Leita í fréttum mbl.is

Opinber innkaup

eða sala á eignum ríkisins er manni sagt að eigi að fara fram í útboðum sem meginreglu um ráðstöfun opinbers fjár. Hvernig skýrir forstjóri Innkaupastofnunar Ríkisins þessi viðskipti Össurar? Er ekki Össur þekktur kaupahéðinn og ber þar af leiðandi að fara með gát í viðskiptum við hann? 

Þarna er upplýst að Össur kaupir bílinn  sem hann er búinn að nota sem ráðherra á tilteknu verði. Var nokkuð kannað hvað aðrir vildu borga fyrir bílinn? Er ekki venjulega  talað um að útboð eigi að ákvarða verð sem vörur og þjónusta eru keypt fyrir?  Veit einhver hvort einhver annar hefði boðið betur en Össur í þessu tilviki? Ég hefði kannski viljað fá að gera tilboð?

Ég hef séð að Vegagerðin til dæmis auglýsir eftir tilboðum í gamla bíla frá sér. Venjulega eru árgerðirnar og mikil notkunin ekki mjög spennandi svo ég veit ekki um þáttökuna. En þetta er opinberlega auglýst.   Fá hæstbjóðendur að kaupa bílana eða eru þeir seldir tilteknum starfsmönnum eftir svona verðkönnun?

Hvernig skyldi þessu vera varið í USA? Fá ráðherrar þar að ákveða hvaða sort þeir vilja kaupa? Ræður einfaldur smekkur ráðherra þar eins og hér? Eða skyldu einhverjir aðrir taka ákvarðanir um opinber innkaup eftir einhverjum mælistikum?

Eru þessi bílaviðskipti ríkisins við Össur hafin yfir alla gagnrýni í stjórnsýslunni?  Eða er þetta bara venjulegur pólitískur umgangur um opinbert fé sem kratarnir í Samfylkingunni sætta sig við?

Af hverju pantaði Jóhanna nýjan bíl fyrir forsætisráðuneytið? Hver tók ákvörðunina um sortina? Af hverju á ráðherra yfirleitt að ákveða hvernig bíl hann vill keyra á? Eru nokkrar stjórnsýslureglur um ráðningarkjör ráðherra?

Eru þetta ekki opinber viðskipti ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband