Leita í fréttum mbl.is

Ný hugsun

í leiðréttingum heimilanna?

Er við ekki orðin of föst í því í pólitíkinni hvernig við leysum vanda heimilanna og leiðréttum stökkbreyttu lánin með stórkostlegum tilfærslum frá vogunarsjóðum og kröfuhöfum ? Er  leiðin að lækna stökkbreytingu ef til vill best fólgin í að framkvæma aðra stökkbreytingu?

Getum við samið við alla launþega landsins, opinbera sem aðra, um að engar leiðréttingar á kauptöxtum  verði næsta 1 ár? Þjóðarsátt í 1 ár?  Á móti því verði dollarinn færðu niður í 93 krónur og aðrir gjaldmiðlar eftir því auðvitað. Samdægurs! Og fastgengi verði næsta árið.

Greiðslujöfnunarvísitalan í janúar 2008 var 93. Hún er núna 122.2. Dollarinn er ca. 117. Þetta stemmir nokkurn veginn. Við erum með gjaldeyrishöft og handstýrt gengi. Þetta er stærð misgengisins sem þarf að leiðrétta. Hjá öllum sem eru með vísitölulán. Gengislánin jafna sig líka.

 Hvað skeður ef gjaldeyririnn fer svona niður? Allt verðlag lækkar sem þessu nemur. Útgerðin tapar tekjum. Slökum eitthvað á veiðigjaldinu til að jafna þetta út hjá þeim.

Gjaldeyrishöft verða líklega áfram nauðsynleg meðan þetta er að jafna sig að bestu manna yfirsýn. En dagar líða og koma ráð.  Höftin eru  hvort sem er núna og við lifum við þau.  Vísitala lánanna verður látin fara niður samdægurs sem þessu nemur líka. Viðskiptaráðherra hefur vald til þess. Lánin leiðréttast niður í svipuðu hlutfalli. Þeir sem eru búnir að tapa sínu verða teknir til sérskoðunar hver og einn.

Verðbólgan er þar með farin út í hafsauga og verðtrygging tilheyrir sögunni til. Engar sjónhverfingar heldur aðeins pennastrik.  Bara einfaldar aðgerðir. Án þess að kollsigla ríkissjóð eða skattkerfið.

Má ekki reyna bara nýja hugsun í erfiðu máli? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ættum við ekki að leita leiða til að auka kaupmátt venjulegs fólks. Hvernig er hægt að afskrifa og afskrifa hjá sumum og níðast síðan endalaust á venjulegu launafólki, Halldór. Er ekki komið að því að verðmætin fari til þeirra sem vinna fyrir þeim? Þeir ríku geta japlað á sínum silfurskeiðum og sótt sína næringu þangað!

Ómar Bjarki Smárason, 24.4.2013 kl. 22:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hélt að ég hefði verið að leggja það beinlínis til? En ef þú skilur það ekki Ómar minn Bjarki, þé skilur mig líklega enginn

Halldór Jónsson, 25.4.2013 kl. 12:34

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Jú líklega ertu að því, félagi Halldór. Gott að við erum stundum sammála!

Ómar Bjarki Smárason, 26.4.2013 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418164

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband