Leita í fréttum mbl.is

"Eins langt og þarf"

munu Íslendingar ganga til að verja fullveldisrétt sinn. Ég var stoltur að heyra forsætisráðherra okkar mæla þessi orð rólega og yfirvegað á fundi um snjóhengjuna. 

Það er munur að kominn er maður í brúna í stað Steingríms J. sem skreið eins og maðkur fyrir AGS og erlendum hrægammasjóðum og gaf þeim 2 íslenska banka í leiðinni . Maður sem var reiðubúinn að ganga að Icesave drápsklyfjunum á sama hundflata háttinn. Hans afsökun er hinsvegar heimskan helber svo hann verður ekki áfelldur lengur þess vegna.

Það er full ástæða til að lofa það framtak sem Robert Wessmann sýnir með félögum sínum í að stofna til þessa átaks. Þetta er löngu tímabært að þjóðin horfist í augu við ískaldan veruleikann og aðhafist loks eittthvað í málunum og hætti að leyfa skilanefndunum að spila með fé almennings að vild í opinn reiknings eins og verið hefur. Veldi þessa nýja peningaaðals þarf að ljúka sem fyrst með því að venjulegir skiptaráðendur einfaldlega taki yfir búin og greiði hverjum hlutfallslega sitt í íslenskum krónum, vexti sem annað vafafé.

Fylkjum okkur að baki forsætisráðherra. Göngum fram eins langt og þarf.  

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 622
  • Sl. sólarhring: 658
  • Sl. viku: 5530
  • Frá upphafi: 3195149

Annað

  • Innlit í dag: 481
  • Innlit sl. viku: 4532
  • Gestir í dag: 435
  • IP-tölur í dag: 424

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband