Leita í fréttum mbl.is

Vor í lofti

fannst mér í morgun eftir að horfa á tréin í Tungunum í óða  önn að laufgast. Og það jók á stemninguna að hlusta á Sigmund Davíð ræða um áform ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir land og lýð. Þessi ungi maður virðist hvergi hvika í einlægni sinni við þessi markmið. Já það er sannarlega vor í lofti þegar þessi nýja ríkisstjórn er tekin við. Í stað venjulegs bölmóðs og svartsýni er komin von í vorið.

Áður hafði maður hlustað á Helga Hjörvar og Ragnheiði Ríkharðsdóttur ræða skattmálin. Þar leiddist með skýrum hætti fram hinn hugmyndafræðilegi munur á stjórnlyndi og frjálsyndi sem stjórnar stjórnmálafstöðu fólks. Hinir frjálsyndu vilja fela fólkinu sem mest útlausn eigin mála og ráðstöfun síns aflafjár. þeir vilja ekki að umhverfið dragi úr framtaki fólksins og þeir vilja leggja meiri áherslu á sköpun verðmæta en skiptingu sífellds skorts.

Orð og málflutningur forsætisráðherrans okkar um auknar framkvæmdir og einföldun eftirlitskerfanna vekja mér væntingar um vor í lofti og vænni tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband