Leita í fréttum mbl.is

Hvaða fólk kærir sig kollótt?

um kosningar. Telur þessa kosningabaráttu ekki eiga erindi við sig.Mætir ekki á kjörstað.

Er þetta fólk sem er ánægt með stöðu mála?. Kærir sig kollótt um einhverja þörf á breytingum? Er í skilum, er á bótum eða kemst vel af í einhverjum bísness. 

Er ekki frekar ólíklegt að þetta fólk sé reitt útaf hruninu? Er alveg sama um pólitík, finnst þetta allt sami grautur í sömu skál? Eru útlendingar með kosningarétt sem ekki kæra sig um að kjósa? Fyrirlíta stjórnmál sem eitthvað eiginhagsmunapot sem engu skipti nema fyrir þá sem ætli að græða fyrir sig? Komast að kjötkötlunum í eiginhagsmunaskyni? Trúir ekki að neitt fólk gangi fyrir hugsjónum? Kaldlyndir?

Erum við sem finnast kosningar skipta máli ef til vill ekki að sjá í gegnum þjóðfélagið? Sjáum ekki að þetta lagast af sjálfu sér? Fólkið puðar áfram og þetta reddast einhvern veginn? 

Hverjir eru þeir hinir svo mörgu sem kæra sig svo kollótta að þeir kjósa ekki? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er ósköp einfalt Halldór, Stjórmálaflólkið nær ekki til fólksins, því finnst það ekki vera vera fulltrúar sínir heldur upp til hópa lobbyistar fyrir takmarkaða hópa.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 21:09

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

góð spurning

Rafn Guðmundsson, 27.4.2013 kl. 21:56

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Halldór,   þegar vitrænt tal dugar ekki þá er fátt til ráða annað eftir en ofbeldi, sérlega ef um alvörumál er að ræða. 

En hver á að dæma um visku.  Ofbeldi hefur síðan um miðja þrettándu öld ekki verið talið til gagns hér til lands nema til að berja á minni máttar, en til þess þurfti venjulega hreppstjóra sýslumenn, presta og stórbændur.

Þessi hjörð var glæsileg og hafði ekkert að óttast öfugt við áa okkar flesta. Verði hér mynduð þrætu stjórn úr þremur flokkum þá verður hér nóg af sýslumönnum okkur öllum til sælu. 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.4.2013 kl. 22:54

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér eru margir sem hugsa ekki á Íslensku, og geta ekki myndað sér neina skoðun að mínu mati og því löglega afsakaðir.

Júlíus Björnsson, 27.4.2013 kl. 23:42

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristján

Þetta er athyglisverð skýring sem maðu má velta fyrir sér.

Hrólfur já það finnst mörgum vera ofbeldi í framkvæmd sérlega á fjármálamarkaðnum. þar sem tiltöluluga fáir aðilar leika stór hlutverk.

Júlíus,

Hvað eru margir sem ekki hugsa á íslensku en hafa kosningarétt?

Halldór Jónsson, 28.4.2013 kl. 13:12

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nýir ríkisborgar og eða menniningar kimar mun margrir og ég tel að hluti þeirra kjósi ekki. Ég hef náttúrlega engar tölur um þetta.  Fámennt en góðmennt. Kostir og gallar er á öllum málum. Upplýsing kostar PPP.

Júlíus Björnsson, 28.4.2013 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 34
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 4942
  • Frá upphafi: 3194561

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 4079
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband