Leita í fréttum mbl.is

Aðvörunarorð Pálma

Stefánsson sem birtast í Mbl. í dag um brennisteinsmengun ber að taka alvarlega.

Pálmi segir m.a.:

" Eitt þessara efna getur verið brennisteinstvíoxíð (SO2) og er Reykjavík orðin ein af mengaðri borgum varðandi þetta efni. Er ég var við nám á sjöunda áratug síðustu aldar kynntist ég menntuðum Pólverjum sem unnu að framhaldsgráðu við sama háskóla. Þeir höfðu á þeim tíma miklar áhyggjur af lungum barna sinna við að alast upp í SO2 menguninni í þeirra heimkynnum og íhuguðu að flytjast burt.

Að þetta yrði vandamál hér heima 50 árum síðar á aðalþéttbýliskjarna landsins, manngert umhverfisslys af stærðargráðu sem vart á sinn líka hefði fáa grunað. Stjórnsýslustofnanir sem hefðu átt að passa upp á að þetta færi ekki úr böndum hafa því engan veginn staðið vaktina, einkum eftir 2006.

Það þarf ekki að taka það fram að upptökin eru yfirgnæfandi frá jarðvarmaorkuverum sem hafa brennisteinsvetni (H2S) í útsleppi en það hvarfast fljótt yfir í brennisteinstvíoxíð í andrúmsloftinu og svo bætist við óhreinsaður SO2 útblástur stóriðjunnar frá bruna forskauta. Með vindum berast svo mengunarvaldarnir yfir þéttbýlið frá hinum ýmsu uppsprettum. ..."

Menn hafa fyrir augunum hvernig  útblásturinn frá Hellisheiðarvirkjun er að eyðileggja gömlu háspennumöstrin í kringum Hellisheiði. Það er vitað að bilanatíðni rafeindabúnaðar eykst sem nær dregur virkjuninni. Við sjáum ekki inn í okkar eigin lungu á hverjum degi. Vitum við eitthvað hvað er að gerast þar?

Einkaaðilar kæmust ekki upp með það svínarí og heilsuspillingu sem Orkuveita Reykjavíkur orsakar með þessari starfsemi.

Pálmi segir enn: 

 ...."Sem dæmi til samanburðar úr skýrslunni má nefna að í Reykjavík var allt árið 2009 að meðaltali 33% meira SO2 í loftinu en í Mexíkóborg og yfir 40% meira en í borgunum New York, Hong Kong og Pittsburg.

Þá var 50% meira SO2 í lofti Reykjavíkur en í Rotterdam, Cleveland, Höfðaborg og Aþenu. Aðrar borgir voru svo flestar með aðeins 10-25% á við Reykjavík...."

Ætlum við að þegja þetta í hel? Ætlum við að sleppa þessum embættismönnum sem að þessu standa bara með klappi á bakið? 

Ætlum við að hlusta á aðvörunarorð Pálma Stefánssonar? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Mér er sagt að starfsmenn Hellisheiðavirkjunnar fari ekki á bílnum í vinnuna, vilja ekki að þeir hverfi í ryði. Galvaníseruð rafmagnsmöstur og ljósastaurar upp á Hellisheiði og víða um svæðið eru brún af ryði. (eiga ekki að ryðga.

Getur varla farið vel með lífræna vefi og heilasellur heldur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.5.2013 kl. 11:17

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Kæra Jenný

þurfum við ekki að fá ráð og leiðbeiningar hjá mönnum eins og Pálma Stefánssyni um það hvað sé til bragðs? Er brennisteinssýruverksmiðja eitthvað sem mætti nota?

Halldór Jónsson, 25.5.2013 kl. 22:03

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það verður að finna tæknilega viðráðanlega lausn á þessu ekki síðar en strax.

Kristinn Pétursson, 29.5.2013 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband