Leita í fréttum mbl.is

John Fitzgerald Kennedy

var sonur föður síns Josephs Kennedy. Joseph þessi hafði meðal annars hagnast gífurlega á banninu í Bandaríkjunum með því að leggja viskískipi utan landhelgi og senda þaðan smyglgóss til pamfíla eins og AlCapone, Lucky Luciano, Meyer Lansky og álíka kóna sem Eliot Ness svo barðist við á meginlandinu.  Aldrei var hann sakfelldur fyrir af yfirvöldum.  En almenningur vissi allt um hann og hélt hann eftir því. En ríkur var og það eitt dugar mörgum vel. Tengsl hans við Lucy Luciano komu Bandaríkjunum vel í sambandi við innrásina á Silkiley sem leiddu til brottvísunar Lucky frá USA sem var skárra en tugthúsið sem hann sat í.

John Fitzgerald og bróðir hans Robert lærðu báðir lögfræði og hafa sjálfsagt komið að því að hjálpa föður sínum við stjórn á fjölskylduauðnum.  Jóseph var sagður  hafa  keypti sér sendiherrastöðu til að hressa upp á ímynd sína. En hann var alltaf litinn hálfgerðu hornauga  vegna viðskiptafortíðar sinnar að ég held. En auðvitað veit ég ekkert mikið um þetta fólk allt og best því að segja ekki of mikið.

John F. var kafteinn á PT bát og drýgði hetjudáðir í stríði. Hann var nokkuð alræmdur kennamaður og átti meðal annars vingott við Marilyn Monroe en það fór ekki hátt og þjóðin sætti sig við það. Robert var ekki heldur við eina fjöl felldur. Báðir svimuðu í fé föðursins og þótti engum neitt að því. 

Synir hans Josephs, þeir  John Fitzgerald og Robert dóu báðir píslarvættisdauða en höfðu þjónað þjóð sinni dyggilega áður. Fjölskyldunni þykir hafa fylgt mikil ógæfa og hafa á henni dunið margar raunir í mannalátum.

Johns Fitzgeralds  er minnst sem mikilmennis. Hann færði eitt sinn yfir okkur samt meiri hættu en við höfðum áður séð.  Hann dró línu og sagði að Bandarikjamenn myndu þola hvaða hörmungar sem væri áður en hvikað yrði frá því að Sovétmenn fengju ekki að hafa kjarnavopn í heimsálfunni Ameríku.

"Ich bin ein Berliner"  eru fjögur orð sem ég upplifði í Þýskalandi að snéru afstöðu þýsku þjóðarinnar til Bandaríkjanna  yfir nótt. Í stað opinnar óvildar almennings kom slökun og viðurkenning. Maður þarf að hafa upplifað þetta til að geta skilið það til fulls.

Hér höfum við einn ungan lögfræðing, Bjarna Benediktsson að nafni,  sem fer með skjöl fyrir ættarveldi sitt til veðsetningar. Veðið glatast  og ættarauðurinn fýkur í veður og vind. Allur er þessi auður svipur hjá sjón við Kennedy auðinn og heldur ekki aflað með neinum þeim vafasömum hætti að vitað sé. 

Þessi ungi maður má þola endalausan róg fyrir þessa gerð án þess að nokkur tenging finnst við neitt misjafnt. Hann má ekki starfa fyrir land og þjóð þó að ásetningur hans sé sá sami og Johns F.  sem sagði: "Samlandi minn, spyrðu ekki hvað landið þitt geti gert fyrir þig. Spyrðu heldur hvað þú getir gert fyrir landið þitt."

Voru ekki neinar skúnkadeildir andstöðuflokkannna í Bandaríkjunum  sem gátu ófrægt þessi orð og reynt að sverta John F. á allan hátt?. Jú, þeir reyndu af öllum kröftum, En fólkið og frjálsir fjölmiðlarnir í Bandaríkjunum létu forsetann njóta sannmælis því hann var að reyna að bæta heiminn af öllum kröftum.

Þannig er það oft meðal Íslendinga. Ólafur Thors var dreginn sundur og saman af andstæðingunum. En vinir hans hvikuðu ekki frá hlið hans þó kommarnir reyndu að uppnefna hann Óla fígúru. Ólafur raunar svo mikill æringi að hann snéri flestu háði á andstæðingana áður en þeir vissu sjálfir til og lágu í því. 

Bjarni Benediktsson eldri sat undir gerningaveðri kommúnista um landráð í sambandi við komu Varnarliðsins. Kommarnir reyndu að uppnefna hann  Bingó Bjarna.

Davíð Oddsson hefur setið undir atsókn sömu afla allan sinn feril og er ennþá með þeim mönnum sem þeim stendur mestur stuggur af fyrir þær sakir að hafa aldrei sagt ósatt og aldrei leynt neinu.Uppnefndur stundum  Bubbi kóngur því hann þótti stjórnsamur stundum.

Bjarna Benediktsson yngra segja þeir jafnharðan ljúga og hann segir frá sannleikanum. Hann skal aldrei fá frið meðan hann er formaður Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa ekki einu sinni getað uppnefnt hann því hann er flekklaus fjölskyldumaður í einkalífi  og ólíkur John F. að því leyti.

Allar rógsveitur landsins geta samt velt sér upp úr hverju smælki sem hægt er að tína til frá lögmannsárum hans Bjarna og umsvifum í viðskiptalífi.  Frá áratugs þingmannsferli finna þeir hinsvegar ekkert. Bjarni hefur ávallt satt satt, hann hefur aldrei leynt neinu, aldrei neitað að ræða málin, unnð vel og dyggilega á Alþingi. Þeir hafa reynt að uppnefna hann Bjarna Vafning en það virðist lítt festast við hann.

En það dugar aldrei lastaranum í skóginum. Því verður hann bara að fá að bulla áfram. Heiðvirðir menn verða að meta hverja þeir vilja marka meira, DV eða Morgunblaðið. Og víst er að það eru heilir hópar í þjóðfélaginu sem starfa þannig að reyna að gera sér fé úr lygum og hálfsannleik.

Annar ungur maður, Sigmundur Davíð,  fer mikinn í íslenskum stjórnmálum. Hann á líka föður sem hefur efnast gríðarlega  á viðskiptum við ríkið og ekki ríkir almenn ánægja með. Ekki verður mikið vart við atsókn að þesssum unga manni þó að sterkefnaður sé. Sem betur fer enda málefnalegur og prúður svo af ber.Þjóðin virðist meta hann að kostum sönnum. En hann er bara formaður Í Framsóknarflokknum meðan Bjarni er formaður í Sjálfstæðisflokknum. Flokknum sem er ávallt brjóstvörn gegn sósíalsima og málsvari frelsisins sem er eitur í beinum allra félagshyggjuflokka, sem Framsókn líka segist vera með ívafi af.

Bjarni Benediktsson hefur í dag  fengið einróma umboð til að leiða flokk sin í komandi kosningum. Skyldi það duga skúnkadeildum vinstri flokkanna. Áreiðanlega geta þeir DV-feðgar og ámóta pennar eitthvað lagt útaf þessu til að selja. Það hefur bara sinn gang,

En spurning er um hvort fólk almennt vill horfast í augu við staðreyndir. Bara spurning hverjir kaupa róg og lastmæli og sjá ekki skóginn fyrir laufblöðum. Satt að segja vil ég ekki vera í flokki með slíku fólki og bið það vel  að lifa þó að það kosti minni Sjáflstæðisflokk tímabundið. Sannleikurinn skilar sér alltaf á endanum og menn skammast sín fyrir vingulsháttinn.

En hvert stefna stjórnmál sem byggja á einelti og rógi fremur en málefnum? Þau geta tafið fyfir framþróun heillar þjóðar eins og raunin varð síðasta kjörtímabil. Eftir fjögur glötuð ár tækifæra þá er það aðeins almenningur sem getur tekið af skarið og sagt hingað og ekki lengra. Hér stöndum við Sjálfstæðismenn saman um málstað okkar sem við trúum á. Við munum ekki láta sundurlyndið kljúfa okkar raðir. 

Vonandi berum við gæfu til þess að meta menn og málefni eins og John F, Kennedy gerði.

Spyrjum eins og John Fitzgerald : Hvað við getum gert fyrir land og þjóð áður en við leggjumst í lágkúru niðurrifs, eineltis og persónuníðs?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þú ert snjall, Halldór

Til hvers eiga menn blöð og reka þau með miklu tapi.

Það er til þess að stýra skoðunum í þjóðfélaginu.

Þetta veit hver einasti blaðamaður og ritskoðar sjálfan sig samkvæmt því.

Ef ég blaðaeigandinn, fjölmiðlaeigandinn get ekki stýrt einhverjum flokksformanninum, og ég tala nú ekki um stærsta flokksins í áratugi, þá verð ég að reyna að ýta honum út.

En svo eru það kjósendur.

Þeir vilja einfaldlega að kreppufléttan sé kynnt svo að allir skilji kreppufléttuna.

Síðan vilja kjósendur fá eignir sínar til baka.

Og síðast og ekki síst á að ganga þannig frá málunum, að heimilin standi stöðug, (í gegnum lífsins ólgusjó).

Stöndum vörð um heimilin.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Egilsstaðir, 14.04.2013  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 14.4.2013 kl. 08:53

2 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt við ímyndarvanda að stríða. Hann er talin þjónka hagsmunum auðvalds og hindra konur að komast til raunverulegra áhrifa.

Þessi ímynd er etv ekki réttlát og má best sjá á hve Samfylkingin virðist vera að falla inn í það hlutverk að vera aðalmálsvari auðvalds og jafnvel fjölþjóðlegs auðvalds.

Ég þekki of lítið til að dæma um hæfileika Hönnu Birnu sem foringja, en í ljósi þess að maður úr viðskiptalífi er ekki líklegur til að skapa traust og engin foringi hefur verið kvenkyns frá stofnun flokksins, þá eru allar líkur á að rangur foringi hafi verið valinn, (nema Hanna Birna sé kolómöguleg), en úr þessu má bæta síðar. Nú er það orðið of seint fyrir þessar kosningar. Þannig má segja að Bjarni sé prýðismaður, bara rangur maður á röngum stað.

Sigurður Gunnarsson, 14.4.2013 kl. 12:17

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór.

Venju samkvæmt styður þú drengilega og staðfastlega við þinn mann og vantaði að mér sýndist aðeins Frelsarann sjálfan í hóp þeirra stórmenna sem þú virðist bera hann saman við. Ég verð þó að leiðrétta þig, aldrei þessu vant, hvað dauða þeirra Kennedy bræðra varðar, en það varðar þá fullyrðingu þína, að þeir hafi dáið píslarvættisdauða, en raunveruleikinn er allur annar og óþægilegri, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þeir voru báðir skotnir og hvað morðið á JFK varðar, þá var augljóslega um samsæri að ræða og því þ.a.l. stjórnað frá æðstu stöðum. Ef þessi fullyrðing mín kemur sem óvænt "chok" þá skaltu einfaldlega spyrja næsta (bandaríkja) mann álits

Jónatan Karlsson, 14.4.2013 kl. 12:18

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver drap kennedy skiptir ekki máli. Hann dó píslarvættisdauða þess sem berst fyrir hinum góða en lætur við það lífið. Ég hef lesið og spjallað meira en nóg um þetta sem þú nefnir.

Halldór Jónsson, 14.4.2013 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418203

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband