikann með óskaðri lausn. Þessvegna  vildi  ég ekki sleppa kjallaranum til að auðvelda tæknimálin en það mátti ekki því kjallari væri svo dýr.  

En það var greinilega gefið í prógrmamminu að slíkra hugmynda væri ekki óskað og  ég var því eiginlega sjálfdauður strax.

Dómnefndin hélt svo sýningu og 1. verðlaun fengu flottir  arkitektar sem komu með það snjallræði að snúa glugganum á fangaklefanum um 45 gráður án frekari breytinga á honum. Og skiluðu virkilega fallegum teikningum. Hinir hlutar fangelsins voru  nánast eins og forskriftin. Ég fékk þá umsögn að dómnenfndin eiginlega skildi ekki hvað ég væri að fara. Þó bætti hún við neðanmáls að kannski gæti þetta fangelsi virkað hjá mér.

Sem ég er auðvitað alveg klár á núna,  að nýtingarlega hefði mátt hafa hana til hliðsjónarmeð öðrum fallegri hugmyndum,  þó auðvitað sé ég bara aumur verkfræðingur með öngvan löggiltan smekk.

En eftir á að hyggja þá held ég að þessi fangelsisteikning sem þarna á að byggja myndi henta mun betur fyrir hjúkrunarheimili og held að peningunum væri mun betur varið til þess í samstarfi við Helga í Góu. En láta Bandaríkjamanninn og Júlíus Sólnes  búa til fangelsi fyrir glæpamennina fyrir brot af upphæðinni sem þarna á að kála. Fyrir útlenska fanga að miklum meirihluta nóta bene. 

En þetta er auðvitað að stýra fortíðinni. Þarna kemur alþjóðaflugvöllur svo að fangarnir geta komið með flugi til afplánunar frá heimalöndum sínum og farið beint úr flugstöðinni í viðtöl og sálfræðiþjhónustu og svo hitt á eftir eins og meistari Þórbergur hefði haft fullan skilning á.

Hólmsheiðin, já þar munu sannarlega rísa hallir sumarlandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband