Leita í fréttum mbl.is

Trúverðugir

fannst mér þeir vera í Kastljósinu hjá Seljan, formennirnir Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson.

Þeir komu mér fyrir sjónir sem einbeittir ungir menn sem eru staðráðnir í því að láta gott af sér leiða. Þeir voru hófsamir í málflutningi og létu spyrilinn ekkert fara með sig þó að hann reyndi eftir sínu eðli allt hvað aftók að flækja Bjarna í einhverjum orðum sem hann hafði látið falla á fundum í kosningabaráttunni og reyna að heilda það við stjórnarsáttmálann. Sem auðvitað stendur sjálfur fyrir sínu og hefur ekkert með liðna tíða að gera.  En  það er snarpt sem hundstungan ekki finnur. Og þannig gengur dælan hjá fyrrum ráðherrunum, Steingrími og Össuri. Allt í mínus að þeirra mati.

Því miður verðum við að hlusta á Steingrím J.enn eitt árið á þinginu. Ég vona að okkar menn láti vera að elta ólar við bullið í honum og hreinlega svari honum ekki. Þessi maður á ekki skilið að við hann sé talað í alvöru eftir það sem hann hefur afrekað.

Almennt heyri ég að þessum ungu og glæsilegu mönnum er vel tekið úti í mörkinni. Menn vilja trúa á einlægni þeirra beggja. Það sé komið nóg af skítkasti og ófriði við öll tækifæri eins og stjórnunarstíll skötuhjúanna Jóhönnu og Steingríms var, þar sem" klammaríi var komið af stað, hvar sem hægt var að uppdrífa það" eins og sungið var.

Þjóðin þarf á því að halda að ríkisstjórnin, sem öll er nú skipuð nýliðum, nái viðspyrnu fyrir þjóðina. Það er komið fram á ystu nöf í atvinnumálum og aldrei hefur verið meiri deyfð í ráðningum en núna. Það er þessi arfleifð þessarar tæru vinstri stjórnar sem við er að fást. Það þarf að endurreisa velferðina eftir hana því sú norræna dugði ekki þó lofað  væri. Og það þarf að endurreisa þjóðina upp úr þessu þunglyndi og Bunkerstemningu sem þjakar hana. 

Megi heill og hamingja fylgja þessum ungu mönnum í þeirra starfi. Við skulum styðja þá til góðara verka og verja þá sem við megum. Sama í hvaða flokki við stöndum, við þurfum á allri þeirri hjálp að halda sem við getum fengið.

Formennirnir voru  trúverðugir í mínum augum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband