Leita í fréttum mbl.is

Þjóðfélag skuldara

er heiti á pistli sem ég rakst á:

"  55 þúsund smærri fjárfestar töpuðu 80 milljörðum króna í hruninu. Sjaldan er þó rætt um þá. Áherslan á málefni skuldara nú í kosningabaráttunni bendir til að Ísland sé þjóðfélag skuldara.

Hlutabréfaeign var mjög útbreidd fyrir hrun. Ýmsum stórum hluthöfum hafi tekist að forðast tap með tilfæringum. Það sama gilti ekki um litla hluthafa - tap þeirra er saga sem sjaldan er sögð. Lítið er rætt um verðbólguvána. Áherslan á málefni skuldara í kosningabaráttunni, bendir til að Ísland sé fremur samfélag skuldara en hagsýnna sparifjáreigenda.

Smærri hluthafar töpuðu miklu
Í nóvember 2008, skömmu eftir hrun, lét efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kanna hversu margir einstaklingar, aðrir en stóreignamenn, hefðu tapað á hruni bankanna þriggja, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis. Niðurstaðan var sú að 55 þúsund heimili í hópi lítilla hluthafa töpuðu áttatíu milljörðum þegar bankarnir þrír hrundu. Spegillinn hefur hitt marga í þessum hópi og sögurnar eru margvíslegar. Margir litlir hluthafar höfðu um árabil keypt eitthvað smávegis á hverju ári. Hlutabréf bankanna hækkuðu ævintýralega á árunum 2003-2007 og margir keyptu hlutabréf fyrir arðinn frekar en að taka hann út. Flestir í þessum hópi voru eldra fólk, ýmist enn vinnandi eða komið á eftirlaun, átti skuldlausa eða skuldlitla húseign og börnin farin að heiman. 

Athygli á skuldara, ekki verðbólgu

Þrátt fyrir margvísleg úrræði fyrir skuldara er athyglisvert að nú í kosningabaráttunni er aðaláherslan á loforð til skuldara, burtséð frá hvort þeir eru í greiðsluvanda eða ekki. Lítið fer fyrir loforðum um að vinna gegn verðbólgu sem í öðrum löndum er talin hinn mesti eignabani. Verðbólga er bein ógnun við sparifé og torveldar fólki bæði sparnað og að skipuleggja sín fjármál. Þessi áhersla á úrræði fyrir skuldara, afskiptaleysi um verðbólgu og það að tap smáfjárfesta í bankahruninu er aldrei nefnt, segir athyglisverða sögu um hvaða dyggðir eru í hávegum hafðar á Íslandi. Ef marka má kosningabaráttuna og málin sem virðast slá í gegn, er Ísland þjóðfélag skuldara þar sem skuldir virðast dyggð, ekki sparnaður. "

Til viðbótar má nefna að mörg heimili eru nú rukkuð af nýjum bönkum sem erfðu kröfur gamals banka. Þessi gamli banki lánaði heimlinu til þess að kaupa hlutabréf í honum sjálfum.Örugg fjárfesting sögðu þeir þá pappírspésarnir. Sem margir héldu bara vinnunni sinni áfram þó heimilin færu á vonarvöl.

Nú er allt það hlutafé tapað segja þeir. Þú getur ekki einu sinni notað þau á klósettið því bréfin voru rafræn. En það er kominn nýr banki sem erfði öll skuldabréf þess gamla. Í þeim banka átt þú ekki nein hlutabréf. Þau eiga einhverjir sem þú ekki þekkir. En þessi nýji banki rukkar þig fyrir gömlu skuldinni alveg sama hvað þú segir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband